Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 4

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 4
BLESSUÐ PÓLITÍKIN Herra ritstjóri! Vikan mun vera ópóli- tískt blað, en grípur þó oft á pólitískum vandamálum í þættinum „í fullri al- vöru“. Að sjálfsögðu er ekkert nema gott um það að segja, en þó verður að vænta þess að í slíkum greinum fari blaðið rétt með staðreyndir og reyni að draga réttar ályktanir í þeim málum, sem blaðið æskir að fella úrskurð í. í þættinum „í fullri al- vöru“ þann 13 marz sl. er fjallað um að viðreisnin hafi brugðizt. Síðan segir: „En það er ekki einu sinni hægt að halla sér að stjórnarandstöðunni í von um að hún geri betur. Það eitt virðist vaka fyrir st j órnarandstöðuf lokkun- um að steypa stjórninni til þess að komast sjálfir í stólana, án þess að sýna á nokkurn hátt, að þeir eigi þangað meira erindi. Kæmust þeir þangað, tækju þeir þegar í stað upp meginbaráttu allra stjórna hingað til: Að halda í stólana hvað sem það kostar“. Svo mörg eru þau orð. Mig langar til að spyrja yður hvaða ríkisstjórnir á undan „viðreisnarstjórn- inni“ hefur haft það að „meginbaráttu (allra stjórna hingað til!) að halda í stólana hvað sem það kostar"? Mér er ekki kunnugt um þær ríkis- stjórnir. Fram til þessa hafa ríkisstjórnir yfirleitt þótt sitja fremur of stutt en of lengi. Hermann Jón- asson hefur stundum feng- ið ámæli fyrir að segja af sér árið 1958, en það gerði hann strax og hann taldi að ekki væri samstaða í ríkisstjórninni um að koma fram þeim málum, sem þjóðfélaginu væri nauð- synleg. Hermann Jónasson gæti sjálfsagt setið að völdum enn þann dag í dag, ef hann hefði haft það að markmiði að halda í stólana hvað sem það kost- aði. Þessi dómur yðar um stjórnarandstöðuna í heild hefur því við engin rök að styðjast. í framhaldi af þessu seg- ið þér: „Einn þeirra járn- karla, sem stjórnarand- staðan notar í bolabaráttu sinni, er „verkalýðurinn" m.ö.o. launþegahópurinn í ASÍ“. Leyfist mér að benda yður á að ennþá hefur ekki orðið nema eitt verkfall, sem bein afleiðing að síð- ustu ráðstöfunum ríkis- stjórnarinnar í efnahags- málum, en það er sjó- mannaverkfallið, sem stóð í rúman mánuð. Forystu- menn þeirra sjómannasam- taka, sem að verkfallinu stóðu voru stjórnarsinn- arnir Jón Sigurðsson og Guðmundur H. Oddsson. Ekki ætla ég að álasa þeim góðu mönnum fyrir hlut- deild þeirra í sjómanna- verkfallinu, en svo mikið er víst að ekki verður þeim ætlað að standa fyrir bola- baráttu stjórnarandstöð- unnar gegn ríkisstjórninni. Þessi aðdróttun yðar a(ð stjórnarandstöðunni er því vægast sagt smekklaus. Þér berið það ó borð fyr- ir lesendur yðar að „fokið sé í flest skjól“ vegna þess að stjóynarandstaðan hafi brugðizt. Rök yðar fyrir því eru svo villandi og haldlaus, eins og rakið hefur verið hér að ofan, að mér finnst að þér verðið sóma blaðs yðar vegna að gera bragarbót, annað hvort með því að birta þetta bréf, eða gera leið- réttingu sjálfur. Reykjavík, 16.3. 1969 Árni Bendiksson. Ekki átti ég þess von, að allir yrffu mér sammála, er ég skrifaffi umrædda grein. En þetta er fyrsta skamm- arllréfiff, sem mér berst, stjórnarsinnar hafa þegar skammaff mig munnlega. Ég þykist bvorki þurfa aff gera bragarbót effa leiff- réttingu, þótt affrir séu annarar skoffunar en ég. Hins ve.gar er þetta ákjós- anlegt tækifæri fyrir mig til að ítreka nokkuff hvert álit ég lief á þessum mál- um. Aff mínu viti geta stjórnir stefnt málum sín-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.