Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 18

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 18
skynsamlegs tíma, segjum 3—6 mánaða, er óhætt að láta af öllum getn- aðarvörnum. Er það rétt, að neyzla Pillunnar geri miðaldra konur unglegri? Þessi hugmynd byggist á því, að smáir skammtar af östrogeni draga úr óþægindum tíðabrigðanna og auka þeim konum vellíðan, sem þjást af hitakófum og nætursvita, af minnisleysi og einbeitingarleysi, og þverrandi sjálfstrausti. Þessi einkenni læknar östrogen oft og ætti hiklaust að gefa það, — þrjár vikur í senn með þriggja vikna hvíld. Tíðabrigðaeinkennin geta staðið árum saman, og komið aftur hvenær sem hlé verður á þessari meðhöndlun, svo það er ekki óalgengt, að hormónameðferð þessi standi alllengi. Þá er tiltölulega stutt yfir f spurninguna: Hvers vegna að hafa nokkur tíðabrigði? Móti þvf mætti sporna með því að gefa östrogen, eða Pilluna, frá því skömmu áður en tíðabrigði eru væntanleg og það sem eftir er ævinnar. Þótt ekki verði séður neinn skaði af þvf, eru kostirnir þó Ifk- lega nokkuð ýktir. Sagt er, að það geri brjóstin þétt og þrýstin, það komi f veg fyrir rýrnun og þurrk f ytri kynfærum, sem svo iðulega gera sam- farir sársaukafullar (að minnsta kosti nokkuð, sem forðast beri), og að konan sýnist yngri en hún raunverulega er. í stuttu máli er þetta fyrirheit um eilffa æsku. Sá grunur kann að læðast að manni, að lofað sé upp í ermina. £g hef heyrt. að kona geti tekið Pilluna alla ævi, hætt því sextug og þá orðið þunguð. Er það rétt, að bannip sé hægt að fresta tíðabrigðunum? Nei. PILLAN OG FRAMFARIRNAR, eftir dr. Peter Bishop. Hverra nviunga er að vænta í Pillumálum á næstunni? Eftirtektarverðasta nýungin er sú uppgötvun, að ekki er nauðsynlegt að hindra egglos til að hindra getnað, heldur er hæat að hafa áhrif á eðli þess vökva, sem kirtlarnir í vefum leghálsins framleiða — leghálsslímið, svo sæðið komist ekki inn í legholið. Þessum árangri er hægt að ná með mjög veikum skammti af progestoqeni daglega, án hvílda. Það kemur ekki í veg fyrir tíðablæðinqar, þótt tíðablið geti orðið 25—35 daqar. Skýrslur um nytsemi þessarar aðferðar gefa mjög góðar vonir. Hér þarf ekkert að muna eða reikna, aðeins taka eina pillu á daa, stöðugt, og áhrif þessarar Pillu kveða niður öll aagnrök móti notkun Pillunnar nema þau óbilgjörn- ustu og ósanngjörnustu. Hún kemur fyllilega í veg fvrir notkun östrogens, sem sumir, þó án réttlátra sönnunargagna, telja að aeti valdið krabba- meini. Það grípur ekki fram í fvrir háttbundnu starfi heiladingulsins eða eggjastokkahormónanna. Það verkar einungis á leghálsslímið svo sæðið kemst ekki í gegn um það, en þanniq er það einmitt frá náttúrunnar hendi minnst helminginn en líklega tvo þriðjuhluta eðlilegs tíðabils. Fr ■.Morpuninn-oftir Pilla" hifp.sanlof?? Til að hindra getnað eftir samfarir, þar að taka tiltölulega sterkan skammt af östrogeni 4—6 daga þegar eftir samfarir, sem eiga sér stað líklegum egglostíma. Það hindrar frjóvgað egg í að setjast að í leginu, annað hvort af því að það skemmist eða fer svo hratt til legsins að legið er ekki reiðu- búið að veita því móttöku. Við þetta er marqt að athuga, ekki sízt sið- fræðilega — því hvenær verður egg og sæði tilvonandi mannvera? Er það sem þó mestu máli skiftir er, að bregðist þessi aðferð, og skaddað eða lamað frjóvgað egg nær að festa sig í leginu, má búast við afbrigðilegu barni. Þessi aðferð verður því að teljast hættuleg. Fr langtíma PotnaSarvörn mögulog? Nú hefur, um alllangt skeið, verið möguleqt að brevta starfsemi