Vikan - 08.05.1969, Page 43
merki á vinstri hlið, há, dimm
grenitré á hægri hlið.
— Hafið lengra bil á mijli,
sagði Karsch, — ég held að
stelpan hafi snúið sér tvisvar eða
þrisvar við. Ein beygja ætti að
vera milli....
Haller hægði ferðina. Hendur
hans skulfu. Hann varð að beita
sig hörðu, til þess að vera róleg-
ur. Hugsanirnar kvöldu hann.
Hvert skyldi þessi ferð leiða?
Hafði hún í raun og veru ein-
hverja þýðingu? Eða lá hún að-
eins inn í lokað götu? Og hvað
þá, ef Janine lifði ekki lengur?
Hvað gagnaði honum, þótt hann
uppgötvaði glæp?
Ast — hver spurði um hana á
þessu andartaki?
Vegurinn lá nokkurn spöl með-
fram Walchensee. Sumartíminn
var enn ekki byrjaður. Stóru hó-
telin voru tóm og auð útlits. Ljós
logaði í einstaka glugga.
Beygja, enn önnur beygja, síð-
an hæð....... Þegar þeir voru
komnir upp á hana, steig Haller
á bremsuna. Afturljós rauða
sportbílsins voru gjörsamlega
horfin.
Haller stöðvaði vélina og
slökkti ljósin. Þeir rýndu með
erfiðismunum út í myrkrið.
Var þetta vélarhljóð? Kom það
frá hægri? Eða vinstri? Eða var
þetta aðeins ímyndun þeirra?
Að minnsta kosti hafa þau
beygt hérna einhvers staðar,
sagði Karsch ákveðinn. — Ef við
snúum við, þá sjáum við vega-
mótin.
Haller sneri við. Hann ók hægt
til baka í öðrum gír. Til allrar
óhamingju voru þrír möguleikar
fyrir hendi. Vegur, sem strax
varð svo brattur, að ólíklegt virt-
ist, sem nokkur bíll gæti ekið
hann. Nokkurn veginn viðunan-
legur malarvegur, sem ólæsilegt
skilti benti á að lægi til einhvers
þorps. Og í þriðja lagi vegur,
sem lá í áttina beint niður að
vatninu, og var merktur „einka-
vegur“.
Eyðilegi kofinn við vatnið —
var það ekki ákvörðunarstaður
þeirra? Haller og Karsch hugs-
uðu ósjálfrátt það sama og
ákváðu alð fara þriðju öfugu
leiðina....
Janine var ekki dáin. Því hina
dauðu getur ekki dreymt. Hana
dreymdi aftur á móti, að hún
væri lítil stúlka. Hún var með
ljósar fléttur og hún lék sér í
brúðuherbergi nokkru. Hún átti
þrjár litlar og tvær stórar brúð-
ur. Sú fallegast hét Laura, hún
var með ekta hár, og mamma
hafði saumað á hana rauðan
silkikjól.
Hún vaknaði. Og brúðurnar
voru horfnar. Hún ætlaði að
hrópa, en gat það ekki. Hún ætl-
aði að rísa á fætur, en það tókst
ekki. Og hún reyndi að lyfta
handleggnum, en hann hlýddi
henni ekki.
Hvað sem hún reyndi á sig,
hafði það enga þýðingu. Hún
var jafn líflaus og brúðurnar,
sem hún hafði verið að leika sér
að. Hún gat ekki hreyft höfuðið
hjálparlaust. Ennþá verra var, að
hún fann alls ekki fyrir líkama
sínum.
Hún gat aðeins hreyft augun,
til hægri og vinstri, upp og nið-
ur. En hún sá ekkert, því það
var myrkur. Og hún heyrði ekk-
ert, því allt var hljótt.
Dauðakyrrð.
f þessu hræðilega ástandi
hennar urðu minningarnar ljós-
lifandi. Ekkert vantaði þar í.
Hún hefði getað sett líf sitt full-
komlega saman.
Hún sá hendur Júrgens aftur
fyrir sér, mjúkar, viðkvæmar
hendur hans, sem höfðu læstst
um háls hennar eins og járn-
greipar. Henni fannst, eins og
hún væri nauðbeygð til þess að
lifa það upp aftur.
Hið hræðilega augnablik, þeg-
ar henni varð ljóst, að eignmað-
ur hennar ætlaði að myrða hana,
stóðu henni ljóslifandi fyrir hue-
skotsíónum. Það augnablilc varð
henni Ijóst, að hann mundi ekki
hafa neina meðaumkun með
henni.
Hve langt var síðan?
Hún hafði t.apað timaskvniun
sinni. Síðan gátu verið liðnar
klukkustundir. jafnvel dagar.
Hægt og hævt gerði hún sér
grein fyrir, hvar hún var stödd.
Þegar augu hennar höfðu vanizt
myrkrinu gat hún séð útlínur
herbergisins, borð, lampaskerm,
vegg með dyrum.
Gólfið, sem hún lá á, lyktaði
af gömlum viði. Janine var næst-
um bví viss um, að hún væri
ennþá í þessum eyðiiega veiði-
kofa. sem hún hafði farið með
Júrgen til. ekki vegna þess að
hún elskaði hann ennbá. heldur
vegna þess að hún vildi fletta af
honum grímunni. veena bess að
hún ætlaði loks að hrevta sann-
leikanum í andlit honum.
Það hlýtur að vera nótt. hues-
aði hún. Ef ekki, væri nóttj
mundi einhver dagskíma falla
bingað inn. Eg mun telja næt-
urnar og dagana .... þangað til
ée eet, ekki talið lengur.
