Vikan


Vikan - 19.12.1968, Síða 11

Vikan - 19.12.1968, Síða 11
Sú söngkona, sem mest hefur látið að sér kveða í Bretlandi í seinni tíð, er Julie Driscoll. Julie varð fyrst þekkt, þegar hún söng „This wheel's on fire“ á hljómplötu. Þetta lag, sem er eftir Bob Dylan hefur merkilegt nokk lítið sem ekkert heyrzt hér, en í Bretlandi komst það í efsta sæti vinsældalistans á sínum tíma. Julie er mikill styrkur að því að hafa tríóið Trinity sér til aðstoðar. Þar er fremstur í flokki orgelleikarinn Brian Auger. Brian var áður fyrr píanóleikari og vann sér inn nokkra skildinga á hverju kvöldi með því að leika jazz. Lék hann í þann tíð með ýmsum þekktum jazzleikur- um, og má nefna m. a. Ronnie Scott. Síðar sneri Brian sér að orgelinu, og hefur hann náð ótrúlegum tökum á því hljóðfæri, eins og heyra má af plötum Julie Driscoll. Er leikur hans slíkur, að við liggur, að sjálf prímadonnan falli í skuggann. Ásamt með Brian leika gítar- leikarinn Dave Ambrose og trymbillinn Clice Tracker. Þeir stofnuðu tríóið Trini- ty, sem merkir þrenning, fyrir þremur árum, og ásamt Julie Driscoll léku þeir einkum í þekktustu diskótekum í Lond- on, svo og í Frakklandi, áður en „This wheel's on fire“ kom út á plötu. Julie Driscoll — eða Jools, eins og hún er kölluð í vinahópi — er tuttugu og eins árs. Hún er ekki einasta afburða góð söng- kona (hún var kjörin bezta söngkona í Bretlandi 1968) heldur og mjög sérkenni- leg og skemmtileg týpa. Myndir af henni hafa birzt í þekktustu tízkublöðum heims, m. a. Vogue og Elle. Hún segist aldrei nota andlitsfarða, en setur í þess stað nokkur útspekúleruð strik í kringum aug- Framhald á bls. 28. MED GULRÆTUR UPP Á 1IASANN 50. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.