Vikan


Vikan - 08.05.1969, Qupperneq 44

Vikan - 08.05.1969, Qupperneq 44
— að við viljum veginn, sem liggur inn að þorpinu. — Fínt. Eftir tæpa tvo kílómetra komu nokkur hús í ljós. Sjö eða átta bóndabýli, sem mynduðu þyrp- ingu kringum sívalan kirkjuturn. Þegar þeir stigu út úr bílnum, kom vera frá einu hinna hvít- kölkuðu húsa í áttina til þeirra. — Leita herrarnir einhvers? spurði gamli maðurinn. — Já, sagði Karsch, —- við leitum að rauðum sportbíl, mað- ur í brúnum kamelhárfrakka er við stýrið, við hlið hans falleg stúlka, þau eiga að hafa ekið hér framhjá.. — Hvenær? — Fyrir um það bil tíu mín- útum. — Ég hef ekki orðið þeirra var. Og hvert liggur þessi veg- ur, ef við höldum áfram? spurði Haller. Bóndinn, sem var í brúnum leðurjakka og háum stígvélum, brosti breitt. -— Hann heldur áfram í hundrað metra, þá end- ar hann á akri. — Segið mér, hélt Karsch áfram, -—• ef við snúum nú við og komum aftur út á þjóðveginn, þá komum við að mjóum hliðar- vegi.... þér hljótið að þekkja hann? Auðvitað. — Hvert liggur hann? — Að litlum, gömlum veiði- kofa, en ef þér ætlið þangað, má yður ekki þykja vænt um bílinn yðar .... — Og hver á þennan veiði- kofa? tók Haller fram í fyrir honum. — Verksmiðjueigandi í Mún- chen. Martin Westphal heitir hann. Þar að auki fyrsta flokks veiðimaður, sem hittir af hvaða færi sem .... Bóndanum var liðugt um mál- beinið. En honum gafst ekki tími til að halda máli sínu áfram. Hínir ókunnu þurftu allt í einu að flýta sér svo ósköp mikið. Janine heyrði fótatakið, sem aftur nálgaðist húsið. Örlítil birta féll um skráargatið.... birta frá vasaljósi. Þegar dyrnar opnuðust, lokaði hún augunum. Með augunum hefði hún getað gefið þeim merki, sem hefði látið þeim skilj- ast þetta: ég er ekki dáin. En henni var ljóst, að hún hafði enga von um miskunn. Af eðlisávísun gerði hún það, sem dauðelt dýr reyna stundum sem síðasta úrræði: hún lézt vera dauð. — Á ég að kveikja? spurði Júrgen. — Nei, svaraði Gaby, við sjáum nógu vel til. Þau höfðu lokað dyrunum inn- anfrá og voru nú bæði komin inn í myrkt herbergið. Og þar sem þau héldu að hún væri dauð, töluðu þau án allrar varúðar. — Hvað með fjölskyldu henn- ar, vildi Gaby fá að vita. — Hún á engan að. Faðir hennar dó fyrir löngu, móðir hennar fyrir nokkrum árum. Hún á engin systkini. Mamma, hugsaði Janine, þér þótti líka vænt um Júrgen. Þú varst ánægð með tengdason þinn. Janine var heppin — það varstu vön að segja við nágrann- ana. Mamma, ég hef verið svik- in meir en nokkur mannvera hefur áður verið. Ég get ekki einu sinni hreyft litlafingur, en ég get hugsað, og ég verð að hlusta. — Heppilegt, að þið skylduð engin börn eiga, sagði Gaby ákveðin. — Ég veit ekki, en ég hugsa, að þá hefði ég ekki þorað þetta — og þú? Júrgen þagði. Hann virtist vera að kveikja sér í sigarettu. Janine fannst hún heyra smell- inn í sígarettukveikjaranum. Hingað til höfðu þau talað um mismunandi efni. En nú höfðu þau líklega tyllt sér niður í myrkrinu. Ætli þau héldust í hendur? Eða kysstust? Eða bara reyktu saman? Um ást töluðu þau ekki. — Bezt