St.epban er ennþá á ferðala<n.
Þegar hann kemur aftur, mun
hann bvrja að leita mín. En
hverniií ætti ban nnokkurn tíma
að geta fundið þennan kofa.
ef hann kæmi gæti ég ekki sa"t
eitt einasta orð við hann. Eg
gæti ekki leneur sagt. honum,
hv° vænt mér þvkir um hann.
Til hvers b'ka? Hvers veena
vil ég að mér verði biargað?
Hvaða lif biði mín. eftir betta.
sem gerzt hefur? Góði guð. hvers
vegna léztu mi» ekki devia? Það
er ekki nóg að lifa til þess eins
að geta dregið andann.
Undarlegt. hlióð barst henni
allt í einu til evrna. Krafs klór,
eitthvað skreið eftir gólfinu,
eitthvað lifandi.
Hræðileg tilhugsun gagntók
^______________________/
hana. Ef rottur væru hérna í
húsinu, hungraðar rottur, þá
gætu þessi kvikindi einfaldlega
hertekið hana. Og hún gæti ekki
varizt þeim.
— Hjálp, ætlaði hún að hrópa.
Hún reyndi af öllum kröftum að
bæra varirnar. En hún gat það
ekki. Aðeins hljótt öskur, sem
enginn heyrði.
Janine bað. Því í örvæntingu
sinni fann hún ekkert annað úr-
ræði. Hún bað ekki fyrir lífi sínu,
hún bað um dauða, viðkvæman,
hægan dauða.
Á þessu andartaki heyrði hún
allt í einu vélarhljóð í bíl. Það
nálgaðist hratt, og þegar það
þagnaði heyrði hún bílhurð
skellt.
Fótatak nálgaðist húsið. Lykli
var stungið í skráargatið, dyrn-
ar opnuðust. Vasaljósi var beint
að henni.
— Hvað er þetta? spurði
stúlkurödd, sem hún þekkti þeg-
ar, að var rödd Gaby Westphal.
—• Það er ekkert, svaraði
Júrgen lágt, — aðeins lík, sem
liggur á gólfinu. Sjáðu hérna,
annars trúir þú mér ef til vill
ekki.
— Lokaðu dyrunum, sagði
Gaby. — Eg held ég viti, hvar
við getum sett hana.
Nei, hugsaði Janine, ég þarf
ekki að óttast rotturnar framar.
Morðingjarinr eru komnir aftur.
Júrgen hafði brett frakka-
kraga sinn upp. Honum fannst
nóttin köld og drungaleg. Hend-
ur hans voru stífar.
Hann var smátt og smátt far-
inn að óttast Gaby. Hann fann
að hún var gerð úr öðrum viði
en hann. Hún gekk inn í kofann,
án þess að horfa um öxl.
Hann fylgdi henni eftir, lokaði
dyrunum og lýsti inn með vasa-
ljósinu. Nokkrir refafeldir héngu
á snaga, tveir uppstoppaðir fugl-
ar dingluðu í bandi. Einn vegg-
urinn var þakinn bókum.
— Júrgen, verkfærin hljóta að
vera þarna inni. Taktu að
minnsta kosti skóflu með þér.
Hann horfði í andlit hennar.
— Jörðin er ennþá harðfrosin,
Gaby það mundi taka mig klukku
stundum saman að grafa nógu
stóra gröf.
— Þú þarft ekki að grafa
neitt, sagði hún. — Og þetta mun
ekki heldur taka neinar klukku-
stundir.
Hann fann skóflu eftir dálitla
leit. Þau gengu síðan þögul
kringum húsið, meðfram styk-
ilsberjarunna, þar til þau komu
að lágvöxnu kjarri.
Gaby stappaði með öðrum fæti
á jörðina, þangað til hún heyrði
allt í einu málmhljóð.
Júrgen horfði furðu lostinn á
hana.
— Þarna niðri er djúp gryfja,
hvaða þýðingu hún hefur, veit
ég ekki. Henni er lokað með
járnhlera. Þú verður að lyfta
honum, þá höfum við þann bezta
felustað, sem við getum óskað
okkur.
— Hvernig veiztu þetta?
spurði hann og hristi höfuðið.
Eg hef verið hér mjög oft
með föður mínum, svaraði hún,
— strax þegar ég var barn, tók
hann mig með sér á veiðar, nú,
þá lét pabbi setja þennan járn-
hlera, svo ég dytti ekki niður í
gryfjuna.
Júrgen vann án þess að mæla
orð frá vörum. Þegar hann hafði
mokað gróðrinum til hliðar og
stungið nokkrar skóflustungur af
mold, var auðvelt fyrir hann að
lyfta hleranum. Rotnunar- og
myglulykt lagði fyrir vit hans.
Hann tók stein og lét hann falla
og hlustaði.
.— Eins og þarna niðri sé vatn,
sagði hann utan við sig.
Birtan frá vasaljósinu lýsti upp
ferhyrnt opið.
— Sækjum hana nú, saeði
Gaby óþolinmóð, — þegar hún
er komin þarna niður og hlerinn
aftur kominn á sinn stað, þá get-
ur varla neitt misheppnazt.
Einkavegurinn, sem Haller og
Karsch höfðu ákveðið að fara,
reyndist vera blindgata. Þar var
enginn rauður sportbíll, ensin
spor, aðeins dimmt, timburhús,
sem augljóslega enginn bjó í.
Þeir óku þögulir til baka. Fvrst
þegar Haller beygði aftur inn á
þjóðveginn spurði hann: —
Hvert núna?
Eg held, svaraði Karsch,
19. tbi. yiKAN 43