Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 37
— Já, þetta var ágætur mat- ur. Frú Sean hló við. — Það þýðir ekki að reyna að vera kæruleysisleg. Farðu bara og líttu í spegilinn. — Enga heimsku, mamma. Hann er mikilsmetinn vísinda- maður, en ég er ekkert. — Þú hefur aðra eiginleika, elskan mín, sagði mamma henn- ar þýðlega. Og nokkrum dögum síðar stóð bíllinn hans utan við bókabúð- ina, þegar lokað var. Hann beið á gangstéttinni með aðra hönd- ina á hurðarhúninum. — Á ég ekki að skutla þér heim? spurði hann glaðlega. En hann ók ekki heim, held- ur fór langan og fáfarinn krók, og eftir nokkra ferð stöðvaði hann bílinn. Klukkutíma síðar hafði hann á sinn rósama og áreynslulausa hátt gert henni Ijóst, að hann vildi hitta hana aftur. hitta hana oft. Það skaut henni skelk í bringu og hún gat ekki losnað við beyginn. Ef þetta hefði nú verið ein- hver annar en einmitt hann, hefði hún reynt að slá þessu upp í grín. En hann var ekki af því taginu, að hún gerði að gamni sínu með hann — við hann. Þau hittust oft eftir þetta. Minnst tvö kvöld í viku hittust þau utan við bókabúðina, og flestar helgar voru þau saman. Á sunnudögum fóru þau í smá- ferðir með Micke, en fyrir kom, að þau fóru eitthvað tvö ein. — Jústusi er vel við þig, sagði Micke morgun einn, þegar hann kom til Ann þar sem hún sat að morgunverði. ■— Veiztu hvers vegna? Það er af því, að þú læt- ur sem hann sé raunverulega til. — Er hann það ekki? — Auðvitað er hann það ekki — og það veiztu vel. En hann vill, að við látumst en hundsum hann ekki. — Hundsum — það var full- orðinslegt orð úr ekki stærri munni, sagði Ann og brosti. — Hvar lærðirðu það? — Pabbi segir þetta oft. Ekki lengur, samt. Veiztu, hvað pabbi sagði í gær? Hann spurði, hvern- ig mér litist á að þú kæmir og ættir heima hjá okkur, alltaf. Hjarta Ann sleppti úr einu slagi. — Hvernig litist þér á það? spurði hún svo. — Eg veit ekki. Kannski breytistu. — Breytist ég? — Eg vil, að þú verðir hér, alltaf, sagði hann ákveðinn í bragði. Hún þorði ekki að leggja fyrir hann fleiri spurningar. Hún hefði efalítið getað rakið úr hon- um garnirnar um eitt og annað, sem henni lék forvitni á. En huesazt gat, að Eric vildi ekki að hún vissi um þá hluti, og það Philip Morris vekur athygli á mest seldu amerísku filtersigarettunni 1 Evrópu. Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er raunverulegur tóbakskeimur. Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni? „FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI. STAÐLAÐI R/V“ARS SÉRSMÍÐll I HVERJUM V' VASKI 4ORASt BLÖNDUNAR TÆKI SKOLVASKAR ELDHÚSVASKAR HURÐASI4L STALVORUR SMIÐJUBÚÐIN ---- 21222. VIÐ HATEIGSVEG 14 tbl VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.