Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 10

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 10
Vivien Leigh. Leslie Howard. Clark Gable. Olivia de Hayilland er enn falleg og aölaðandi, þótt hún sé orðin fimmtug. Hún leikur enn bæði í sjónvarpi og kvik- myndum. , Á HVERÍANIA HliELI ÞRJÁTÍU ÁR ERU LEÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ VINSÆLASTA MYND í SÖGU KVIKMYNDANNA VAR FRUMSYND OLIVIA DE HAVILLAND ER EIN EFTIRLIFANDI AF AÐALLEIKENDUNUM FJÓRUM Fyrir þrjátíu árum var hin sögulega kvikmynd „Á hverfanda hveli“ frumsýnd í borginni Atlanta í Bandaríkjunum. Þessi mynd hefur orðið frægari og vinsælli en nokkur önnur í sögu kvikmyndanna. Það kostaði 240 milljónir að framleiða hana, og það var talsvert mikið fé árið 1939. En samanlagt á þrjátíu árum hefur hún gefið af sér hvorki meira né minna en sex mill- jarða króna. Aðalhlutverkin léku Clark Gable, Vivien Leigh, Leslie Howard og Olivia de Havilland. Þau létust öll um aldur fram, nema Olivia de Havilland. Sýning myndarinnar tók fullar fjórar klukkustundir, en enginn kvartaði samt yfir því, að hún væri of löng. Þetta er eitthvert mesta hrós, sem kvikmynd getur fengið. „Á hverfanda hveli“ hefur verið sýnd fram á þennan dag, en í tilefni af afmælinu hefur endurbætt útgáfa af henni verið sett á markaðinn. Olivia de Havilland hefur ferðazt um allan heim til þess að vera viðstödd frumsýningar á þessari nýju útgáfu myndarinnar. Nýlega var myndin sýnd í Atlanta, þar sem hún var frumsýnd í fyrsta sinn fyrir þrjátíu árum. Það var mikill viðbúnaður í Atlanta og reynt á allan hátt að skapa sömu stemningu og ríkti árið 1939. Að frumsýningunni lokinni sagði Olivia de Havilland í blaðaviðtali: Það var sannarlega mikið um dýrðir, glæsilegt borðhald og dansleikur á eftir. Samt var ég fjarska einmana. Ég gat ekki um annað hugsað allan tímann en þá einkennilegu tilviljun, að ég skuli nú vera ein eftirlifandi af aðalleikendunum. Allir reyndu eftir beztu getu að skemmta mér og gera mér kvöldið sem ánægjulegast. En hugur minn var bundinn við fortíðina og gamlar minningar rifjuðust upp fyrir mér hver á fætur annarri. Ég sat í sama sætinu og ég hafði setið í fyrir þrjátíu árum. En þá sat Vivian Leigh við hliðina á mér. Mér var hugsað til Vivian Leigh. Hún var vissulega yndisleg, full af lífskrafti og starfsorku. Ég minntist líka Clark Gable, fágaðrar framkomu hans og karlmennsku. Á þeim árum áleit ég, að Clark Gable væri fyrst og fremst vinsæll leikari og kvennagull. En það var ekki fyrr en mörgum árum síðar, þegar ég sá „Á hverfanda hveli“ aftur, að mér varð ljóst, hversu mikill og góður leikari hann var í raun og veru. . . Svo var það Leslie Howard, sem fór aftur til Englands, þegar stríðið brauzt út og féll fyrir föðurland sitt. Olivia de Havilland er enn falleg og aðlaðandi, þótt hún sé orðin fimmtug. Hún lifir friðsælu lífi í litlu húsi skammt frá Champs-Elysées í París. Hún býr með fyrrverandi eiginmanni sín- um, sem er aðalritstjóri stórblaðsins Paris-Match. Olivia de Havilland leikur enn bæði í sjónvarpi og kvikmyndum og öðru hverju á Broad- way. Hún lítur ekki á sig sem Hollywood-stjörnu lengur, enda eru flestar af nýrri myndum hennar teknar í London, Róm eða New York. En Olivia de Havilland er ekki aðeins góð leikkona, heldur einnig hinn ágætasti rithöfundur. Hún hefur skrifað bók um Frakka, og hefur hún verið gefin út í þremur útgáfum. Bókin fjallar um þau átta ár, sem Olivia hefur verið búsett í Frakklandi. Hún lýsir vel og skemmtilega lífs- háttum og viðhorfum Frakka og reynir að kryfja til mergjar, hvers vegna þeir eru svo mjög frábrugðnir öðrum þjóðum í hátterni og lífsskoðunum. „Frakkar kunna listina að lifa og njóta lífsins", segir á einum stað. „í Parjs á ég ekki einn einasta vin, sem hefur nokkurn tíma farið til sálfræðings. En í Ameríku þekki ég marga, sem gera það að staðaldri". ☆ V_____:_________________________________________________________ __________> 10 VIKAN 14- lbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.