Vikan - 08.05.1969, Síða 21
Judy Barland og Liza, dóttir hennar.
I marzmánuði síðastliðnum hélt
Judy Garland hliómleika f þremur
borgum í Svíþióð, Stokkhólmi,
Málmey og Gautaborg. Troðfullt var
á öllum hljómleikunum og færri
komust að en vildu. Fyrir þessi þrjú
kvöld fékk hún greidda hvorki meira
né minna en tæpa eina milljón ís-
le.izkra króna.
Hin mikla aðsókn að hljómleikum
Judy Garland stafar ekki af þvf, að
áheyrendur geti treyst því að fá að
njóta góðrar tónlistar eina kvöld-
stund. En einu geta þeir treyst: Það
er engin hætta á, að hljómleikarnir
verði miðlungs-góðir. Annað hvort
verða þeir stórkostlegir eða um
hneyksli verður að ræða.
Judy Garland hefur lifað ævin-
týralegu og stormasömu lífi. Ymist
hefur hún staðið í sviðsljósi vel-
gengni og hamingju eða fallið í
skugga eiturlyfjaneyzlu og tauga-
áfalla. Ef til vill er það hið óvenju-
lega líf hennar, sem vekur forvitni
almennings í hvert skipti sem hún
rís upp og heldur hljómleika eftir
nokurt hlé Á hverjum hljómleikum
rifjar hún upp gamlar minningar og
og þar af leiðandi á stöðugum þeyt-
ingi fram og aftur um Bandaríkin.
Segja má, að varla hafi krókurinn
fyrr geta beygzt til þess sem verða
vildi hjá Judy Garland. Aðeins
tveggja og hálfs árs að aldri kom
hún fyrst fram á sviði. Hún söng
jólalagið „Jingle Bells" þannig, að
hjörtu allra áheyrenda hrærðust. Og
svo vel kunni hún strax við sig á
sviðinu, að hún vildi ekki hætta. Það
varð að bera hana grenjandi og
spriklandi út af sviðinu!
— Siðan hef ég í rauninni séð um
mig sjálf, segir Judy Garland og
brosir. Hún segir, að faðir sinn hafi
verið góður maður og vel gefinn, og
hafi reynt eftir beztu getu að vara
hana við hættum listamannalífsins.
Móður sinni lýsir hún hins vegar
sem hinu versta skassi, sem hafi
troðið barni sínu upp á sviðið til
þess eins að græða á því og stung-
ið peningunum ( sinn eigin vasa.
Judy átti tvær systur, sem í fyrstu
voru látnar koma fram með henni
að hún hefði mikla persónutöfra til
að bera og væri gædd listrænum
hæfileikum í ríkum mæli.
— Hún syngur og dansar ótrúlega
vel, sagði hann.
Hún verður ein af barnastjörnun-
um og leikur í hverri myndinin á
fætur annarri. Hún öðlast miklar vin-
sældir í myndunum um Andy Hardy
ásamt Mickey Rooney. Hún þénar
reiðinnar feikn af peningum, en þeir
renna allir ( vasa móðurinnar. Móð-
irin reynir að ávaxta féð og kaupir
verðbréf og hlutabréf í ýmsum fyr-
tdækjum. En allt þetta brask henn-
ar fer gersamlega út um þúfur og
hin unga dóttir hennar stendur uppi
slypp og snauð.
Judy naut lítillar ástar í æsku.
Hún unni föður sínum og var hænd
að honum, en hann yfirgaf hana
strax á unga aldri; fór sína leið og
hafði ekkert samband við hana upp
frá því. Ofan á þetta bættust fjár-
málaáhyggjur vegna brasks móður-
innar og stöðugt vaxandi ábyrgð og
Judy Garland ásamt öðrum eiginmanni sínum, Vincente Minelli, og dóttur
þeirra, Lizu.
STÖRKOSTLEG KVÖLD-
STUND EÐA HNEYKSLI
syngur lögin, sem hún varð fræg
fyrir hér á árum áður og fáum hef-
ur tekizt að túlka af meiri tilfinn-
ingahita og innlifun. Meðal þessara
laga eru „Over the Rainbow",
„Swanie", „I can't Give You Any-
thing but Love". og fleiri.
