Vikan - 08.05.1969, Page 12
SMÁSAGA EFTIR
UQ
I
Bandaríska skáldið Edgar Allan Poe skrifaði
eitt sinn, að í Ameríku væru fátæklingar
fyrirlitnir meir en á nokkrum öðrum stað á
hnettinum. Þessa fullyrðu sína byggði hann
á eigin reynslu. Hann var óhamingjusamur
alla ævi og líf hans einkenndist af fátækt og
harðneskju. Poe var fæddur í Boston 19.
janúar 1809. Ungur missti hann báða foreldra
sína og ólst síðan upp hjá kaupmanni í Rich-
mond í Virginíu, John Allen og fjölskyldu
hans. Hann stundaði eitt ár nám við háskól-
ann i Virginíu, en hneygðist til drykkjuskap-
ar og spilamennsku. Hann lenti í orðasennu
við fósturföður sinn út af þessu og ýmsu
öðru, og endirinn varð sá, að Poe fór frá
Richmond peningalaus og allslaus, og naut
ekki upp frá því neins stuðnings frá fóstur-
föður sínum, sem var vellauðugur maður. —
Hann fór til Boston og fékk þar útgefna
fyrstu ljóðabók sína, Tamerlane and other
Poems. Sú bók er nú einhver dýrmætasti
safngripur, sem um getur í Bandaríkjunum.
Hvorki þessi fyrsta ljóðabók hans, né tvær
aðrar, sem hann gaf út nokkru síðar, vöktu
neina verulega athygli.
Næst var Poe tekinn í herinn, en fékk því
til leiðar komið, að hann yrði rekinn úr hon-
um. Um tíma bjó hann í Baltimore hjá
frænku sinni og dóttur hennar, Virginíu, sem
síðar varð konan hans. Um þetta leyti skrif-
aði hann smásögur, sem nutu vinsælda, og
1835 sneri hann aftur til Richmond og gerð-
ist aðstoðarritstjóri við bókmenntatímaritið
Messenger. Tveimur árum síðar fluttist hann
til Philadelphiu og vegur hans sem smá-
sagnahöfundar fór sívaxandi. Með sögum
sínum lagði hann grundvöllinn að gerð svo-
nefndra hryllingssagna, sem síðan hafa
blómstrað um allan heim.
V___________________________________________)
12 VIKAN 19 tbl-