Vikan


Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 16

Vikan - 02.04.1969, Blaðsíða 16
Margir virðast þeirrar skoð- unar, að með Pillunni sé fundin upp sú getnaðarvörn, sem ekki verði fram úr komizt. Þar sé komin vörn, sem sé 100% ör- ugg, snyrtileg, og hliðarverkan- ir engar, eða í svo litlum mæli, að varla taki því að minnast á þær. Rétt mun það, að pillan er í sjálfu sér 100% örugg, en ör- yggi hennar sem getnaðarvarn- ar er ekki slíkt. Það byggist á því, að konan getur gleymt að taka pilluna, sjúkdómar í maga (kveisa, uppköst) geta eyðilagt áhrif einnar pillu eða komið henni burtu úr líkamanum áð- ur en hún nær að verka, og er þá ekki að sökum að spyrja. Einnig eru þess dæmi, að ungl- ingsstúlkur á gelgjuskeiði hafi rænt pillum móður sinnar og látið útlitslíkar töflur í staðinn, en með allt öðrum verkunum, svo sem sakkarín. Enn er unnið að fullkomnun pillu, sem ekki þarf að taka nema einu sinni í mánuði, og því aðeins, að eðlilegar mánað- arblæðingar geri ekki vart við sig á réttum tíma. Þessi pilla hefur ekki verið sett á markað- inn enn. Á sviði lyfjasölu ríkir nú meiri varfærni en áður, eft- ir hið ógurlega Thalidomydmál, sem illfrægt er orðið. Ýmsir sál- fræðingar telja þó, að sú pilla muni ekki ná tilgangi sínum nema í sambandi við kynmök utan hjónabands, því mörg hjón muni ekki tíma að beita þeirri pillu, er þau grunar að frjóvg- un hafi átt sér stað, heldur taki þann kostinn að bíða fram í fyllingu tímans. En eitt er öllum verjum, að einni undanskilinni, sameigin- legt: Það er konan, sem ber ábyrgðina. Þessi eina verja, sem karlmönnum er ætluð, þykir að vísu tiltölulega örugg, en jafn- framt er hún hvimleið í með- förum og lítið snyrtileg. Þess hefur því verið beðið með óþreyju, að fram kæmi eitthvað nýtt í þessum málum — eitt- hvað, sem karlmaðurinn gæti notað án óþægilegra hliðarverk- ana, andlegra eða líkamlegra. Fundin hefur að vísu verið pilla handa karlmönnum, sem sýndi við rannsóknir á rannsókn- arstofum 100% öryggi, en þær tilraunir og rannsóknir voru gerðar við ríkisfangelsi eitt í Bandaríkjunum, þar sem fang- arnir höfðu hvorki aðgang að kvenfólki né öðrum lystisemd- um. Þegar hins vegar tilraunir voru gerðar á frjálsum mönn- um, kom alvarlegur galli í ljós: Þeir máttu ekki neyta áfengis í neinni mynd, ekki einu sinni í mat, þá urðu þeir fárveikir. Því var sú pilla sett úr leik. En nú hafa bandarískir vís- indamenn fundið nýja lausn á þessum vanda. Það hefur lengi verið talið, að allt líf og hreyf- ing I líkamanum stafaði af raf- orku, og það var á því sviði, sem ungur rafeðlisfræðingur, Sig- fried Weeklee að nafni, hóf til- raunir sínar. Hann reyndi með rafmagnsstraumi að gera sæðis- frumur karlmannsins máttvana eða granda þeim alveg, annað hvort áður en þær yfirgæfu lík- ama karlmannsins eða þegar eftir, sem sagt áður en þær næðu að frjóvga egg konunnar, eða, 16 VIKAN 14 tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.