Vikan


Vikan - 08.05.1969, Síða 2

Vikan - 08.05.1969, Síða 2
 íííííí? Colgate fluor gerir tennumar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkír Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er haett við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. Blöðin og heiðarleikinn „Það blað, sem ekki flytur heiðarlegar frásagnir um and- stæðing sinn, hlýtur að deyja.“ Þetta sagði Thorkild Beh- rens, aðalkennari hins kunna blaðamannaskóla Danmerkur í Arósum, er hann kom hing- að fyrsta sinni hér á dögun- um til að flytja fyrirlestra á námskeiði Blaðamannafélags íslands. Og Behrens sagði fleira. Hann fullyrti, að óheið- arlegur fréttaflutningur hefði drepið fjölda blaða í smábæj- um Danmerkur. Sem dæmi um góðan fréttaflutning nefndi hann hins vegar íhalds- blað í Árósum, sem hefði hlot- ið slíka útbreiðslu, að það kom inn á 8 af hverjum 10 heimil- um bæjarins. Blaðastjórnin gerði sér grein fyrir, að slík útbreiðsla setti blaðinu ákveðnar skyldur á herðar. Fyrir síðustu kosningar var þess vegna 50% af pólitískum fréttaflutningi blaðsins varið til þess að útskýra sjónarmið andstæðinganna. Ummæli Thorkild Behrens mættu verða aðstandendum íslenzkra dagblaða nokkurt umhugsunarefni. Það er al- kunna, að fréttaflutningi þeirra er mjög ábótavant, sér- staklega þegar stjórnmálin eru annars vegar. Að vísu hafa stjórnmálaskrif heldur skánað á seinni árum, en enn þá fer því fjarri, að hægt sé að kalla þau heiðarleg. Ungt fólk er miklu frjáls- lyndara og sveigjanlegra í skoðanamyndun en áður var. Það lætur ekki mata sig á skoðunum. Nútímamaðurinn gerir kröfu til að fá sjálfur að dæma um, hvað sé rétt og hvað rangt. Hlutverk blaðanna er fyrst og fremst að afla honum nauðsynlegra og hlutlausra upplýsinga. Þau blöð, sem ekki gegna skyldu sinni í þessum efnum, kynnu að bíða sömu örlög og blöðin í dönsku smá- bæjunum. G.Gr.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.