Vikan


Vikan - 19.12.1968, Side 41

Vikan - 19.12.1968, Side 41
engan kost að láta til sín taka. Færi hann í veg fyrir hryssuna, sem geystist fram með trippastóðið fast á hæla sér, yrði hann sjálfur troð- inn undir. Hann stakk enn stærri visk af skegginu upp í sig. Að vísu hafði enginn hugmynd um, að drengur- inn hefði farið í land hjá honum, og hann gat auðveldlega lagt sund- urtroðið lík hans um borð í bátinn og látið hann reka leiðar sinnar eins og hann hafði komið með árarnar standandi upp í loftið, en honum gazt ekki að þeirri tilhugsun. Hins vegar gat hann ekki held- ur séð hvernig drengurinn fengi losnað úr þeirri æðisgengnu hring- iðu, sem hann var staddur í. Því furðu lostnari varð hann, þegar Sil- as tók að vega sig hægt og gæti- lega á bak hryssunni. Orlítið í senn. Bartolin hafði ekki tölu á því leng- ur hve margar ferðir hryssan hafði farið fram og aftur um nátthagann, en þær voru ekki svo fáar. Sem snöggvast létti honum óum- ræðilega við að sjá hvernig dreng- urinn mjakaði sér á bak. En um leið og honum varð það Ijóst, að Silas sat hryssuna, að hann sat uppréttur á baki henni, breyttist feginleikinn óðara í heiftarreiði og eftirsjá. Atti þessi viðbjóðslega lævísi hvolpur, þessi lati og hvatvísi ræfill að svíkja þessa úrvalshryssu bótalaust af hon- um, Bartolin? Átti honum að líðast að svipta hann hrossinu eins og ekk- ert væri? Aldrei. Hann hafði ekki minnzt á, að hann kynni að sitja hest, yfirleitt ekki, þetta var ekki heiðarlega að farið. Æðarnar á enni Bartolins þrútn- uðu, þegar Silas hleypti hryssunni framhjá honum hvað eftir annað, svo að froðan stóð um flipann. Hann hafði náð fullu valdi á henni nú og lét hana hægja sprettinn smám sam- an, unz hann brá henni á tölt og stöðvaði hana að síðustu beint fyrir framan hinn brúnaþunga og geð- vonzkulega mann. Þú sást, að mér tókst það, sagði Silas sigri hrósandi. Hann var óhreinn í framan og hárið klesst að enninu, en augun tindruðu. Ekki þarftu að ríða hana upp- gefna fyrir það, sagði Bartolin óvænt. Ég skal þurrka af henni svitann, vertu viss, sagði Silas og renndi sér af baki þreyttum og sveittum reið- skjótanum. Nei, þú skalt láta það ógert, sagði hinn afundinn. En hún er löðursveitt, sagði Silas. Ég sé um það. — Opnaðu hliðið. Oll gleði hvarf úr svip drengsins, og hann opnaði hliðið án þess að mæla orð og hélt síðan í humáttina af Bartolin og hryssunni aftur inn í hesthúsið. Þar tók maðurinn þegar að núa blakkan skrokk hryssunnar með þurrum hálmviskum og reiði- legum handatiltektum. Silas horfði lengi þegjandi á hann. Þýðir þetta að ég fái hryssuna ekki samt? spurði hann að lokum. Bartolin urraði eitthvað óskiljan- legt og laut niður til að þurrka hryssunni kviðinn. Á hvað ertu eiginlega að glápa? hrópaði hann allt ( einu. Nú hef- urðu fengið þinn reiðsprett. — Farðu og taktu til aktygin þarna. Þú færð svo eitthvað í kaup, þegar ég sé hvernig þú reynist. Það er ekki það, sagði Silas og stóð kyrr. Ertu kannski ekki ráðinn sem hestastrákur? hrópaði Bartolin? ☆

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.