Vikan


Vikan - 02.04.1969, Side 11

Vikan - 02.04.1969, Side 11
Roger Moore og staðgcngill hans, Kenncth Norris. Þeir cru mjög áþekkir íljótt á litið, ckki mjög líkir í andliti, cn vöxturinn er sá sami og hreyf- ingarnar. HflNH MIHHUB flFBtKIN FYRIB DYRLINGINN ÞEGAR DÝRLLNGURiNN EKUR Á OFSA- HRAÐA, KLtFRAR UPP SNARBRÖTT FJÖLL EÐA STEKKUR OFAN AF HÚSÞÖKUM, - ÞÁ ER EKKÍ ROGER MOORE ÞAR AÐ VERKI, HELDUR STAÐGENGILL HANS, KENNETH NORRIS... Hinir fjölmörgu aðdáendur Dýr- lingsins hafa eflaust oft setið við sjónvarpstækin sín fullir aðdá- unar á því, hversu djarfur og öruggur bílstjóri hann er, hvað hann er duglegur að klifra í bröttum fjöllum, að ekki sé minnzt á fífldirfsku hans, þegar hann hoppar niður af húsþökum. En það er aUs ekki Roger Moore, sem vinnur ÖU þessi af- reksverk, eins og algengt er í kvikmyndum, heldur annar mað- ur, sem líkist honum á margan hátt. Þessi maður heitir Kenn- eth Norris og er mjög líkur Roger Moore hvað snertir vaxt- arlag og hreyfingar. Þeir eru svo áþekkir fljótt á litið, sérstaklega baksvipurinn, að eitt sinn kom eiginkona Rog- er Moore, ítalska leikkonan Lisa Mattiolli, í kvikmyndaverið, þar sem verið var að taka upp nýj- an þátt um Dýrlinginn, rauk að Kenneth Norris og áttaði sig ekki á því, að hún hafði farið mannavillt, fyrr en hann sneri sér við og brosti. Kenneth Norris er 33 ára gam- all og hefur verið staðgengill Roger Moore í þrjú ár. Þegar hann tók hlutverkið að sér, varð hann að vinna eið að því að koma hvergi fram og láta ekkert á sér bera. Hann mátti ekki eiga viðtöl við blaðamenn og myndir af honum máttu hvergi birtast. Framleiðendur myndanna um DýrUnginn áUtu, að það gæti skaðað áUt og vinsældir Roger Moore, ef það vitnaðist, að hann léti annan mann vinna öll erfið- ustu verkin fyrir sig. „Roger Moore gerir aUt sjálf- ur“ var hvað eftir annað lýst yf- ir á blaðamannafundum. Á með- an var Kenneth vandlega falinn einhvers staðar í bakherbergi! En nú er framleiðslu á Dýr- lingsþáttunum hætt, að minnsta kosti í biU, og Kenneth Norris þarf ekki lengur að fara huldu höfði. — Ég er feginn, að þessu skuli loksins vera lokið, sagði hann í blaðaviðtali nýlega. — Það dug- ir ekki að vera skuggi annars manns til eilifðar.. Ég hef aUtaf ætlað mér að verða leikari sjálf- ur og trúi því, að mér muni tak- ast það. Það var framleiðandi Dýrlingsins, Bob Bauer, sem hitti mig fyrir röskum þremur árum og spurði mig strax, hvort ég vildi gerast staðgengill Rog- er Moore. Ég var alger byrjandi í leik- listinni þegar þetta var og samn- ingurinn sem hann bauð mér tryggði mér góðar tekjur í þrjú ár. Svo ég þáði boðið. Roger Moore varð mjög undr- Framhald á bls. 46. V.. 14. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.