Vikan - 19.06.1969, Page 1
Inni í blaðinu er palladómur um
Bjarna Guðbjörnsson, þingmann
og bankastjóra á Isafirði. Þar
segir, að Bjarni teljist hæglátur
maður og hófsamur, hjálpsamur
og raungóður, og sé prúður í
framgöngu og persónulega vinsæll,
en hann skorti allan garpskap.
Og ýmislegt fleira segir Lúpus um
Bjarna, ómyrlcur í máli að vanda.
— Myndafrásögn er að
sunnudegi í nágrenni Reykjavíkur,
og þá förum við Elliðavatnsveg
gegn um Rauðhóla og segjum
í máli og myndum frá þeirri leið,
meðal annar sérkennilegri
hólaskreytingu í Rauðhólunum.
I Eftir eyranu er þáttur um
söngkonuna Mama Cass, sem heitir
Mama Cass í megrun, en ]jessi
kona valdi sér ákaflega
harðneskjulega leið til að léttast
— var enda ekki vanþörf á. —
Og loks er athyglisverð grein
um kvnkrómósóm, sem heitir
Eru einhverjir fæddir til að verða
morðingjar, og fjallar um þá
kenningu, að ruglingur í
krómósómum mannslíkamans geti
valdið eðlislægri ofbeldishneigð.