Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 47
— Lánaðu mér jakkann þinn,
Kenneth!
Þá kom í ljós, að jakkarnir
voru nákvæmlega eins.
☆
Við hverja snertingu
hans...
Framhald af bls. 29.
Honum virtist borgin allt í
einu vera full kunnugra andlita.
Hvernig ætti hann að dylja
hana, hvernig að hindra frek-
ari tilviljanir?
Og þótt hún væri kolgeggjuð,.
og ef hún yrði sett á hæli, hvað
gagnaði honum það ef hún yrði
áður þekkt sem Janine Siebert?
Þá væri hann aftur giftur og
gæti ekki gift sig aftur
Hvernig ætti að útskýra það
fyrir Gaby?
Nei, hugsaði hann, það hlýtur
að vera til önnur leið. Ég verð
að finna aðra leið. Hvað svo sem
það kostar.
Þegar hann sá að ljósið á her-
bergi 5 slokknaði, leit hann á
klukkuna.
Hún var tuttugu mínútur yfir
níu.
Hún er farin að sofa, hugsaði
hann. En honum skjátlaðist.
Þegar hann kom nokkrum mín-
útum síðar inn í barinn á Sans-
souei, sat hún á einum barstóln-
um. Hún hafði krosslagða fætur
og var í sama bláa jerseykjóln-
um.
Hún horfði í átt til hans með
augum, sem virtust horfa á fjar-
lægt takmark. Ekkert bros lék
um andlit hennar. Aðeins hreyf-
ingin, er hún strauk hárlokk frá
enni sér — þá hreyfingu þekkti
hann.
Júrgen varð gripinn örvænt-
ingu. Hann lét frakkann sinn á
fatahengið kinkaði kolli til henn-
ar og settist á barstólinn við hlið
hennar.
Ég mun finna aðra leið, hugs-
aði hann. — Hvað má bjóða yð-
Ur? spurði barþjónninn.
— Stóran whisky,“ svaraði
Jurgen. — Kanadiskan. Til helm-
inga með vatni, takk.
Hann gat ekki alveg séð, hvað
Janine drakk, Gin Fizg, eða eitt-
hvað því líkt. Áður fyrr hugsaði
hann, hefði hún alls ekki farið
ein á hótelbar.
Áður fyrr. Þessum orðum varð
hann að útrýma úr huga sér.
Konan, sem hann hafði verið
giftur, og konan sem sat við hlið
hans, voru aðeins líkar útlits.
hyngd, stærð, augnalitur, handa-
lag, en annars voru þær tvær
'hismunandi mannverur.
Það var kominn tími til að
hann gerði sér það ljóst.
Þegar hún ætlaði að taka upp
hveikjara sinn kveikti hann á
gylta kveikjaranum sínum. Jan-
iha frá fyrri tíma hafði gefið
honum hann í afmælisgjöf. Hin
i^pilcx'lÍHiœki
blöndiumiTcx'ki
nru vörur aílra
\a.\J)|,;víi;a
ln'isi)\-L»oj(‘nda
A. lóhanitsson & Siuiíli h.f.
Ilraiiiai’holii 4
i4. tbi. yixAN 47