væri, sagði Gaby, og hún virtist ekki einu sinni æst. — að þú vefðir hana inn í frakk- ann hennar og hentir síðan laufi og nokkrum greinum yfir .... — Til hvers? spurði Júrgen tortrygginn, •—• heldurðu að gryfjan sé ekki örugg? Elskan, hún er fullkomlega örugg. Ég veit bar ekki, hve djúp hún er. Við megum ekki taka neina áhættu. Þegar horft er niður, á aðeins að sjást lauf og greinar. í nokkrar sekúndur helt Jan- ine, að hjarta hennar hefði hætt að slá. Skelfingin gagntók hana. Ofsahræðsla læddist að henni út úr myrkrinu. Hryllingurinn læddist að henni úr öllum krók- úm þessa húss. Hún ætlaði að hrópa, senda hróp hins tortímda til himins, en rödd hennar hlýddi henni ekki. Á þessum hræðilegu mínútum hefði hún viljaðtrúaákraftaverk. Hún hefði gjarnan viljað að ein- hver örsmár vonarneisti vaknaði með henni. En til þess starfaði heili hennar of vel. Hann gerði henni ljóst vonleysi hennar. Jan- ine, þú ert ein með morðingjum þínum, þeir munu grafa þig lif- andi. Aðeins lengd einnar sígar- ettu ennþá, síðan munu þau ganga til verks. Ég ætla að aka bílnum hægt niður eftir, sagði Gaby, — þá erum við örugg með að verða ekki trufluð á síðustu stundu. Það liggur aðeins þessi eini veg- ur hingað. Þú ert þá öruggur, skilurðu. Ef einhver skyldi koma yrði hann að fara fram hjá mér. — Og hvar hittumst við? spurði Júrgen. Niðri við veginn. Sg sit í bílnum og bíð. — Þú vilt ekki vera viðstödd, ekki satt? Rödd hans var æst. — Gerðu þig nú ekki hlægi- legan, svaraði hún honum full- um hálsi. — Við hverju býstu eiginlega af mér? Ég hélt að ég væri nóg við málið riðið, eða hvað? — É'g er þér líka möjg þakk- látur fyrir það, hreytti hann út úr sér. Hló hún, eða hvað? Nei, það gat ekki átt sér stað. En hún hafði staðið á fætur og gengið til dyra. — Héðan í frá geturðu ekki snúið við, Júrgen. En þú getur ennþá gert heil- margar vitleysur, skilið eitthvað sem tilheyrir henni eftir hérna, eða gleymt að setja lokið aftur fyrir eða gleymt rekunni úti... — Þetta nægir, Gaby. Ég geri enga vitleysu. Hurðin féll að stöfum að baki henni. Fótatak hennar fjarlægð- ist. Við erum ein saman í síðasta sinn, hugsaði Janine. Eins og við höfum verið í þúsund nætur, maður og kona .... Júrgen hallaði sér upp að veggnum. Líkið var í aðeins nokkurra skrefa fjarlægð. Úti heyrði hann Gaby setja bílinn í gang, aka af stað.... Allt þetta hafði hann gert vegna stúlkunnar, sem sat við stýrið. Nú ók hún um niðdimma nótt veginn niður að þjóðvegin- um. Þegar hann fleygði sér við hlið hennar, þá yrði hann búinn að ljúka verkinu. Þá væri komið að því, sem 'þau hafði dreymt um; þá gætu þau andað léttar, lifað, elskazt, gift sig, eignazt börn.... Hafði hann ekki vitað það lengi, að þannig yrði það aldrei? í örmum mínum muntu gleyma, hafði hún lofað honum. Það var aðeins blekking. Enginn getur gleymt morði, jafnvel þótt það komist ekki upp, þótt það verði eitt hinna óupplýstu glæpaverka. Júrgen komst að raun um það, að samvizkan var alls ekki upp- finning prestanna. Hún var vofa, sem frá þessari stundu myndi kvelja hann. Þegar hann liti í