Vikan


Vikan - 02.04.1969, Síða 40

Vikan - 02.04.1969, Síða 40
mínútur, því henni lá allt í einu í augum uppi, hvað gerzt hafði. Drengurinn hlaut að hafa heyrt til föður síns: — Ég elska þig svo mikið — viltu giftast mér? Heimurinn hlaut að hafa hrun- ið kringum hann, það var jafn víst og að öldurnar myndu fella sandhöllina hans og afmá hana af jörðinni. Aina frænka hafði rétt fyrir sér, enginn gat nokkru sinni komið í staðinn fyrir móð- ur hans. Hún hikaði við og litaðist um eftir Erie. En það steðjaði eng- in hætta að honum, syni hans var meiri vandi á höndum. Hún rakti sporin hægt upp eftir sandinum. Hún ætlaði að reyna að finna drenginn og segja það við hann, sem varð að segj- ast. Og þegar hún hefði sagt það, hefði hún glatað öllu. Því ekkert yrði aftur jafnt, þegar vonin um framtíð með Eric og Micke væri brostin. . . . Hún fann hann ekki við bíl- inn, en þegar hún kallaði, heyrði hún hann svara innan úr runna ekki langt undan. — Ég er hér, Ann, hérna i runnanum. Hann lá á grúfu í grasinu og horfði alvarlegur á hana, þegar hún kom. — Halló, sagði hann. — Halló sjálfur, sagði hún og settist hjá honum. — Hvað ert þú að gera? Hann horfði lengi á hana, eins og hann hefði aldrei séð hana áður, eða langaði að festa sér hvern andlitsdrátt hennar í minni. Svo sagði hann: — Ég heyrði hvað pabbi sagði — já, þú veizt, hvað hann sagði. Svo ég fór með Jústus hingað. — Hvers vegna gerðir þú það? —- Til að kveðja hann, auð- vitað, svaraði hann með óþolin- mæði. — Kveðja hann? — Já, því nú verður þú mamma mín og þá þarf ég hann ekki lengur. Hann brosti og rétti henni hendina. — Jústus er ekk- ert reiður, hann er bara feginn. Það leið nokkur stund, þar til hún skildi, raunverulega skildi, hvað hann hafði sagt. Viltu í alvöru, að ég verði mamma þín, Micke? Hann kinkaði kolli, hátíðleg- ur í bragði. — Já. — Ég hélt ekki, að þú vildir það. - - Af því, að ég átti Jústus? Já, meðal annars. En ég hef átt hann svo lengi. Þó hann héti ekkert þá. Mamma sagði, að hann væri ekki til. Hann mátti ekki heita neitt fyrir henni. En ég átti hann samt. Pabbi sagði, að það gerði ekkert til. Mamma — hún bara hundsaði hann. Hún hundsaði alla. Þarna kom þetta orð aftur. Hundsa. Hún minntist þess, sem 40 VTKAN 14 tbl ferðatæki yðar í lagi? Verið örugg — Rauðu Hellesens rafhlöðurnar svíkja ekki Transistor—Rafhlöður Raftækjadeild Hafnarstræti 23 Sími 18395 Micke sagði henni í eldhúsinu einu sinni: Hann segir þetta oft. Ekki lengur, samt. .. . — Veiztu hvað? hélt hann áfram. — Mamma hlustaði aldr- ei á neitt, sem ég sagði. Þegar ég sá vörubílinn koma, hrópaði ég á hana, en hún hlustaði ekki á það. Hún hlustaði aldrei á pabba heldur. Allt í einu skreið hann upp á fjóra fætur: — Má ég sitja á hnénu á þér? — En við verðum . . . byrjaði Ann, en svo tók hún sig á. Við verðum að fara og leita að pabba þínum, ætlaði hún að segja, en þetta var mikilvægara. Eric myndi örugglega líka hugsa á þann veg. — Við verðum að láta okkur þykja mikið vænt hvoru um annað, sagði hún þýðlega og breiddi út faðminn, og hvernig hann hjúfraði sig upp að henni sannfærði hana um, að allt hjal Ainu gömlu