Vikan - 08.05.1969, Qupperneq 45
56 LÍTRA OFN
MEÐ LJÓSI,
yfir- og undirhita
stýrt með hita-
stilli. Sérstakt
glóðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
taka neitt tillit til hans lengur.
Siebert, mun ég segja, leikurinn
er búinn. Ég krefst þess að fá að
vita, hvar Janine er.
Nei, hann mun ekki geta bitið
mig af sér. Það mun nægja að
minna hann á gröfina með falska
nafninu á grafsteininum og þá
mun brosið hverfa af andliti
hans.
Haller skellti bílhurðinni aft-
ur, gekk meðfram bíl sínum að
hinum bílnum. Fyrst þegar hann
var kominn að dyrum hans, upp-
götvaði hann, aS aðeins ein
manneskja var í bílnum.
Gaby Westphal var ein. Hún
virtist á engann hátt vera hrædd,
því hún skrúfaði bílrúðuna hægt
niður og spurði rólega: — Ætlið
þér í fjallgöngu á bílnum yðar,
eða á hvaða leið eruð þér?
Orðlaus starði hann á hana.
Æst virtist hún ekki vera. Græn
augu liennar virtu hann forvitn-
isleg fyrir sér, nærri því daðurs-
lega. Þrátt fyrir það tókst henni
ekki alveg að blekkja hann. Hon-
um fannst hann einnig verða var
við njósnaglampa í augum henn-
ar. Eitthvað í andliti hennar að-
varaði hann, vakti vanþóknun
hans.
Til allrar hamingju mundi
hann nafn þorpsins þar sem
bóndinn hafði komið þeim á rétt
spor. — Ég er læknir, sagði hann
— í áríðandi ferð til Uterrain, er
þetta rétta leiðin?
Hún hristi höfuðið. — Þér haf-
ið beygt einni götu of snemma.
Hér komist þér ekkert áfram.
Þér verðið að snúa við út á þjóð-
veginn, eftir um það bil hundrað
metra beygir vegurinn til Uter-
rein.
— Kærar þakkir, ungfrú.
— Yður tekst ekki að snúa
við, herra læknir, hrópaði hún
eftir honum, - - þér verðið að
aka afturábak.
Haller settist upp í bílinn.
Meðan hann lét bílinn renna aft-
urábak, sem ekki var mjög þægi-
legt spurði hann Karsch: — Sie-
bert er ekki í bílnum, hvað finnst
yður um það?
- Ef ég á að segja meiningu
mína, það róar mig eiginlega
ekki.
— Ekki mig heldur.
— Hún bíður eftir einhverj-
um.
En þá sáu þeir að vagninn
stanzaði við vegamótin. Gaby
Westphal steig ekki út úr honum.
— Hún kemur á eftir okkui’,
sagði Karsch.
Haller ók nokkurn spöl áfram,
þar til trén skýldu honum. Hann
stöðvaði bílinn.
— í stað þess að biða finnst
mér að við ættum að skilja bíl-
inn hér eftir og ganga upp að
veiðikofanum. Við skulum líta á
hann og herra Siebert.
Þegar Júrgen ætlaði að fara
að vefja frakkanum utan um
Janine, þegar hann var aftur far-
inn að trúa því að hún væri dá-
in, þá kom hið alversta.
Hann sá tár í augum hennar.
Hann sá þau renna niður andlit
hennar. Þau runnu hvert á fætur
öðru. Hann lagði hönd sína við
vanga hennar og fann að hann
var rennvotur.
Þá hörfaði hann aftur á bak,
rekinn af brjálæðislegu æði,
hæddur af hinum dauðu, honum
fundust hendur hinna framliðnu
þreifa eftir sér.
Hann var ófær um að standa á
fætur. Fæturnir gátu ekki borið
hann. Hann skreið á fjórum fót-
um til dyra, hann sló höfðinu í
eitthvað og fann volgt blóð renna
eftir vanga sínum.
En blóð var ekkert borið sam-
an við tár. Tár hennar brunnu
enn á fingrum hans. Það væri
hægt að telja honum trú um allt,
allt annað en það, að dauðir
gætu grátið.
Þegar hann komst loksins út
og ætlaði að standa upp féll hann
aftur um og andlit hans klesstist
í kalda, vota jörðina. Ef hann
hefði haft byssu í vasanum á
þessari stundu, þá hefði hann
skotið sig. Ef hann hefði haft
reipi, þá hefði hann hengt sig.
Ákafur skjálfti fór um allan
líkama hans. Síðan varð hann
rólegri. Samfara rónni vaknaði
síðasti neisti lífslöngunar hans.
Ósk hins arma manns, að mega
þó lifa lengur.
Honum tókst að standa á fæt-
ur, hann þurrkaði blóðið af and-
liti sér, hristi óhreinindin af
frakka sínum. Hann hafði engan
kjark til þess að fara aftur inn
í kofann. Hann læsti hurðinni
og þaut síðan af stað.
Hann vissi, að Janine var ekki
dáin. Að minnsta kosti ekki al-
veg. Að henda henni í þessu
ástandi niður í gröfina, það gat
hann ekki gert. Eins og svo oft
áður í lífinu gerði hann tilslök-
un við sjálfan sig. Hann fól Jan-
ine í hendur örlögum sínum.
Jurgen hljóp eins hratt og
fæturnir gátu borið hann. Eftir
því sem hann fjarlægðist kof-
ann, þeim mun meir óx öryggis-
tilfinning hans.
Þegar hann kom út á veginn
og leitaði eftir bíl Gabyar, var
honum ekki lengur sjálfsmorð í
huga.
Hann fann bílinn eftir stutta
leit. Hún hafði lagt honum í
skjóli bak við nokkur tré. Þegar
hann nálgaðist opnaði hún dyrn-
ar fyrir honum.
Hann tók sig á. — Eg gerði
enga vitleysu, sagði hann um
leið og hann steig inn í bílinn.
— Þetta er allt komið í lag.
Þetta voru lygar. En hann
19. tbi. VIKAN 45