Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 25
Geir og Sylvía systir hans — snemma
beygist krókurinn, boltinn þegar kom-
inn í spilið.
Hallsteinn og frú Ingibjörg ásamt
börnum og dótturdóttur. Örn er fyrir
framan til vinstri en Geir heldur á
Ingibjörgu Klöru, l1/* árs dóttur Syl-
víu, en milli foreldranna sitja þau
Ingvar og Sylvía, sem er gift kunnum
knattspyrnumanni, Ilelga Númasyni í
Fram.
sjónarsviðinu, en Hallsteinn Hin-
riksson er faðir Geirs, sem
reyndist sannarlega betri en eng-
inn í þessari frumraun sinni.
Mér fannst það síður en
svo erfið ákvörðun að senda
drenginn í leikinn," sagði Hall-
steinn sjálfur um þetta. Daginn
eftir mátti lesa eftirfarandi í
Vísi: Beztu menn liðanna voru
þeir Ragnar Jónsson, Birgir
Björnsson, Kristján Stefánsson
og bráðefnilegur nýliði, enn eitt
barna Hallsteins Hinrikssonar,
þjálfara PH, Geir Hallsteinsson.
Má mikils af honum vænta í
framtíðinni....“
.... EN HANN ER OF LÍTILL
Geir var talsvert umræddur
leikmaður í upphafi. Blöðin gáfu
honum hrósyrði fyrir lipurð sína
og léttleika... en hann er of
lítill, sögðu bæði þau og „sér-
fræðingarnir“ á vellinum. Minn-
ist ég eins ágæts manns, sem
kvað Geir hafa alla möguleika á
að verða „stjarna“, ef hann bara
væri ekki svona smágerður og
lágur í loftinu, það mundi alltaf
há honum.
En Geir átti eftir að hækka
svo um munaði. í dag er hann
185 sentímetrar, og núna, 4 V2 ári
eftir að hann lék sinn fyrsta leik
í meistaraflokki, er hann talinn
með beztu handknattleiksmönn-
um heims. Nýlega kepptu lands-
liðsmenn við beztu menn Dana,
sem urðu aðrir á síðustu heims-
meistarakeppni. Þar var það
Geir, sem setti allar helztu
„stjörnur" Dana út í horn. Sjón-
varpsáhorfendur voru yfir mill-
jón og dáðust mjög að Geir.
Blöðin voru full af frásögnum af
leiknum, sem þau töldu að hlið-
hollir dómarar hefðu látið Dani
sigra. Þar var Geirs mjög getið,
eitt blaðanna fann m.a. út að
Geir og franski söngvarinn Yves
Montand væru ótrúlega líkir! Já
skrifin um Geir voru eins og
fjallað væri um filmstjörnu en
ekki ungan leikfimikennara
norðan af fslandi.
Á DYRABJÖLLUNNI:
HALLSTEINN
Það var einn sólbjartan dag
fyrir nokkru að ég lagði leið
mína suður í Hafnarfjörð. Það
var heldur kuldalegt véður í
Reykjavík, en suður í Firði var
bezta veður og á læknum fyrir
framan heimili Geirs og foreldra
hans voru börn í glaðværum leik
á skautum.
Geir var nýkominn heim úr
keppnisförinni, — kvöldið áður
kom hann, og settist svo til strax
að sjónvarpstækinu til að sjá
leikinn við Dani á fréttamynd,
sem þar var sýnd. Hann hafði
þurft að skilja við félaga sína og
halda heim, þar biðu hans
hundruð nemenda, - biðu með
talsverðri eftirvæntingu að sjá
kennara sinn, sem hafði staðið
sig svo vel erlendis.
Hallsteinn Hinriksson hefur
búið lengi að Tjarnarbraut í
Hafnarfirði. Hann er þekktur
maður og á dyrabjöllunni stend-
ur aðeins: Hallsteinn. Það er nóg.
Allir þekkja þennan mann, sem
hefur ekki aðeins innleitt hand-
boltann hér sem keppnisíþrótt,
heldur hefur lagt til bezta hand-
knattleikslið allra tíma, - - og
þrjú börn hans eru í landsliði, —
Örn, Ge:r og Sylvía, sem var
í hópi Norðurlandameistara
kvenna á sínum tíma.
VÍSINDALEGA UNNIÐ
Geir kemur til dyra, hann hef-
ur lokið kennslu snemma þenn-
an dag og hefur setið við skriftir.
Ég sé skrifað á rúðustrikað verk-
efnablað: Tilgangur með sókn-
araðgerðum er að fá 50—70%
árangur og síðan er sundurliðað
hvernig sá árangur á að nást: a)
hraða b) snerpu c) stökkkraft.
Vísindalega er að unnið í íþrótt-
um nú á dögum. Á borði inni í
stofunni blasir við gestinum
styttan, sem Geir hlaut nýlega
fyrir að vera kjörinn „íþrótta-
maður ársins 1968“. Sú vegsemd
sannar að Geir hefur náð árangri
með starfi sínu.
14. tbi. VIKAN 25