Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 19

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 19
en fram með kinninni hinum megin og sveigt út á við að neð- an. Neðri mynd: Einföld og þægileg greiðsla, sem hentar flestum. Ef hárið er þunnt er hægt að laga það með léttu permanenti og góðum hár- lagningavökva. Burstið hárið varlega upp frá enninu og túp- erið allt hárið. Greiðið það síðan slétt og sveigið út að neðan. & Einfaldar hárgreiðslur fyrir ung- ar stúlkur. Notið 12 rúllur, 3 stórar fyrir hvirfilinn, 2 milli- stórar fyrir hliðarhár og efst á hnakka og mjóar neðst í hnakka- hár. Krullurnar eru burstaðar úr og allt hárið túperað létt. Skiptið hárinu í miðju (eða til hliðar) og sléttið úr hárinu, beygið það inn á við að neðan. Neðri mynd: Hárið þarf að vera stutt fyrir þessa greiðslu og ef ekki er fall í því frá náttúrunnar hálfu, er hægt að bjarga því við með léttu permanenti. Notið millistórar rúllur og limband á neðstu hnakkahárin. Hárið er burstað og túperað, svo greiðslan verði nokkuð há. Skiptið öðrum meg- in. Framhárið er burstað niður að annarri augnabrúninni og aft- ur með eyranu. Hliðarhárið hin- um megin er burstað fram og beygt út á við. o Hárið þarf að vera allt að því axlarsítt og liðað, annaðhvort náttúruliðað eða með perman- enti. Vafið upp á 25 rúllur, 3 stórar í hvirfilhárið, 17 millistór- ar að framan og til hliðar og 5 mjóar fyrir hnakkahárið. Burst- ið hárið vandlega fyrir greiðsl- una. Skiptið í annarri hliðinni og látið hárið falla niður með vöngunum. Ennistoppurinn er burstaðaur niður að annarri brúninni og í mjúka beygju aft- ur með eyranu. Hliðarhárið hin- um megin er burstað fram á við og hárið beygt út að neðan. © Skemmtileg greiðsla fyrir ungar stúlkur með axlarsítt ár. Hárið er vafið upp á sama hátt og greiðslan hér á undan sýnir. Hár- ið er túperað á hvirflinum og síðan burstað vel og beygt út að neðan. © Stutt, þægileg og handhæg greiðsla fyrir þykkt hár. Meðal- stórar rúllur. Hnakkahár og enn- istoppur límd niður með lím- bandi. Túperað allt hárið. Hnakkahárið er styttra en hlið- arhárið, sem annaðhvort er hægt að bursta fram með kinnunum eða aftur fyrir eynm. o Kvenleg hárgreiðsla fyrir axlar- sítt hár. Hárið er vafið upp á stórar rúUur og burstað varlega úr því. Það er ágætt að halda hárinu frá enninu með bandi eða spennu. Hárið er túperað létt að neðan, svo það liggi frjálslega frá öxlum. © Einföld hárgreijðsla fyrlr grá- sprengt hájr. Notið meðalstrar rúUur. Burstið hárið og túperið. Ennistoppurinn er burstaður vel fram á enniö, hnakkahárið burstað beint niður, hUðarhárið burstað frá gagnaugunum fram yfir eyrun og látið enda svo í mjúkum boga aftur með eyrun- um. : ililliiil :-'í 'V.ý . mmm \ : i ■ ■ ' ■. .' 'V:;' i:V I :::V .V:-'.vv:

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.