Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 28

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 28
— Smávegis svindl, elskan. — Hún brosti. — En auðveldasta leiðin. Þegar barnið er á leið- inni samþykkir pabbi hjóna- band í grænum kvelli, ekki satt? Hann sneri andlitinu að henni. Hún las aðdáun í augum hans, aðdáun á léttúð hennar, á hinu fulkomna tillitsleysi hennar, þegar um var að ræða að koma vilja sínum í framkvæmd. — Veiztu, spurði hann, — hvar ég vildi helzt giftast þér? í Rio de Janeiro eða í New York. Eða ef til vill á skipi með ókunn- um vitnum, með ókunnum and- litum kringum okkur, fá aðeins nokkur símskeyti og annað ekki. — Aðeins þú og ég, muldraði hún og lagði höfuð sitt á axlir honum. — Og veiztu, hvar ég vild búa með þér? Á eyðieyju, þar sem enginn þekkir okkur. Hún malaði ánægð eins og köttur, sem látið er vel að. Hún spurði ekki: frá hverju viltu flýja, Jiirgen? Hvern ertu hrædd- ur við? Hún gat ekki lesið hugs- anir bak við enni hans. Jurgen Siebert staulaðist á náttfötunum fram úr rúminu og helti síðasta kaffisopanum í bolla úr kaffikönnunni, sem herbergisþjónninn hafði fært honum um kvöldið. Klukkan hans var tuttugu mínútur yfir eitt. Það var alveg jafn hljótt og tilheyrði þessum tíma sólar- hringsins. Hann tók að ganga hvíldarlaust fram og til baka um herbergið. Hver ætti að hindra mig í að giftast Gaby? Pappírar mínir eru í fullkomnu lagi. Enginn get- ur efazt um það. Ég er ekkill. Dánarskýrslan er ekta, dánar- vottorðið í lagi. Lögum sam- kvæmt er engin Janine Sieberí til lengur. 11. desember síðast- liðið ár dó hún, hún er syrgð og grafin. Ég veit ekki annað, hugsaði hann. Ég vil ekki hafa séð hana, ég hef ekki séð hana. Ég mun halda áfram að leggja blóm á gröf hennar. Júrgen stóð fyrir framan spegilinn. Hann var aumur út- lits, grár í andliti, baugar und- ir augunum. Og óttinn glotti móti honum. Þetta er engin lausn, Júrgen, sagði óttinn. Seinna hjónaband þitt verður dæmt ógilt, því þú hefur gefið upp falskar upplýs- ingar, þegar þú gekkst í það. Gleymdu ekki, að þú skrifaðir þig inn á Hótel Sanssouci með réttu nafni. Þú baðst leynilög- reglumanninn Karsch að hafa upp á henni, þú lézt hann meira að segja fá ljósmynd í sínar hendur . . . . Og hefurðu ekki meðaumkun með Janine, spurði óttinn áfram. Þú elskaðir hana þó einu sinni, þú hefur svarið fyrir guði, að þú mundir ekki yfirgefa hana. Hvers vegna ferðu ekki til hennar, hristir hana til og seg- ir: — Þetta er ég, Janine, ég, maðurinn þinn, horfðu á mig, þú hlýtur þó að þekkja mig aft- ur .... Geturðu ímyndað þér, hvernig það er að hafa gleymt lífi sínu? Janine leitar fortíðar sinnar, hún leitar þín, þín, þín . . Júrgen reif upp nýjan pakka af sígarettum. Hann hellti úr yfirfullum öskubakkanum í ruslakörfuna. Gaby hefði ekki átt að. skilja hann einan eftir í nótt. í örmum hennar hefði all- ur efi hans horfið. Ástaryrði, kossar, faðmlög — það hefði orðið læknislyf. Það hefði verið betra en bækurnar, sem hann hafði keypt sér og sem lágu nú dreyfðar um allt herbergið. Hann var búinn að læra margar setningar úr þess- um sálfræðilegu kennslubókum utan að. „Tímabundið eða eftir ástæðum takmarkað minnisleysi er nefnt AMNESIA. Algengasta tegund á sér stað eftir alls konar meðvitundarleysi. Sjúklingurinn vaknar, veit alls ekki hvar hann er, hvernig hann hefur komizt þangað og hvað hefur gerzt. . . . Amnesia þarf ekki að vera al- gjör það eru til öll fyrir- bæri frá fullkomnu minnisleysi til fulls minnis. . . . “ Fullkomið minnisleysi. Já, þannig var það með Janine. Hver sú, sem ekki þekkti eigin- mann sinn augliti til auglits, hvað gæti þeirri manneskju ver- ið ljóst annað? Júrgen fleygði sér aftur upp í rúm. Nei, engin læknisaðferð gat verið til við því. Hvernig var þetta nú orðað í kennslu- bókinni? „Mjög erfitt eða ó- mögulegt er, að fá minnið aft- ur. Oft kemur í stað raunveru- leikans aðeins óskýr tilfinning eða þýðingarlaust smáatriði. Amnesia stendur ekki sjaldan í sambandi við raunverulega geð- veiki . . . .