Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 32

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 32
EÁRÞORRKA HEIMILANNA TIIiVALIN TÆKIFÆRISGJÖF EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. HF., REYKJAVÍK Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Ekkert fæst nema leggja eitthvað í sölurnar. Þú þarft að taka örlagaríka ákvörðun. Heppni þín leyf- ir nokkra bjartsýni. Þú getur unnið störf þín að miklu leyti hjálparlaust. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Tillaga frá viðskiptavini setur þig í nokkurn vanda. Mikils er um vert að þú kunnir þér hóf og látir ekki óvænt atvik koma þér úr jafnvægi. Stundvísi er erkióvinur þinn. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ert mjög traustur í sessi og getur leyft þér ýmis- legt sem aðrir geta ekki. Af óvæntum ástæðum missirðu af mannfagnaði er þú ætlar þér eindregið að sækja. Ráða verður leitað hjá þér. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlf): Ef þú bregður fljótt við, muntu afla þér nokkurs fjár. Þú getur vænzt hagstæðrar útkomu í mikil- vægu máli. Mikils er um vert að þú gætir heils- unnar vel og sóir ekki þreki þínu. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Þolinmæði reynist mjög áríðandi. Trúðu ekki mörg- um fyrir áætlunum þínum, það veikir stöðu þína. Þú stendur í vafasömum viðskiptum. í nágrenni þitt bætist persóna sem þér er mikill fengur í. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Þú færð loks tækifæri til að bæta fjárhaginn, en hætt er við að þér þyki of miklu til kostað. Áætl- anir þínar mæta mikilli andstöðu, svo þú ættir að láta af þeim að sinni. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Mistök á vinnustað gætu haft afdrifaríkar afleið- ingar. Vinur þinn er hafður fyrir rangri sök og ætt- irðu ekki að hlusta þegjandi á. Þú átt fáar hvíldar- stundir, en notaðu þær vel. & Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Hugur þinn snýst mikið um mál, sem þér er afar mikilsvert. Á einn eða annan hátt mun stutt ferða- lag færa þig nær settu marki. Kvöldin verða róleg, nema föstudagskvöldið, þá færðu óboðinn gest. Bogamarmsmerkið (23. nóv. — 21. desember): Farðu gætilega í sakirnar, áætlanir þínar standast ekki nema að litlu levti. Gættu þess að skilja ekki við þig hluti sem þér er annt um. Óvæntar tafir á ferðalagi verða til góðs. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Annríki vikunnar verður í hápunkti á fimmtudag. Þú átt skemmtilegt stefnumót á veitingastofu. Gættu þess að láta fjölskylduna ekki misskilja þig, vilj- andi, Heillatala er fjórir. —~ ! — -^.1— r Qé Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Þér verður lítið úr verki fyrir sjálfan þig, má þar að nokkru kenna sjálfsvanmati um. Þú undirbýrð umfangsmikla skemmtun í samráði við félaga þína. Umferðarerfiðleikar tefja þig. FiskamerkiB (20. febrúar — 20. marz); Breytingar í umhverfi þínu er vel þess virði að þeim sé gaumur gefinn. Þú færð góða gesti sem dvelja lengi með þér. Eldri maður léttir af þér þungri byrði. Þú eignast nýjan félaga. ! 32 VIKAN 14. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.