Judy Garland heitir réttu skírnar-
nafni Frances Ethel Gumm. Foreldr-
ar henanr voru báðir farandleikarar
á skemmtunum. Það andar köldu frá
Judy í garð systranna. Hún segir, að
þær hafi verið lítilsígldar og hæfi-
leikalausar með öllu.
Þegar Judy var enn aðeins tán-
ingur að aldri, var hún „uppgötvuð"
eins og kallað er. Það var Louis
Mayer hjá Metro-Goldwyn-Mayer
kvikmyndafélaginu, sem kom auga
á hæfileika hennar. Hann sagði strax
kröfur af hálfu kvikmyndafélagsins.
Og enn eitt vandamál mætti nefna,
sem hún þurfti að glíma við: Hún
tók að fitna mjg fljótlega, en slíkt
getur eins og gefur að skilja haft
alvarlegar afleiðingar fyrir kvik-
myndastjörnu. Af öllu þessu varð
hún smátt og smátt taugaveikluð.
Ferill hennar hefur svo sannarlega
ekki verið óslitin sigurganga eða
dans á rósum. Þvert á móti hefur
hann einkennzt af sigrum, sem ent-
ust skamman tlma. Oft bar þrotlaus
barátta hennar engan árangur. Hún
tók að leita sér huggunar í deyfi-
lyfjum. Til að byrja með tók hún
megrunartöflur til að seðja sárasta
hungrið. Síðan varð hún að taka
róandi lyf til þess að geta sofið á
nóttunni og síðan strax morguninn
20 VIKAN 19- tbL
eftir örvandi lyf til þess að vera
hress og vel upplögð fyrir framan
kvikmyndavélarnar. Einnig átti hún
vanda til að fá ákafan höfuðverk og
hafði sterk lyf gegn honum.
Kvikmyndafélagið gerði miklar
kröfur til hennar í sambandi við
auglýsingastarfsemi og samkvæmis-
líf. Það var verið að sýna hana dag
út og dag inn; á blaðamannafund-
um, frumsýningum og í samkvæm-
um. Og alltaf var þess krafizt, að
hún væri hress og glöð, svo að per-
sónutöfrar hennar nytu sín sem bezt.
Fólk mátti ekki verða fyrir von-
brigðum, er það kynntist henni í
eigin persónu. Það hafði gert sér
ákveðnar hugmyndir um hana með
hliðsjón af leik hennar í kvikmynd-
um. Og þannig átti hún að vera. Ef
forráðamönnum kvikmyndafélagsins
líkaði ekki útlit hennar eða fram-
koma eitthvert sinnið, fékk hún á-
minningu. Hún tók að slá slöku við
starfið; mætti of seint á æfingar og
var stundum svo illa fyrirkölluð, að
ekkert gat orðið úr kvikmyndatöku.
Hún missti stjórn á skapi sínu og
fék taugaáfall.
Um þessar mundir giftist hún í
fyrsta sinn, manni að nafni David
Rose, sem var miklu eldri en hún.
Sjálf var hún aðeins nitján ára.
Hjónaband þeirra entist aðeins ( fá-
eina mánuði. 1948 var henni boðið
aðalhlutverkið í kvikmynd, sem gera
átti eftir hinum fræga söngleik
„Annie Get Your Gun". Hún tók það
að sér með glöðu geði og æfingar
hófust af kappi. En fljótlega kom
það í Ijós, að hún var dauðþreytt og
taugaspennt. Henni urðu á hver mis-
tökin á fætur öðrum. Á einni æfing-
unni missti leikstjórinn þolinmæðina
og allt fór í bál og brand. Daginn
eftir fékk hún bréf frá kvikmynda-
félaginu þess efnis, að hún þyrfti
ekki að mæta á fleiri æfingar. Önn-
JUDY GARLAND HEFUR LIFAÐ ÆVINTYRALEGU 0G STORMASÖMU
LÍFI. YMIST HEFUR HÚN STAÐIÐ í SVIÐSLJÖS! VELGENGNI 0G AÐDÁ-
UNAR EÐA FALLIÐ í SKUGGA EITURLYFJANEYZLU 0G TAUGAÁFALLA.