“ Júrgen laðaði andlit hennar fram í huga sér, augnaráðið, sem hún hafði horft á hann með. Sjaldgæft, tómlegt augnatillit, ekki satt? Nei, hugsaði hann, þetta var ekki aðeins minnis- leysi, þetta var geðveila, brjál- æði eða eitthvað því líkt. Bezt, að ég skipti mér alls ekkert af henni. Þegar hún fer af Sanssouci Hótelinu mun hún liklega lenda á heilsuhæli. Þar mun hún verða eins viðkvæm og hún var í lifandi lífi. Og hjúkrunarkonurnar munu kalla hana ungfrú Laurent . . Júrgen slökkti Ijósið. Og mér kemur það ekkert við, hver ligg- ur í gröfinni í Mariendorf. Drott- inn gefi henni sína eilífu ró. Það sagði presturinn. — Og þannig skal það vera. VIII. Snemma morguns þann 14. febrúar var uppgötvaður and- styggilegur siðferðisglæpur í Berlín. Lögreglumennirnir komu um níuleytið til baka frá morð- staðnum. Það sem þeir höfðu komizt að til þeása, var mjög fátæklegt. Fórnarlambið var tuttugu og eins árs verksmiðjustúlka. Næt- urvörður nokkur fann líkið ná- lægt gæsahólmanum í Tegeler- vatni. Líkið var hræðilegt útlits. Stúlkan hafði augsýnilega var- ið sig af öllum kröftum. Slæm- ir höfuðáverkar gáfu til kynna, að árásarmaðurinn hafði verið vopnaður skrúflykli, járnstöng eða hamri. Til þessa hafði ekk- ert bent á árásarmanninn. — Sasse, spurði Steinberg deildarstjóri, yfirmaður morð- deildar Berlínarlögreglunnar, — fannst ekki lík fjmir stuttu ná- lægt gæsahólmanum? — Stendur heima, svaraði full- trúinn. — í desember var það víst. Janine Siebert, 27 ára göm- ul, kona auglýsingastjórans Júrgen Sieberts. Samkvæmt málavöxtum virtist þá augsýni- lega vera um sjálfsmorð að ræða. Konan hafði staðið mann sinn að framhjáhaldi . — Var hún líka ljóshærð? — Já. Tvær Ijóshærðar stúlkur og tvisvar við gæsahólmann, getur það verið tilviljun? — Hvað Janine Siebert snerti benti ekkert til þess að hún hafi verið fórnarlamb siðferðisárásar, svaraði fulltrúinn. — í þessu til- felli hef ég þar að auki aflað upplýsinga eftir á, sem skýr- skotuðu til eiginmannsins og kvennasögu hans .... — Og hvað svo? Sasse lögreglufulltrúi yppti öxlum. — Upplýsingarnar um hann voru allar honum fremur í hag. Þá var enginn, sem hefði grunað hann um morð. Og það var ekki heldur hægt að bera á hann grunsamlega meðhöndlun burt frá því séð, að hann á nú vingott við stúlku, sem mun erfa nokkrar miljónir. Deildarstjórinn hélt höndun- um fyrir aftan bak sér, hugs- andi. •— Vitið þér, Sasse, allir sið- gæðisafbrotamenn hafa ein- hverja duttlunga. Hinn frægi Eichorn hafði til dæmis hjól- reiðastúlkur að sérgrein. Matis- chak réðist aðeins á stúlkur, sem voru haltar eða á einhvern annan hátt líkamlega veiklaðar. Morð- inginn við gæsahólmann leitar ef til vill aðeins á ljóshærðar stúlkur .... Lögreglufulltrúinn horfði á yfirmann sinn. — Haldið þér, að hann hafi e:nnig drepið Janine Siebert? Ef til vill hafið þér rétt fyrir yður, líkið lá nokkra daga í vatni, því var erf- itt að fullyrða nokkuð með vissu. Og meiðsli í hnakka voru jú fyrir hendi . — Ég held, sagð.i deildarstjór- inn, — að við séum á réttri ieið. Og ef við finnum skúrkinn ekki bráðum, Sasse, þá mun hann drepa enn eina stúlku. Steinberg deildarstjóri var á réttri leið. Hann kom öllum mönnum í deild sinni til verks, til þess að leita ófreskiunnar. Hann skipaði sjálfur sérstaka nefnd, hét háum peningaverð- launum. Það urðu meiri og meiri líkur fyrir því, að Janine Siebert væri í raun og veru fórnarlamb sið- gæðisafbrotamanns. Eða öllu heldur stúlkan undir grafsteininum, sem „Janine Sie- bert“ var letrað á. En það grunaði lögregludeild- arstjórann fyrst um sinn ekki neitt. Hann kæmist fyrst að því eftir játningu — játningu morð- ingjans. Eftir að Balla forstjóri var genginn út úr herberginu sat Júrgen einn gegn föður Gaby. Martin Westphal leit ekki út fyr- ir að vera tízkufrömuður, frek- ar eins og veiðimaður, stór, sterk- legur, andlit hans brúnt af sól og vindi. Aðeins hvítt hár hans gaf til kynna aldur hans. — Ég held, sagði hann, og virti Júrgen fyrir sér með stál- bláum augum sínum, — að við eigum enn eftir að tala saman um persónulegt efni. Júrgen leit ekki undan augna- ráði hans. — Gaby og ég — við EFTIR JENS BEKKER 8. HLUTI VIÐ hverja snertingu hans 28 VIKAN 14- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.