Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 8

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 8
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7VÍ2XI5, 11x11 og 15x15 em. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningavörur — frá Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 em. BLETTÖTTUR BRÚÐARKJÖLL Kæra Vika! Viltu gjöra svo vel og ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi fyrir stuttu. Draumurinn var á þessa leið: Mér finnst, að ég sé að fara að gifta mig, og ég er að bíða eftir kærastanum. A meðan sýni ég vinkon- um mínum brúðarkjólinn, sem mamma mín átti að hafa saumað, og dást þær allar að honum. Næst er ég í óða önn að ná blettum úr brúðar- kjólnum. Þeir eru stórir og allir framan á kjólnum. Mér gengur illa að ná þeim úr. Mér finnst harla undarlegt, hvernig þeir hafa komizt í kjólinn og segi við sjálfa mig, að ekki geti ég gift mig í blettótt- um brúðarkjól. Og svo er ég allt í einu stödd við altarið í kirki- unni, og kærastinn minn er kominn. Hann lætur hringana á gólfið hiá alt- arinu og mér finnst hann halda, að það sé föst regla að láta hringana vera á gólfinu á meðan á gifting- arathöfninni stendur. Eg reyni að koma honum í skilning um, að hringarn- ir eigi okki að vera þarna, en það er engu tauti við ho*m knmandi. Með þökk fyrir ráðn- inguna. Ein úr Kópavogi. PS. E<? er t.rúlofuð, farin að búa og á eitt barn. f r'raumnum fannst mér ég vera að giftast kærastan- um mínum. Það er yfirleitt talið vera fyrir góðu að dreyma, að maður sé að reyna að ná blettum eða óhreinind- um úr fötum sínum. Fyrri hluti draumsins er þcss veena nokkuð haestæður o nr við álítum, að hann tákni. að hú giftist kær- astanum bínum von hráð- ar. En seinni hlutinn, um hingana, sem kærastinn lét á gólfið, bendir til þess, að brúðkaupið verði ekki alveg eins ánægjulegt og þú hafðir vonað. Von- brigði þín verða þó ekki stórvægileg og draga eng- an dilk á eftir sér. UNGBARN, RIGNING OG RAUÐUR LITUR Kæra Vika! Mig langar til að biðja þig að ráða draum, sem mig dreymdi. Ég tek það fram, að ég og systir mín sofum saman í herbergi. Mér fannst, að ég gengi inn í herbergi mitt og í staðinn fyrir rúm systur minnar er komin vagga með ungbarni í. Skóla- bróðir minn situr við vögguna. Þegar ég kem að henni, segir hann: — Þetta er barnið okk- ar. Ég hreyti einhverjum ónotum í hann. Þá gengur hann út og ég stend allt í einu í útidyrunum og horfi á eftir honum, þar sem hann fer með barnið. í sama bili vakna ég. Ein 15 ára. PS. Hvað táknar í draumi regn og rautt? Venjuiega er slæmt að dreyma ungharn, nema „sveinbarn sé og sjálfur eigi“. Nú verður ekki séð í draumi þínum, hvort um sveinbarn eða meybarn var að ræða. En vel má vera, að það skipti engu máli í þessu tilviki. Lík- lega e.r þessi draumur fyr- ir einhverju glappaskoti, sem þú gerir á sviði ásta- miálanna. Þú munt iðrast þess sárt og lengi. Rigning og logn er fyrir góðu, en slagveður fyrir andstreymi. Eiskendum er það gæfumerki að vera úti í riirningu. Ef þig dreymir, að það sé bæði rigning og sólskin, máttu vera viss um, að björtustu vonir þínar rætast. — Ljósrautt er iitur ástarinnar. Hann er talinn allra lita heilla- væniegastur í draumi. Purpurarautt táknar iang- lífi. cn eidrauður litur égæfu. * 8 VIKAN 14-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.