frænku var mark- laust. Jafnvel þótt það sýndist slétt og fellt, var það gersamlega rangt. Karlmaður þarfnast konu, sem elskar hann, svo hafði hann sjálfur sagt. Yl, umhyggju. Það hafði hann farið á mis við í fyrra hjónabandi sínu. En hún yrði samt fyrsta konan hans, jafnvel þótt hann hefði verið kvæntur áður... . — Micke minn litli, hvíslaði hún og hallaði kinninni að kolli drengsins. Hjarta hennar ætlaði að springa af hamingju. — Einmitt, svo þarna eruð þið! heyrðu þau Eric hrópa, og hún sá gleðina í .andliti hans, þegar hann tók til fótanna í átt- ina til þeirra. — Já, hér erum við, svaraði hún, og í næstu andrá var hann kominn til þeirra, kippti þeim á fætur og þrýsti þeim báðum að sér. ☆ Hann Geir er of lítill... Framhald af bls. 26. segir hann og hlær við. „Við köstuðum grjóti úti í hrauni, og fengum með því þetta eina rétta kastlag, rétta hreyfingu hand- leggjanna og réttu skrokkstell- inguna. Nú, og það varð mér strax mikið keppiefli að geta kastað steinvölu yfir lækinn.“ Það er reyndar engin smá- vegalengd fyrir lítinn dreng að kasta yfir lækinn, yfir á götuna hinum megin, — þetta eru lík- lega meira en 70 metrar. Það er nú ekki heldur ráðlegt uppá- tæki að kasta grjóti inni í miðj- um bænum. Þetta gerðu strák- arnir samt, og einn góðan veður- dag heppnaðist Geir þetta, allt lagðist á eitt um að gera þetta kast vel heppnað, steinvalan þaut gegnum loftið og loks hinum megin, — í rúðu bíls, sem kom akandi í grandaleysi. Rúðan fór í þúsund mola, bílstjórinn sté út og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en Geir stóð í fjarlægð og varð ekki séður. Hann slapp með skrekkinn, — en kastaði aldrei yfir lækinn framar. GÓÐUR FULLTRÚI ÍÞRÓTTAMANNA Geir er sérlega heppilegur fulltrúi íþróttamanna, hann er einmitt sú mynd, sem menn vilja hafa af íþróttaæskunni. Hann er myndarlegur maður, velgefinn, reglusamur og skapgóður. Á íþróttavellinum getur skapið hitnað, það er eðlilegt og sjálf- sagt, en skap hans er uppbyggj- andi, en það er kallað keppnis- skap og nauðsynlegt hverjum þeim, sem vill ná langt í íþrótt- um. Geir stundar vinnu sína af kostgæfni, og vinnur langan starfsdag. Hann notar tímann af kostgæfni, skipuleggur starf sitt vel, hvort heldur það er að kenna börnunum í skólanum eða að æfa sig í íþrótt sinni. Hann æfir sig hvenær, sem hann hef- ur minnsta frían tíma. Það er oft talað um mun áhugamennsku og atvinnumennsku. Atvinnu- maðurinn hefur tíma til að þjálfa sig eins og hann vill, — áhuga- maðurinn verður að nýta tíma sinn til fullnustu, ætli hann að standa sig í samkeppninni. BREYTTIR TÍMAR Það eru breyttir tímar í þjóð- lífinu frá því Hallsteinn Hinriks- son var að brjóta „handknatt- leiksísinn". Þá ferðaðist hann á reiðhjóli, eða í mesta lagi stræt- isvagni. Nú standa tveir ágætir bílar fyrir utan hús Hallsteins, bræðurnir eiga þessa bíla, Örn á Volkswagen, en Geir ekur Saab. Ekki veitir heldur af. Æf- ingarnar eru stundaðar af kappi og fyrir Hafnfirðinga er langt að sækja æfingar. Hafnfirðingar BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SÍMI 23349

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.