Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 40
(Ulípwa
C_3
MAI HEFTIÐ
ER KOMIÐ
r
ULBRICHT
JARLINN
SEM
BLÍFUR
Aihyglisverð grein
eftir
James O'Donnel
HINN
FJÖLHÆFI
SNILLINGUR
LEIK-
LISTARINNAR
Skemmtileg grein um
þúsundþjalasmiðinn
Peter Ustinov
HUGARBURÐ-
UR ÞEIRRA
VARÐ AÐ
VERULEIKA
Grein um sögu vísinda-
skáldsögunnar og ótrúlega
framsýni höfunda þeirra.
Úrvalsbókin:
ÖRLAGATÍMAR
LANDINU HELGA
v.
Nýtt tómstundagaman ryður sér til rúms:
UPPLÝSTUR GARÐUR
INNANHÚSS
TÖFRA-
SPROTI
LISTAR-
INNAR
Frásögn Haraldar
Björnssonar af
fyrstu sporum sín-
um á fjölunum
y
— Fyrrverandi atvinnuveit-
andi Janine.
— Hvað vildi hann?
— Ekkert.
Gaby tók allt í einu í frakka-
ermi hans. — Ég hef ætlað að
spyrja þig að því allan tímann,
hvar komstu henni fyrir?
— Ég hef ekki enn komið því
í verk, svaraði han nlágt.
— Hvað meinarðu? spurði hún
og stanzaði.
Hann yppti þreyttur öxlum.
— Mér var óglatt, ég gat ekki
meira ég hafði enga orku lengur,
skilurðu það ekki?
— Ég skil alls ekkert, hreytti
Gaby reið út úr sér. — Ertu að
segja mér, að þú hafir bara lát-
ið líkið liggja í veiðikofanum?
— Já.
— Ertu brjálaður? Hún átti
erfitt með að hrópa ekki að hon-
um.
Hann horfði biðjandi á hana.
— Gaby, á þannig andartökum
hættir maður að hugsa á venju-
legan hátt. Ég vildi aðeins kom-
ast út.... burtu ....
Kalt augnatillit hennar kom
honum til að þagna. — Þér er þó
ekki alvara að ætla að fljúga til
Rómar án þess að hafa fyrst máð
öll spor út?
— Aðeins tvo daga, — bað
hann. — Eftir það er ennþá nóg-
ur tími, til þess að fela hana.
— Nei, sagði hún ákveðin. —
Því miður er þetta líka nauðsyn-
legt. Hvað heldurðu að mundi
gerast, ef hún fyndist dauð í
veiðikofa okkar?
Júrgen þagði.
Nú var ekki lengur talað um
ást. Orð hennar hljómuðu hörð
og reiðilega: — Mig langar ekk-
ert til þess að lenda með þér í
fangelsi. Ég sé, að ég hef haft of
mikið traust á þér. Líttu í spegil-
inn þarna hinum megin, hræðsl-
an skín út úr andliti þínu.
— Gaby, þegiðu.
Hinn ógnandi undirtónn í rödd
hans kom henni aftur til sjálfrar
sín. Hún hélt rólegri áfram. —
Við verðum að hafa taugarnar í
lagi, elskan. Ég fer með þér til
baka.
— Hvers vegna ekki á morg-
un? spurði hann.
Andlit hennar var eins og mót-
að úr steini. Hafði hann einhvern
tíma kysst það, þetta ókunna,
miskunnarlausa andlit? En hver
hugsaði um kossa á þessu and-
artaki.
— Reyndu þó að skilja það,
að við megum enga mínútu
missa.
Áður en þau höfðu náð út-
göngudyrunum, hljómaði í há-
talaranum: KLM biður farþega
sína til Rómar að gefa sig fram
við vegabreéfa eftirlitið.
— Miðarnir ganga ekki úr
gildi, sagði Gaby. — Við mun-
um fljúga til Rómar einhvern
tíma seinna. Hún brosti, og henni
tókst það svo vel, að hann hat-
aði hana fyrir það. — Við mun-
um seinka vorinu örlítið enn.
Jurgen opnaði dyrnar, þau
gengu út í nóttina.
Dr. Haller horfði orðlaus á
Karsch. — Hvað á þetta nú að
þýða?
— Augsýnilega hafa þau skipt
um skoðun, svaraði leynilög-
reglumaðurinn. — Vegha ein-
hverrar ástæðu taka þau ekki
vélina til Rómar. Þau fara yfir
á bílastæðið. Nú megum við fyr-
ir enga muni láta þau hrista
okkur af sér.
Þeir þutu sömuleiðis út.
— Hvaða ástæða getur verið
fyrir þess? Mér verður alltaf
minna og minna um málið gefið,
sagði Haller taugaóstyrkur. —
Ég mundi vilja taka manngarm-
inn og láta hann einfaldlega leysa
frá skjóðunni.
— Það væru mistök læknir, þá
misstum við tækifærið úr greip-
um okkar.
— Ég kem ekki auga á neitt
tækifæri.
— Jú. Þau vita ekki að þeim
er veitt eftirför. Ef við göngum
t.d. út frá því að þau hafi unnið
Janine tjón, þá gæti vel verið,
að þau færu nú á afbrotastaðinn.
Haller herpti saman varirnar.
Karch hafði haft rétt fyrir sér
til þessa. Það hafði borgað sig að
elta þessa ungfrú Westphal.
Júrgen Siebert hafði í raun og
veru birzt. Þeir höfðu ekki getað
heyrt, hvað þeim tveimur fór á
milli. Stephan hafði strax getið
sér þess til, að hann væri ekki
eins og hann ætti að sér. Maður
Janine var aumkunarlegur útlits.
Hann var eins og dauðhrætt dýr.
Honum svipaði lítið til þess
hlæjandi Júrgens Sieberts, sem
hann hafði mynd af í vasa sín-
um.
Hvað var það, sem kom hon-
um þannig úr jafnvægi?
Haller hafði síðast hringt á
hótel Saussonci fyrir nokkrum
mínútum. Enn einu sinni sama
einhliða svarið: — Nei, ungfrú
Laurent er ekki komin.
Hvað hafði gerzt?
Óttinn hafði fyrir löngu náð
tökum á honum. Óljós kvíði, serr>
ekki kom í huga hans: lítið and-
lit hennar, stór augun, hughraust
bros hennar. Dapur minntist
hann orða hennar: Stephan, ég
40 VTKAN 19- tbl-