Vikan - 08.05.1969, Side 7
NÍ ER ÞAD SVART. MABUR
Vitið þið, hve mikla málningu
þið hafið yfir höfðinu, þegar þið
fljúgið með Rolls Royce frá Loft-
leiðum? Þið megið geta þrisvar.
Nei, það var ekki rétt, hið rétta
er eitt tonn. Myndin var tekin,
þegar Bjarni Herjólfsson fékk
síðast hvítt klapp á kollinn, það
BARNHELD MEBALAGLO^
Ný brezk uppfinning er þessi að-
ferð til að ganga þannig frá loki
á pilluglösum og öðrum meðala-
flöskum, að börn á óvitaaldri
geti ekki opnað ílátin og farið
sér að voða með innihaldinu.
Tennur efst á ílátinu eiga sér
hliðstæðu innan í lokinu svo því
verður ekki hnikað, nema þrýst
sé ofan á það um leið, og eru
litlar líkur til þess taldar, að
börn hafi lag á því.
Treanor sá, sem þessa uppfinn-
ingu gerði, beitti heldur illmann-
legri aðferð til að prófa og sanna
raungildi þessa handverks síns.
Hann lét sælgæti í nokkur glös,
sem lokað var á þennan hátt, og
gaf hópi barna undir sex ára
aldri. Árangurinn varð mikið
erfiði og töluvert af tárum — en
ekkert sælgætisát. •—• Uppfinn-
ingin hefur nú verið skráð á
einkaleyfi í 17 löndum og er
framleiðsla í Bretlandi og Banda-
ríkjunum að hefjast.
var úti á Miami og kostaði jarð-
arverð, meira að segja með áhöfn
og nokkrum vélum. En vei þeim
innfæddum ameríkana, sem hefði
vogað sér að gefa hinum rétta
Bjarna Herjólfssyni svoddan
gusu... .
☆
-"N
• Þegar Jón fór til Indía, nagaði heimþráin hann fyrst en síðan
tígrisdýr.
• Víst voru sumrin fegurri hér áður fyrr. Éq líka.
9 Nú, ef maður ekki les annarra manna bréf, ve:t maður ekki
hvað stendur í þeim!
9 Auðvitað valdi ég minnsta transistorinn. Það er útilokað, að
nokkrar stórvægilegar bilanir verði á svona litlu apparati.
9 Ef maður fengi nú allt í einu útborgaðar allar þær krónur,, sem
maður hefur borgað í opinber gjöld um dagana. ja, hvílík ofsaleg
giöld fengi maður þá!
• Þeir halda áfram að skrifa tékkana í Prag.
© Ég get nú ekki sagt, að franskan mín sé fullkomin, en hún gæti
dugað mér til þess að lagleg frönsk hnáta ræki mér utan undir.
• Einvígi í dögun þýðir byssur fyrir tvo oq morgunmat fyrir einn.
TILÞRIF í KLUKKUMALUM
Della í klukkumálum hefur ný-
lega gengið yfir Bretland. Ungt
fólk hefur keppzt um að vera
með sem sérstökust og hlemmi-
legust armbandsúr. Framleiðend-
ur hafa gripið við hart og fram-
leitt stálleguúr ótrúlega ódýr
með alls konar framhliðum, en
verðið er ekki hærra en svo, að
fólkið hefur efni á að eiga vel
til skiptanna. Og þó hafa úrin
að sögn reynzt allbærilegir tíma-
verðir. Hér er mynd af einum
svoriá úrhlemmi.
i9. tbi. VIKAN 7