Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 12

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 12
— Einhver verður að tala alvarlega við þig. Þú ert sæt og góð, og líklega ekki heimsk, en í samanburði við hana ertu eins og barn í smábarnaskóla. Hún var dósent, leiftrandi gáfuð og þess utan hreinasta fegurðardís. Hvernig dettur þér í hug, að þú getir fyllt skarðið eftir hana og gert mann eins og hann hamingjusaman? Nú var Micke litli Stromstead aítur kominn í garðinn þeirra. Ann virti hann fyrir sér út um eldhúsgluggann meðan hún fylgdist með hraðsuðukatlinum. Hann skreið í gegninn gatið í runnunum, reis síðan á fætur og lyfti greimmum til að hleypa fílnum sínum í gegn. Auðvitað var enginn fíll, en Micke hélt því stöðugt fram að svo væri, og hagaði sér samkvæmt þvL Svo klifraði hann upp á gaxð- borðið og tók að hjala við fíl- inn. — Veiztu, hvað við skulum gera? spurði hann. — Við ger- um okkur geimskip og förum til tunglsins. Þú verður bara að gera þig lítinn fyrst. Annars duga ekki spýturnar minar og naglarnir. — Er það strákurinn hann prófessor Stromsteads aftur? spurði móðir Ann og hallaði sér fram, þar sem hún sat við eld- húsborðið. — Aina sagði í gær, að mamma hans myndi snúa sér við í gröfinni ef hún sæi hann hlaupa um svona, skítugan og illa hirtan. Ég sagðL að allir strákar skitu sig út í leik, en þú þekkir Ainu. — Já, ég þekki Ainu systur þína. — Kallar þú þetta að leika sér! Að eigra um eins og hann gerir og látast hafa fíl í eftir- dragi! Frú Sean hermdi svo vel eftir systur sinni, að hún gat ekki að sér gert að hlæja sjálf. — En Aina hefur heldur engin börn átt sjálf. — Hlustaðu á hann, greip Ann fram í. — Nei, við skulum láta tungl- ið eiga sig, sagði Micke. — Sírk- us er miklu betri. Þar er rúm fyrir þig. — Henni finnst prófessorinn trassa drenginn, hélt frú Sean áfram. — Og hann, sem er svo hrifinn af pabba sínum. Sko — nú klöngrast hann niður. Micke klifraði niður af borð- inu. Hann setti hendur á síður og kinkaði hátíðlega kolli. — Já, það er staðurinn fyrir þig. Þú kannt svo margar listir. Hann rétti út hendina og klapp- aði þessum ósýnilega vini sín- um. Síðan lagði hann hægt af stað í burtu. Ann flýtti sér að opna eldhús- dyrnar. — Micke, Micke, hæ! Hann sneri sér við. — Halió. Hún fór til hana. — Hvað heitir hann — fillinn þinn? — Jústus. — Það er gott nafn á fíL Ég heyrði, að þú varst að tala um að fara til tunglsins. Hvers vegna fóruð þið ekki? — Af því Jústus vildi ekki verða minnL Hann vill vera eins og hann er. Hann sagði: — Vilt þú kannski láta breyta þér? — Og viltu það? — Auðvitað ekki! Þá væri ég einhver annar og ætti heima annars staðar og ætti allt annan pabba. Hvað er klukkan? — Rétt að verða hálf tólf. — Þá verð ég að fara. Pabbi kemur í mat í dag. Hann leit hugsi á Ann: — Geturðu ekki komið með? Ann fann sig kafroðna. Það var ekki lengra síðan en í gær, að prófessor Stromstead hafði komið inn í bókabúðina, þar sem hún vann, og staðið þar góða stund og spjallað eftir að hann hafði lokið af sinni verzlun, rétt eins og hver annar. En hann var ekki hver annar. Hann var fræg- ur vísindamaður, heimsþekktur, þótt hann væri ekki nema þrjá- tíu og sex ára, það hafði hún lesið sér til um í Hver er maður- inn? Og konan hans hafði verið næstum eins fræg. — Nei, það get ég ekki. — Hvers vegna ekki? spurði Micke. — Ég segi sem sonur minn: Hvers vegna ekki? spurði glað- leg rödd, og Ann sneri sér við í flýti. Hann stóð hinum megin við gerðið og hló ánægjulega. — Maturinn kvað vera fyrsta flokks, svo segir ráðskonan. Ann roðnaði aftur. — En — en ég.... — Þú getur ekki verið svo harðbrjósta að láta lítinn dreng og fílinn hans verða fyrir von- brigðum? Þar að auki langar mig til að ráðfæra mig við þig varðandi bækur handa drengn- um. Ég er gersamlega í vindin- um með bókmenntir handa mönnum á þessum aldri. Húsið hafði hún aldrei séð áð- ur, og hún varð mjög hrifin af þvi. Að utanverðu hafði ekkert verið gert fyrir það, síðan pró- fessorinn flutti inn, en að innan var það gerbreytt. Milliveggur hafði verið fjarlægður, svo dag- Framhald á bls. 36. 'N 12 VIKAN 14- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.