ENN RÍS HÚN UPP ÖÐRU HVERJU 0G HELDUR HLJÖMLEIKA. ÁHEYR-
ENDUR GETA TREYST ÞVÍ, AÐ HLJÓMLEJKAR HJÁ JUDY GARLAND
ERU ALDREI MIÐLUNGS-GÖÐIR. ÞEIR ERU ANNAÐ HVORT STÖR-
KOSTLEGIR EÐA HNEYKSLI.
ur leikkona hafði verið ráðin í henn-
ar stað. Hún átti erfitt með að sætta
sig við þetta,- fannst hún ranglæti
beitt og svikin. Hún reyndi að svipta
sig lífi. Þetta var um sama leyti og
annað hjónaband hennar með Vin-
cente Minelli, fór út um þúfur.
Hún er ein og yfirgefin með litla
dóttur sína, Lizu, sem hún eignaðist
með Vincente Minelli. En enn á ný
tekst henni að koma undir sig fót-
unum. Hún kynnist Sid Luft, giftist
honum og fyllist aftur kjarki og
starfsþrótti. Sid reyndist henni afar
vel og tókst að lækna taugaveiklun
hennar á skömmum tíma. Þau eign-
uðust tvö börn, Lorna og Joey. Hún
vinnur nýja sigra í kvikmyndaleikn-
um. Hún leikur aðalhlutverkið í
myndinni „A star is Born" og fær
feikilega góða dóma. Hún var sann-
kölluð stjarna ársins 1954 og gerði
sér miklar vonir um að hljóta Osk-
ars-verðlaunin. En þær vonir brugð-
ust, því að verðlaunin höfnuðu hjá
Grace Kelly. En hún naut mikillar
hylli um þessar mundir, ferðaðist
um Bandaríkin þver og endilöng og
hélt hverja hljómleikana á fætur
öðrum. En slíkar hljómleikaferðir eru
með afbrigðum erfiðar og taka á
taugarnar. Hún söng eitt kvöld á
hverjum stað, gisti á hótelum, gat
ekki sofið, tók svefntöflur, átti erfitt
með að vakna, tók örvandi lyf, fékk
ekki einu sinni tíma til að borða
nægilega á matmálstímum, — út úr
flugvél, upp í bfl, inn á nýtt hótel,
taka upp úr töskunum í flýti, sminka
sig og láta laga á sér hárið, kynna
sig fyrir nýrri hljómsveit — þannig
koll af kolli í hverri borginni á fæt-
ur annarri.
Loks gafst hún upp og fékk tauga-
áfall. í þetta skipti var það alvar-
legra en áður. Hún er lögð inn á
sjúkrahús og það kemur f Ijós að
hún er með lifrarsjúkdóm. Henni er
sagt, að hún muni ekki fá fulla
starfskrafta aftur og er bannað að
stunda starf sitt. Hún ákveður að
skipta um umhverfi og flyzt til Lund-
úna ásamt fjölskyldu sinni, staðráðin
( að lifa heilbrigðu og reglusömu
llfi.
1960, eftir sex ára hvfld, tekur
hún aftur upp þráðinn þar sem frá
var horfið. Hún kemur fram á Palla-
dium í Lundúnum og vekur gífur-
lega hrifningu. Maður að nafni
Freddie Fields gerist umboðsmaður
hennar, lokkar hana yfir til Banda-
ríkjanna og gerir samninga um
kvikmyndahlutverk og hljómleika-
hald fyrir hennar hönd. Hann er líka
fyrsti umboðsmaðurinn, sem ekki
kvartar undan vexti hennar.
— Þú ert 70 kíló, en þú ert í
fremstu röð bandarískra skemmti-
krafta og það gerir ekkert til. Ég
ábyrgist, að þetta fer allt vel hjá
okkur.
Hann reyndist sannspár og hélt
öll loforð sín. Eftir annasamt ár er
Judy orðin skuldlaus og segir við
blaðamenn að þetta sé ( fyrsta skipti
á ævinni, sem hún þurfi engar pen-
ingaáhyggjur að hafa.
En ( staðinn kom áhyggjur af
Framhald á bls. 47
19 tbl VIKAN 21