spegil, myndi hún stara á hann, þegar hann vildi sofa, myndi hún kvelja hann, þegar hann væri viðkvæmur í ást sinni, myndi hann minnast hennar. Hægt kom hann aftur til sjálfs sín. Hann leitaði að vasaljósinu, sem hann hafði lagt á borðið. Þegar daufur Ijósbjarmi þess féll á andlit hinnar dauðu, rak hann upp skelfingaróp, hann féll á kné og hélt að hann hefði misst vitið.... Hin dauða hafði opnað augun. Janine horfði á hann. Með augnaráði, sem kom honum til að skríða til hennar, fálma eftir höndum hennar, væla eins og barn, biðjast vægðar: — Janine, ég ætlaði ekki að gera þetta, ég er ekki lengur sá, sem þú elsk- aðir, ég er orðinn brjálaður. Hún svaraði ekki. Höndin, sem hann hélt um, var köld. Hand- leggurinn, sem hann lyfti, féll líflaus niður. Og hann gat ekki heyrt neinn hjartslátt, til þess hamaðist hans eigið hjarta allt of hátt. Hann sneri sér við, skreiddist á fætur. Hún er víst dáin, hugs- aði hann. Þetta segir ekkert. Ef hún væri ekki dáin, þá mundi hún tala. Hann barðist við hryllinginn, sem hann fann fyrir. Hann slökkti ljósið, hélt báðum hönd- um fyrir augum sér. Gerðu þig ekki hlægilegan, hafði Gaby sagt. Og nú segði hún sjálfsagt: — Nú hvað eiga þessi fábjána- legu látalæti a)ð þýða? Hinir dauðu hafa augun venjulega op- in, það þarf alltaf að loka þeim. Lokaðirðu ef til vill einhvern tíma á henni augunum? Nei, hann ætlaði ekki að gera sig hlægilegan aftur. Gaby myndi neyða hann til þess að fara til baka, ef hann hlypi nú frá Jan- ine. Hún myndi segja aftur, eins og á flugvellinu: —- Heldurðu að ég færi í fangelsi þín vegna? Júrgen stóð í myrkrinu og hlustaði. Allt var hljótt. Aðeins vindurinn hristi gluggahlerana örlítið. Eftir hverju bið ég, hugsaði hann. Eg vef hana inn í frakk- ann hennar, þá þarf ég ekki að horfa á andlit hennar....... Vegna brattans varð Haller að aka í fyrsta gír. Vegna vélar- gnýsins í eigin bíl heyrðu þeir ekki vélarhljóð í neinum öðrum. Þess vegna urðu þeir fyrst varir við bílinn, sem kom á móti þeim þegar þeir sáu ljós hans koma út úr myrkrinu stuttu framund- an. — Þarna eru þau, hvíslaði Haller æstur. Þeir sáu nú skugga bílsins greinilega. Stígurinn var of þröngur til þess að bílarnir gætu mætzt. Þeir nálguðust hvor annan. — Stanzið, læknir, sagði Karsch milli samanbitinna tanna, — og flýtið yður út. Gangið að bílnum og látið, sem þér hafið villzt. Látið yður detta eitthvað í hug, þér eruð ókunnur þeim báðum, ég get ekki tekið ómak- ið af yður, því Siebert þekkir mig. Hann veit, að ég er leyni- lögreglumaður. Haller stöðvaði bílinn. Andlit hans lýsti festu. — Hvers vegna þennan leikaraskap? Ég tek í lurginn á honum og fæ hann til að tala. Karsch greip í handlegg hans. — Nei, læknir, það megið þér ekki gera. Það væri óafsakanleg skyssa. Hann gæti auðveldlega slegið yður út af laginu, skiljið þér ekki, að við höfum ekkert annað en grun til þess að styðj- ast við. Hugsið um það. Aðeins grunur, hugsaði Haller, bálreiður. Fyrir mér er það löngu orðið að vissu. Og ég mun ekki 44 VIKAN 19- tb]-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.