Vikan


Vikan - 08.05.1969, Qupperneq 17

Vikan - 08.05.1969, Qupperneq 17
© Times Newspapers Ltd. 1968. Blaðaréttur á íslandi á bókinni LIVING WITH THE PILL, frá Sunday Times Magazine. Útgefandi: Times Newspaper Ltd., London. Hve fljótt eftir fæðingu get ég aftur tekið að nota Pilluna? Aðrar getnaðarvarnir ætti að nota, þar til tíðir hafa aftur hafizt. Ef hafa á barnið á brjósti, ætti ekki að taka Pilluna fyrr en eftir að farið er að venja barnið af, því östrogenið dregur úr mjólkurframleiðslunni. En barnið bíður ekkert tjón af Pillutökunni. Verða sumar konur óvenjulega frjósamar, er þær hætta að taka Pilluna? Nei. Pillan eykur ekki heldur Kkur til fleirburafæðingar. KYNLÍFIÐ OG PILLAN, eftir dr. Hilary Hill. Verð ég fúsari til ásta af Pillunni, eða á ég á hættu að verða kynköld? Konur, sem hafa beyg af ótímabærri þungun, eru oft þakklátar fyrir ör- yggi Pillunnar og eiga þá auðveldara með að njóta kynlífsins. En þungunaróttinn er ekki hið eina, sem til álita kemur, þegar annars vegar er kynfýsi kvenna. Svo margir þættir standa að kynlffsnautn kon- unnar, að erfitt er að dæma um orsökina, ef konan er treg til ásta. Þá er handhægt að skella skuldinni á áþreifanlegan hlut eins og Pilluna. En augljóst má vera, að sé' tregða konunnar einfaldlega af því, að þeim hjónunum semur ekki, eru litlar líkur til að Pillan sé varanleg bót f kyn- lífinu. Flestar konur verða kynfúsari með Pillunni. Þó hefur aðeins borið á vaxandi kynáhugaleysi hjá þeim, sem mjög lengi hafa tekið Pilluna. Þar kann vel að vera, að fram komi einmitt neikvæð áhrif þess, hve örugg Pillan er. Bæði karlar og konur líta á kynmök sem ævintýri með nokkurri áhættu, fögnuður yfir þessu ævintýri getur þorrið nokkuð er öll áhætta er fjarlægð. Það er ótrúlegt, hve margir vilja leika rússneska rúllettu í bólinu. Hvaða sálfræðileg áhrif getur taka Pillunnar haft á stúlku, sem stendur í tímabundnu ástar- sambandi? Getur áframhaldandi taka Pillunn- ar, eftir að því sambandi lýkur, leitt til laus- lætis? Þeir, sem starfa með og þekkja ungt fólk vita, að lauslæti er afstaða hug- arfars til kynmaka og í engu sambandi við útvegun eða öryggi getnaðar- varna. Staðreyndin er, að margt ungt fólk — einkum mjög ungt fólk — hefur haft kynmök um nokkurt skeið áður en það leitar ráða um getnaðar- varnir. Má telja það þroskamerki, þegar stúlkan sýnir ábyrgðartilfinningu gagnvart ástarsambandinu og gerir sér Ijóst, að með notkun getnaðarvarna, einkum Pillunnar, sem er öruggust, takmarkar hún áhrif sambandsins við tvær manneskjur og hættir ekki á þau langdregnu vandkvæði, sem ótíma- bært barn getur fært stúlkunni sjálfri, föðurnum, barninu, og kannske aðstandendum þeirra beggja. Það kemur ekki í veg fyrir slík sambönd að neita ungu fólki um verjur, því hartnær allar ungar stúlkur, sem æskja hjálpar, standa í stöðugu kyn- lífssambandi. Pillan orsakar ekki sambandið, en stuðlar að því að draga úr vandræðum, sem af því geta hlotizt. Varasamt er að spá nokkru um hvað gerist, þegar sambandinu lýkur. Það er komið undir lunderni stúlkunnar og tilfinningaþroska. En sumar stúlkur líta á ástarsambönd sem áfanga á leiðinni til fullorðinsaldurs. Sum- ar hafa meira að segja skilað aftur ónotuðum Pillum, þegar sambandinu er lokið. * '{ W' Eru nokkur takmörk fyrir því, hve snemma má byria að taka Pilluna? Líkamlega séð er engin ástæða til að stúlkan taki Pilluna áður en hún er farin að hafa á klæðum, því fyrr á egglos sér ekki stað. Raunar hefst ekki egglos í sumum stúlkum fyrr en þær hafa haft tíðir um nokkurt skeið. En þegar tíðir eru orðnar reglubundnar er engin líkamleq ástæða til að taka ekki Pilluna. Hún dregur ekki úr eðlilegum líkamsvexti né hindrar eðlilegan kynþroska. (Astæða er til að leggja áherzlu á orðin „líksamleg ástæða", því hér er ekki rætt um andlegu eða siðferðilegu hliðina). Eru aukaverkanir Pillunnar sjaldgæfari í ungum sti'ilkum pn plrlri konum7 Þær eldri kvarta oftar, en ef til vill er ekki allt sem sýnist. Þær sem eldri eru, hafa að líkindum gert sér Ijósari grein fvrir möguleikum oa afleið- ingum aukaverkana, og eru þv! meira á verði fvrir minnstu einkennum. Ennfremur kann þar til að koma. að mörgum ungum konum kæmi ótíma- bær þungun mjög illa, svo þær láta ofurlitlar aukaverkanir ekki á sia fá, þegar annars veaar er öruggasta getnaðarvörnin sem til er — og það er óumdeilanlega Pillan. Enn má til telja, að nýgiftar konur hugsa sér að nota Pilluna um tiltöluleaa skamman tíma. inna fárra ára stendur til að fjölga f fjölskyldunni. Allt annað er viðhorf hálffertugrar konu, sem hefur notkun Pillunnar, ef til vill 3—4 barna móðir. Henni qetur miklast í augum væntanlegur árafjöldi Pillutökunnar, og vantreyti hún Pillunni á einhvern hátt, getur undirvitundarótti hennar fengið útrás í aukaverkunum. Til hvaða aldurs ætti kona að halda áfram að taka Pilluna. og hvernig veit hún, hvenær óhætt pr aS hætta? Meðan konan tekur Pilluna hefur hún tíðir. Það gæti staðið svo árum skifti, og hvorki hún né læknir hennar vitað, hvenær hún er úr barneign. En þar sem margir halda, að konunni sé sérstaklega hætt við þungun ári eða svo áður en hún fer úr barneign, (þótt engin raunveruleg sönnun bendi til þess), er mjög til athugunar að taka Pilluna frá fertugu fram til fimmtugs. Það er örugglega engin sérstök áhætta af því að taka Pilluna á þessum aldri né síðar, bótt ástæðulaust sé að gera það þegar egglos verður ekki framar. Eina leiðin til að komast að hinu rétta er að hætta að taka Pilluna og nota aðra getnaðarvörn. Ef eðlileg blæðing hefur ekki átt sér stað innan 19. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.