Vikan


Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 49

Vikan - 08.05.1969, Blaðsíða 49
föður ykkar og segja: — Jæja, pabbi, veittu okkur blessun þína, eða ég krúnuraka þig! Og ef faðir ykkar tekur ekki strax við sér: — Það er þá allt í lagi, ég verð að fá hundrað pund á ári, annars fjúka augnabrúnirnar líka. — Jean getur verið hreinasta hrollvekja. Lofaðu mér því, Dinny, að giftast engum öðrum en mér. — En ef ég hitti nú einhvern, sem ég verð yfir mig ástfangin af, viltu þá verða til þess að eyðileggja mitt unga líf? — Já! — Svona svara ekki einu sinni leikarar á leiksviðinu. — Þú gætir komið engli til að bölva. — En ekki sjóliðsforingja. — Nú eyk ég hraðann, kallaði Jean. Alan greip um handlegg Dinnyar. — Þetta endar með ósköpum, bíllinn liðast í sundur. En þetta er nú freistandi vegarkafli. Dinny hélt sér fast, með frosið bros á vör, hún var dauðhrædd við hraðan akstur. Þegar Jean minnkaði hraðan, sagði hún: — Jean, innvolsið í mér er eins og fyrir aldamót. Þegar þau komu til Folwell, teygði Dinny sig fram og sagði við Jean: — Ég kæri mig ekki um að þau á Lippinghall sjá mig. Farðu beint til prestssetursins og feldu mig einhvers staðar, meðan þú tál- ar við föður þinn. Ðinny stóð í borðstofunni, fyrir framan málverkið sem Jean hafði einu sinni sagt henni frá. Þar stóð: 1553, Catherine Tasburgh, fædd Fitzherbert, 35 ára, eiginkona Sir Walters Tasburgh. Andlitið á málverkinu hefði getað verið af Jean eftir nokkur ár, sömu andlitsdrættir, sömu dökku bráhárin, jafnvel hendurnar kross- lagðar í kjöltu hennar gátu verið hendurnar á Jean. Hver skyldi hafa verið saga þessarar konu. — Hún er lík Jean, sagði Alan. — Sagan segir að hún hafi verið stórkostleg í alla staði; hún hafi sett á svið sína eigin jarðarför og þannig komizt úr landi, þegar Elisabeth hóf ofsóknir sínar gegn ka- þólikkunum. — Er nokkuð að frétta af vígstöðvunum? — Jean fór inn í vinnuherbergið til pabba, með skæri, gamalt Times og handklæði. Síðan hefur verið þögn þar. — Getum við ekki verið einhvers staðar þar sem við sjáum þau þegar þau koma út? — Við getum setið í stiganum. Þau taka ekki eftir okkur þar, nema þau fari upp á loft. Þau settust í dimmt skot, þar sem þau gátu séð dyrnar gegnum handriðið. Dinny var barnalega æst. Allt í einu birtist Jean, með samanbrotið blaðið í annarri hendinni og skærin í hinni. Þau heyrðu hana segja: — Og mundu það nú, elskan, að þú verður að hafa hatt ef þú ferð út í dag! , Óskiljanlegt tuldur kafnaði við hurðarskellinn. Dinny gægðist yfir handriðið. — Jæja? — Allt í lagi. Hann er dálítið fúll, veit ekki hver á að klippa hann í framtíðinni; finnst óþarfa sóun að kaupa sérlegt leyfisbréf; en ég fæ hundrað pundin. Hann var að troða í pipuna sína þegar ég yfir- gaf hann. Hún horfði á blaðið. — Ég varð að klippa anzi mikið. Við borðum eftir stutta stund, Dinny, og svo verðum við að flýta okkur af stað. Presturinn var nokkuð stuttur í spuna við hádegisverðinn, og Dinny virti hann fyrir sér með lotningu. Þarna var aldraður ekkju- maður, um það bil að sjá af einkadóttur sinni, sem hafði aðstoðað hann í öllu sem snerti bæði heimilið og sóknina, klippti jafnvel hár hans, og hann virtist ekki taka það nærri sér. Það heyrðist ekki æðruorð. Eftir hádegisverðinn dró hann Dinny afsíðis. — Heyrðu mig, Dinny, — ef ég má kalla þig það — hvað finnst þér um þetta? Og hvað finnst móður þinni? — Ég held að við séum sama sinnis. — Jean er góð stúlka, og dugleg. En þau hafa ekki mikið fyrir sig að leggja, er ég hræddur um. Samt er ég mjög ánægður yfir því að fjölskyldur okkar sameinast. Ég mun sakna hennar, — en maður má ekki hugsa eingöngu um sjálfan sig . . . Hubert Cherrell stóð fyrir utan Pall Mall klúbbinn, klúbb föður hans, en sjálfur var hann ekki orðinn meðlimur þar ennþá. Hann bar mikla virðingu fyrir föður sínum, og það var ekki laust við að hann væri svolítið óstyrkur, þegar honum var vísað inn í lítið her- bergi, eins konar skrifstofu. — Komdu sæll, Hubert! Þetta herbergi er svo lítið, komdu fram í forsalinn. Hubert hafði það á tilfinningunni að föður hans væri mikið niðri fyrir. Þeir settust í lítið útskot. — Hvað kemur til að þú ert hér? — Eg ætla að fara að kvænast, faðir minn. — Kvænast? — Jean Tasburgh. — Jæja! — Við höfum hugsað okkur að fá