eggja- stokkahormónanna með hormónagjöf í hylkjum undir húð, eða mánaðar- legum sprautum. En nú til dags er aðeins ein aðferð, önnur en taka venju- legu Pillunnar, sem verðskuldar verulega athygli — er örugg og skyn- samleg —og það er progestogenpillan, sem áður er frá sagt. Fr til Pilla handa körlum? Hún er til, þótt frambærileg forskrift sé í nokkrum fjarska. Mörg efni verka mjög kröftugt á sæði karlmannsins; sum þeirra hafa verið reynd á am- erískum tugthúslimum og reynzt vel. En þegar sömu aðferðir voru reynd- 18 VIKAN 19 tM- ar við sjálfboðaliða, sem höfðu aðgang að áfengi ( sem fangarnir höfðu ekki), orsökuðu þær ofsalegar uppsölur svipað og Antabus. Önnur efni h@fa hingað til reynzt hafa allt of miklar aukaverkanir. LEGHETTUR, eftir dr. Hillary Hill. Hvað er leghetta og hvernig verkar hún? Leghetta er vörn gerð úr mjúku gúmmíi, sem konan notar til að hindra sáðfrumur í að ná til eggsins. Hún er sett fyrir leghálsinn og er áþreifan- legur veggur milli sáðfrumunnar og legsins. Sáðfrumurnar eru örsmáar; ógerningur væri að búa til hettu sem hæfði svo fullkomlega að engar sáðfrumur gætu komizt inn fyrir hana, því skyldi ævinlega nota sæðis- eyðandi krem eða hlaup ásamt hettunni. Er erfitt að láta leghettu á sinn stað? Flestum konum kemur á óvart, hversu, auðvelt það er. Getur maðurinn minn orðið var við hana? Get- ur hún dregið úr ánægiu annars hvors okkar? Sé leghettan af réttri stærð, ætti hvorugt ykkar að finna fyrir henni, né nokkurn ánægjumun. Hins vegar finnið þið sennilega bæði fyrir henni, sé henni ekki rétt fyrir komið eða stærðin ekki rétt. Getur efnið í hettunni valdið ofnæmi sumra kvenna? Getur stöðug notkun valdið krabba- meini? Flestar hettur eru úr gúmmíi, en sumar úr plasti. Ofnæmi fyrir gúmmíi, er einkar sjaldgæft, en einstaka konur kunna að hafa ofnæmi fyrir sæð- iseyðandi efnum. Engar líkur benda til, að hetta geti valdið krabba. Hvað hann snertir virðist hreinlæti skipta miklu máli. Gyðingakonur hafa lægri hlutfallstölu varðandi legkrabba en aðrar. og þótt það sé ekki sannað, er talið líklegt, að það sé vegna þess að hjá Gyðinqum eru allir karlar umskornir og eiga þeir því auðveldara en aðrir með að halda getnaðarlimnum hreinum. Ff ég glevmdi að taka út leohettuna í nokkra da<?a. pæti hún bá valdið mér skaða? Hún gæti þá í versta lagi valdið vondri lykt, þar sem hún myndi þá inniloka sæðiseyðandi krem og líkamsvessa, sem annars hyrfu sína leið og engin tæki eftir. Olíklegt er, að það valdi þér skaða, en mögulegt að það safnaði fráhindrandi og pirrandi óhreinindum. Hverni^ get ég verið viss um, að hettan hald- kt í réttrí c;tærð fvrir mig? Eina leiðin er að fara reglulega I læknisskoðun. — Ef kona þyngist eða grennist mjög snögglega, er sérstök ástæða til að láta líta eftir stærðinni. Mvp pft ætti ég að fá nvia hettu? Það er ekki gott að segia. Meðal ending er eitt og hálft til tvö ár. Það er undir hirðingu hettunnar komið og einnig líkamsvessum hverrar konu fyrir sig. Þerf að má+a nvia hettu eftir barnsfæðingu, pða dngar sú gamla? Ævinlega þarf að máta nýja. Konan þarf vfirleitt mun stærri hettu fvrst eftir barnsburð, en hendið ekki qömlu hettunni. Hún kemur sennilega að góðu gagni þremur til sex mánuðum eftir fæðinguna. Fr hettan óöruggari getnaðarvörn eftir að kon- an hpfur alið barn?_______________________________________| Nei — ekki ef læknir hefur athuoað stærðina eftir fæðinguna og þremur til sex mánuðum síðar á nýjan leik, og gefið fvrirmæli um heppilegustu 'Cærð og lögun. Framhald f næsta blaði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.