Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 39
væri ekki heiðarlegt gagnvart
honum að veiða það upp úr syn-
inum.
Það: var ekki óhugsandi, að
hann bæði hennar einn góðan
veðurdag. Á þeirri skoðun var
Aina móðursystir Ann að
minnsta kosti, og hún hafði
mjög ákveðna skoðun á því
máli.
— Það er eins gott að segja
þér það berum orðum, sagði hún
einu sinni. — Ef þú gengur að
eiga hann, muntu iðrast þess. Þú
getur aldrei komið í staðinn fyr-
ir konu þessa manns.
— Góða frænka, ég veit allt
um konuna hans, og ég vil helzt
ekki ræða....
— Einhver verður að tala al-
varlega við þig. Þú ert sæt og
góð, og líklega ekki heimsk, en
í samanburði við hana ertu eins
og barn í smábarnaskóla. Hún
var dósent, leiftrandi gáfuð og
þess utan hreinasta fegurðardís.
Hvernig dettur þér í hug, að þú
getir fyllt skarðið eftir hana og
gert mann eins og hann ham-
ingjusaman?
— Þú getur ekki heldur von-
azt eftir að taka hennar sæti í
huga drengsins, hélt Aina áfram.
—. Hann gleymir aldrei móður
sinni. Hann var með henni, þeg-
ar hún dó, — sat við hliðina á
henni, þegar vörubillinn ók inn
í hliðina á bílnum þeirra. Hann
siapp ómeiddur að vísu, en held-
urðu, að hann gleymi því? Aldr-
ei!
Ann gat ekki haldið aftur af
tárunum en sneri sér undan.
— Þú finnur sjálf, hvað hann
saknar hennar, hélt Aina áfram.
— Þess vegna hefur hann fund-
ið upp þennan kjánaskap með
fílinn, bara til að fá einhverja
útrás fyrir umhyggjuþörf sína.
Talar Eric nokkurn tíma við þig
um fyrri konu sína?
— Ne-ei.
— Þarna geturðu sjálf séð.
Hann getur ekki fengið sig til
að deila minningunni um hana
með konu. Þú veizt, hvað mér
þykir vænt um þig, og það er
bara þess vegna, sem ég segi þér
þetta. Ég vil ekki, að þú verðir
óhamingjusöm, elskan mín....
Klukkan níu næsta sunnu-
dagsmorgun stöðvuðu Erie og
Micke bílinn við hliðið heima
hjá Ann. Þau höfðu ætlað í öku-
ferð, ef veðrið yrði gott.
— Ég veit um stað, þar sem
ekki er mikið margmenni, sagði
Eric um leið og hann tók við
nestiskörfunni og lét hana í
skottið. — Eigum við að koma
þangað?
Ann varð hugsað til þess, sem
Aina frænka hafði sagt, og leit
óviss á Micke.
— Það er kannski ekki mikið
um börn þar, sem Micke gæti
leikið sér við.
— Honum er áreiðanlega
sama, svona einu sinni. Eða
hvað segir þú um það, Micke?
— Mér er alveg sama, svar-
aói liann. — Eg hef Jústus.
Það var notalegt í sjonum,
dregið hafði úr vindi en samt
voru öldurnar ennþá hæfilega
háar til þess, að sundið var
spennandi. Micke hrópaði af
íögnuði, þegar þau héldu hon-
um á milli sín og létu hann
rugga á öldunum. Hann vissi
ekki hvað vatnshræðsla var, og
fékk aldrei nóg.
Þegar þau höfðu matazt teygðu
þau ur ser i sandinum og sóiuðu
sig, meðan Micke reisti sandhöll
spölkorn frá þeim.
Eftir stundarþögn sagði Eric:
— Eg elska þig svo mikið.
Viltu giftast mér?
Hun svaraði ekki strax. Hún
iagoi aö ser aö taia jain rólega
og hann, þegar hun svaraði:
— Eg eiska þig hka, og þú
veizt það. £n ég er hrædd.
— Hrædd? Við hvað?
— Að ég dugi ekki. Að ég
dugi ekki til þess, sem þú vænt-
ir þér af mér — það sem pú
þarínast.
Hann brosti við henni með
umhyggju í svipnum.
— Hvers heldur þú, að karl-
maður þarfnist, Ann?
— Eyrst og fremst konu, sem
hann getur talað við um mál-
efni, sem honum eru mikilvæg.
Um vinnu sína....
— Hann getur skeggrætt um
vinnuna við starfsfélaga sina.
Heldur þú, að múrari spjalli við
konu sina um sement og vikur-
hehur?
— Ekki gera grin að mér, Er-
ic.
— Vertu þá ekki með neinn
barnaskap. Þú veizt mikið vel,
hvers karlmaður þarfnast. Konu,
sem elskar hann, yl, umhyggju
— það er nú svo einfalt.
— En þú hefur átt svo mikið
meira en það, Eric.
Hún þoldi ekki að horfa á
svipinn á andliti hans, svo hún
reis á fætur og tók að svipast
um eftir Micke.
— Hvar er Micke? hálfhróp
aði hún skelid. —- Hann er horf-
inn!
Hann þaut á fætur, og nokkr-
ar sekúndur stóðu þau kyrr og
hrópuðu. En það fór ekki milli
mála, hann var ekki sjáanlegur.
— Hann getur ekki hafa far-
ið í sjóinn, hann veit, að hann
má ekki fara einn í sjóinn, sagði
hann, en Eric heyrði ekki svar
hennar. Hann var kominn lang-
leiðina ofan að sjó. Hún hljóp
kippkorn á eftir honum, en leit
siðan í áttina að sandkastalan-
um. Þar var sandurinn rakur, og
hent gat, að þar væru spor, sem
sýndu í hvaða átt hann hefði
farið.
Jú, þar voru spor, og lágu ekki
í áttina að sjónum heldur upp
að veginum, þar sem bíllinn
stóð. Hún var grafkyrr nokkrar
SKARTGRIPIR
WU^r^Li^ Li
Modelskartgripur er gjöf sem ekki gleymist.
- SIGMAR QG PÁLMI -
Hverfisgötu 16a. Sími 21355 og
Laugaveg 70. Sími 24910.
v__________________________________/
h. tw. VHvAN 3!)