Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 2

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 2
AÐALSMERKIOKKAR er flfðtt og sanngjarnf unnsilfr ViSskiptakjör í bifreiðatryggingum virðast nú svo til eins hjá trygg- ingafélögunum hér á landi, þar sem iðgjaldaafsláttur og iðgjöld eru mjög álíka. Hins vegar eru mörg atriði, sem valda því, að Sam- vinnutryggingar hafa verið stærsta tryggingafélagið hér á landi um árabil. Fyrirkomulag á rekstri þeirra er allt annað en hjá öðrum trygg- ingafélögum, þar sem tekjuafgangur félagsins rennur beint til trygg- ingartakanna. Mikið kapp hefur verið lagt á að hraða uppgjöri hvers konar tjóna og láta sanngirni ráða við ákvörðun tjónbóta. Með vaxandi erfiðleikum í þjóðfélaginu verða BIFREIÐAEIGENDUR að hyggja vel að því, hvar öruggast og hagkvæmast er að tryggja. ÞÉR getið ætíð treyst því, að Samvinnutryggingar bjóða trygg- ingar fyrir sannvirði’ og greiða tjón yðar bæði fljótt og vel. ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500 SAMVirVlNUTRYGGirVGAR Vantrú á valdhöfum 1 einum af umræðuþáttum sjónvarpsins voru báðir þátt- takendur sammála um, að meðal almennings hér á landi ríkti rótgróin vantrú á vald- höfum. Tekið var skýrt fram, að ekki væri um að ræða nú- verandi ríkisstjórn og aðra yfirmenn, heldur valdhafa al- mennt bæði fyrr og síðar. Hér er drepið á atriði, sem ekki hefur oft komið fram opinberlega og er vissulega athyglisvert. Þessi vantrú á valdhöfum og virðingarleysi fyrir þeim og því sem þeir eiga að hugsa um, þjóðar- heildinni, hefur haft alvar- legar afleiðingar undanfarin ár. Hver einstaklingur hefur reynt eftir beztu getu að skara eld að sinni köku og ekki hirt hið minnsta um, hvort brambolt hans hefur verið óhagstætt eða jafnvel skaðlegt fyrir þjóðfélagið í heild. Það er naumast ein- leikið, hversu illa hefur tek- izt hér á landi að láta ríkis- fyrirtæki bera sig. Skýringin er einfaldlega sú, að íslend- ingum dettur ekki í hug að eyða tima og orku í að reyna að græða peninga fyrir aðra en sjálfa sig. Því er haldið fram, að við séum einstaklingshyggjumenn í ríkara mæli en aðrar þjóð- ir, og það er áreiðanlega hverju orði sannara. Nýlega heyrði ég mann lýsa því yfir, að hann sæi ekki jafnmikið eftir neinum pen- ingum og þeim, sem hann greiddi í skatta og útsvör. Þarna er hugsunarháttur al- mennings lifandi kominn. Þetta er ástæðan til þess, að hver sem betur getur hefur reynt að svíkja undan skatti. Okkur ætlar seint að lær- ast að líta á okkur sem eina heild í fjárhagslegu tilliti; að ríkið og þjóðfélagið — það erum við sjálf. G. Gr.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.