Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 50
Indíáninn var einn af beim, sem koma um nótt og fara í dögun; einn af þeim sem óttast ekki að deyja í myrkri, því með því móti losna sálir þeirra við bölvun forfeðranna, þeir sem einir þora.... Það var aðeins einn bálkur Indíána sem hagaði sér þannig og Joffrey de Peyrac fékk grun sin'.t staðfestan, þegar hann laut ylir dauða manninn. Það gla.mp- aði á eitlhvað um háls Indíánans, og Peyrac kippti snöggt í, til að slíta keðjuna sem hélt verndargripnum. Hann leit snöggt á hann og stakk honum í vasa sinn. Svo hélt hann hægt áfram í áttina til Katarunk. 29. KAFLI Angelique haíði verið lengi að sofna. Hún hafoi ákafan höfuoverk og var illt í augunum. Um nóttina höfðu tónlistarmenn af ættbálki Ab n- aka, sem Nicholas Perrot hafði fengið til að skemmta írokahöfðingjun- um með svolítilli tónlist, tekið að skaka litlu skjaldbökuskeljarnar sín- ar, berja trumburnar og blása i sex gata eikarflauturnar. Eldarnir köst- uðu bleikri, dansandi birtu á pergamentið i litla glugganum hennar Angelique. Hún kveið því stöðugt að ógnandi skuggi kæmi i ljós við þennan glugga. Indiánarnir dönsuðu á hlaðinu með stuttum, útmældum skreí- um og hún sá fyrir sér í stóra skálanum hvernig höfðingjar þeirra, helztu menn hinna hvitu, gei'öu sér glaðan dag saman, réttu hver öðr- um krúsir fullar af Indíánakorni, sem velt hafði verið upp úr bjarnar- fitu og sólblómafræjum, bita af soðnu kjöti og ómælt áfengi. Við og við glumdi við drykkjuhróp, það reis hátt upp yfir skerandi og þvingandi tónlistina og það fór hrollur um Angelique. Hún saknaði félagsskaparins við eiginmann sinn og henni var órótt. — O, hvt.Ö eg v;ldi að pú værir hér, hugsaði ihún eins og ba;n, — mig vantar þig svo mikið.... Svo varð alit óljóst og djúp þögn rikti allt í kringum hana, grafarþögn. Þegar hún vaknaði var sama þögnin í kringum hana, morgunbirtan minnti á skimuna af alabasturslampa. Móhaukurinn Outakke stóð við rúmstokk hennar. Hann var nakinn og náfölur eins og gul marmarastytta. Hann drúpti ihöíði, þegar hann horfði á hana og allt i einu tók hún eftir því að blóð rann úr sári á öxi hans eða bringu, hún sá ekki glögglega hvort heldur var. Hann hvíslaði: — Kona, veittu mér líf! Hún stökk fram úr rúminu og í sama biii hvarf mynd Móhauksins. Það var enginn i herberginu. — Er ég að verða vitlaus? spurði hún sjálfa sig. — Er ég farin að sjá ofsjónir lika, eins og ailir aðrir hér um slóðir? Hún strauk yfir augun. Hjarta hennar barðist ákaft. Hún hlustaði af alefli. Hvað þýddi þessi djúpa þögn? Hún vissi að hún hlaut að vera afleiðing þess að eitthvað hefði gerzt. — E'itthvað hafði gerzt! Hún klæddi sig í flýti og i ákafanum þreif hún þá skikkju sem næst var hendi. Það reyndist vera rauða skikkjan, sem hún hafði borið á öxlunum, kvöldið sem hún fór í veizluna, hún hafði ekki hugmynd um að þessi hugsunarlausa tilviijun myndi verða til að bjarga lífi hennar. . . . í næsta herbergi voru synir hennar tveir i djúpum æskusvefni; hún lagöi eyrun að hurö Jónasarfólksins og líka að hurðinni inn í barna- hei bergið og þegar hún heyrði þar létt svefnhljóð á báöum stöðum varð henni ögn rórra. En henni lannst ennþá þessi dauðaþögn afar einkennileg. Hún gekk hægt að aðaldyrunum og opnaði þær. Hana skar í augun af þessari hvítu birtu, sem sveiflaðist í gegnum litlu, mottu glugga- rúðurnar um morguninn og rugluðu hana í riminu, þegar hún vaknaði. I sömu andrá skall á henni ískaldur gustur og hún deplaði augunum um leið og hún kæfði niður undrunaróp. — SNJÓR! Snjór hafði failið um nóttina, óvæntur snjór svo snemma hausts. Hann hafði fallið mjúklega og lagt reyíi yfir alla varðstöðina, deyft öli hljóð, háttbundinn hrynjandann í trumbunum, brestina i eldunum og falið allt líf, hljóð og hreyfingu undir sér. Þegar morguninn kom, tók fyrir mjúkan fallanda snjóflygsanna, en engu að síður komu þær á óvart. Timburskálarnir sýndust dimmri og innilokaðri nú, þegar þeir höfðu íengið rennislétt, hvít þök. Regnbogalit móða hékk um útlínur skíð- garðsins og deyfði þær, svo þær runnu saman við ójarðneskt landslag- ið, enginn sál var sjáanleg, jafnvel þótt hvítt, teppislagt hlaðið bæri merki um mannaferðir. Angelique sá að varðstöðvarhliðið stóð galopið og hún sá eitthvað dökkt, sem liktist likama liggja innan við það. Hún ætlaði að fara að hlaupa þangað, þegar þokubólstur, þykkari og lægri en áður, leystist úr læðingi fyrir aftan hana, ofan yfir húsþakið, skyggði á sólina og umkringdi hana með þykkum þagnarheimi. Ein- kennilegt nístingsóp barst einhvers staðar frá, en hún sá ekkert. Hún varð að fikra sig áfram meðíram skíðagarðinum í áttina að hliðinu og þegar hún var komin út fyrir það vissi hún okiki lengur hvar henni hafði sýnzt hún sjá, þessa dökku mannsmynd. Hún hrópaði. Þokan bergmálaði rödd hennar draugalega, en deyfði hana svo hún barst lítið. Svo tók þokunni að létta aftur, næstum jafn snögglega og hún hafði skollið yfir og hún varð að rakri móðu, þungri af glitrandi kristöllum. Uppi yfir henni og hægra megin byrjaði há, rauð mynd að skýrast. Þetta var hlynurinn sem stóð við varðstöðvarhliðið. Snjórinn var ekki svo mikill að hann hefði hulið litskrúðugt laufþykknið með öllu. Snjó- bryddingin sýndist aðeins undirstrika rauðu litbrigðin og dauft sólar- ijósið, sem barst í gegnum þokumóðuna, glitraði milli purpurarauðra laufanna, eins og gegnum litað gler. Kökur yðar og brauð verða bragðbetri og íallegri eí bezta tegund aí lyftidufti er notuð. 50 VIICAN 14-thl Öll réttindi ásMlin Opera Mundi, Puris. Framhald í næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.