sérlegt leyfisbréf, og láta sem minnst á því bera. Hershöfðinginn hristi höfuðið. — Hún er afbragðs stúlka, og ég er feginn að þú ert hrifinn af henni, en staða þín er nokkuð ótrygg eins og er. Ég hef verið að kynna mér málið. Hubert tók eftir því hve þreytulegur faðir hans var. — Það er vegna mannsins sem þú skauzt. Þeir þarna í Bolivíu fara fram á að þú verðir framseldur og ásakaður fyrir morð. — Hvað ertu að segja? — Já, það er algerlega óskiljanlegt, og ég trúi ekki að þeir kom- ist áfram með það, þegar tekið er tillit til þess að þú varst að verja líf þitt. Það er lán að þú skulir geta sýnt örið eftir áverkann, en það virðist vera einhver óskiljanleg þvæla í þessum skjölum frá Boli- viu; þessir kynblendignar eru alltaf sjálfum sér líkir. — Ég verð að hitta Hallorsen strax. — Ég býst ekki við því að viðbrögð hins opinbera verði skjót, frekar venju. Svo sátu þeir feðgarnir þöglir um stund, mjög áþekkir á svip. Þeir höfðu alltaf haft hugboð um að þessu máli væri ekki lokið, en höfðu þó ekki horfzt í augu við raunveruleg vandræði fyrr. Hers- höfðinginn tók þessu líka ennþá alvarlegar en Hubert. Sú tilhugsun að einkasonur hans yrði dreginn yfir hálfan heiminn, ásakaður um morð, var hræðilegri en nokkur martröð. — Það þýðir ekki að sýta, Hubert, sagði hann að lokum. -—■ Ef það er nokkurt réttlæti til í þessu landi, þá hljótum við að koma í veg fyrir þetta. Ég er ósköp ónýtur í slíkum málum, en sumir vita alltaf hvert þeir eiga að snúa sér. Ég held við ættum að tala við Lawrence Mont; hann þekkir Saxenden og þá þarna í utanríkis- ráðuneytinu. Topsham sagði mér það, en hann sjálfur getur ekkert gert. Við skulum fá okkur frískt loft, það er líka gott að hreyfa sig svolítið. Hubert var snortinn yfir ástúð föður síns og þrýsti arm hans um leið og þeir gengu út. Þegar þeir komu í Piccadilly sagði hershöfð- inginn þreytulega: —- Ég er ekki hrifinn af þeim breytingum sem borgin hefur tekið. — Ég tek ekkert eftir þeim, nema Devonshire House. — Nei, það er skrítið. Andrúmsloftið í Piccadilly er sérstakt, það verður ekki hægt að eyðileggja það. Nú sjást ekki pípuhattar leng- ur, og það virðist ekki skipta máli. Ég hafði þessa sömu tilfinningu þegar ég gekk niður Piccadilly eftir stríðið, eins og ég hafði þegar ég var stráklingur og kom heim frá Indlandi. Maður hefur það á til- finningunni að vera að lokum kominn heim. — Já, það er skrítið hve heimþráin getur verið sterk. Ég fann það bezt í Mesopotamíu og Boliviu. Jafnvel Ameríkanarnir finna þetta. Hallorsen sagði að það væri ekkert þessu líkt í Ameríku; „enginn miðdepill þjóðernisáhrifa", eins og hann sagði. — Og þó eru þeir áhrifamiklir, sagði hershöfðinginn. — Það er enginn efi á því, en getur þú útskýrt það? Er það hrað- inn sem er þar að verki? -— Nei — ég held það sé peningavaldið. — Ég hef tekið eftir því að Ameríkanar skeyta lítið um peninga. Þeir vilja afla þeirra fljótt, og þeir vilja lika tapa þeim fljótt og eyða þeim fljótt, frekar en að afla þeirra. — Það hlýtur að vera skrítið að hafa engan kjarna, sagði hers- höfðinginn. — Landið er of stórt. En þeir hafa eins konar kjarna, og það er traust á landinu. Hershöfðinginn kinkaði kolli. Feðgarnir voru svo niðursokknir að þeir tóku ekki eftir því að þeir voru komnir inn í Mont Street. — Þarna er Em frænka þín, við skulum ekki segja henni neitt. Rétt fyrir framan þá gekk lafði Mont, og eins og venjulega virtist hún svífa. Þeir náðu henni rétt við dyrnar hjá henni. — Con, sagði hún, — þú ert orðinn magur. — En, góða mín, það hef ég alltaf verið. — Nei. Hubert, það er eitthvað sem ég þarf að segja við þig. Já, hvernig lízt þér á Jean Tasburgh? Finnst þér hún ekki aðlaðandi? — Jú, Em frænka. ■— Svo var það eitthvað viðvíkjandi múldýrunum, — ég man aldrei hvort asninn er karlinn eða konan. — Asninn er karldýrið, en kvendýrið er meri, Em frænka. — Já, og múldýrin eignast ekki afkvæmi, það er blessunarlegt. var er Dinny? Einhvers staðar í borginni. — Hún ætti að gifta sig. — Hvers vegna? spurði hershöfðinginn. — Hún er lagleg og óeigingjörn, það getur verið hættulegt. Hún tók lykil upp úr tösku sinni og opnaði. — Eg get aldrei fengið Lawrence til að drekka með mér te. Viljið þið te? 19. tbi. VIKAN 40

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.