Vikan


Vikan - 19.06.1969, Síða 8

Vikan - 19.06.1969, Síða 8
ER ÞAÐ EKKI ÞETTA SEM ÞÚ VILT Helzt er aS sjá að sam- band þitt við strákinn, sem þú ert með, verði langt (endi jafnvel með trúlofun eða giftingu), en ekki ham- ingjusamt að sama skapi. En um síðir gerir þú ein- hverjar róttækar ráðstaf- anir, sem breyta þessu til batnaðar, og eftir það e.r líklegast að þér gangi allt að óskum. Kæri draumráðandi! Mig langar til að biðja þig að ráða þennan draum fyrir mig. Mig dreymdi að bíll kæmi á staðinn, þar sem ég vinn, frá öðrum vinnustað rétt hjá. Ég og strákur, sem ég er agalega hrifin af settumst upp í bílinn, og vinkona mín líka, en svo fór hún út úr bílnum (það var kaffitími klukkan þrjú) af því að aðrir krakkar voru komn- ir fyrir utan bílinn. Strák- urinn, sem ég held að ég eigi engan séns í, fór að reyna við mig, en svo sagði hann allt í einu: Er það þetta sem þú vilt. Ég svar- aði játandi og sagðist hafa beðið lengi eftir því. Þegar við fórum út úr bílnum var komið langt fram á kvöld, svarta myrkur og allir krakkarnir farnir heim. P.S. Vonast eftir að þið ráðið þennan draum. Með fyrirfram þökk. Ein sem hefur áhuga. Myrkrið í draumnum er slæmur fyrirboði, en að öðru leyti er hæpið að hann sé annað og meira en endurómur óska þinna í vöku. Þ'NM ÁRN! Reykjavík, 27/5, ‘69. Kæra Vika! Hér er draumur, sem ég bið þig að ráða fyrir mig. Mig dreymdi að strákur- inn, sem ég er með, kæmi til mín með trúlofunar- hring, en mér virtist hring- urinn svo breiður og því- líkur að hann væri óekta að ég fór og fékk annan mjórri í staðinn. Innan í honum stóð: Þinn Árni. Með fyrirfram þökk. Ein fimmtán ára. „ ...NEMASVEIN- BARN SÉOG SJÁLFUR EIGI“ Kær Vika. Mig langar til þess að biðja þig að ráða fyrir mig drauma. Ég sendi tvo, en ef ekki er hægt að fá nema einn ráðinn, vil ég heldur þann fyrri. Hann er þann- ig: Mig dreymir að ég sé að fara niður að höfn að taka á móti barninu mínu, syni mínum fannst mér, sem væri að koma með skipi að utan og aðeins fjögurra til fimm mánaða gamall. Mér fannst mamma fara með mér, og fannst mér sem ég hefði aldrei séð son minn og var hálft í hvoru að 0 hugsa hvernig ég ætti að U þekkja hann. Þegar ég kem niður að höfn er Skógafoss kominn, en ekkert fólk sá ég nema tvo drengi, annan um það bil þriggja—fjög- urra ára en hinn um ferm- ingu, og stóð sá minni uppi á stórum trékassa. Ég þekkti þar strax son minn á kassanum, því að hann var alveg eins og pabbi hans, nema hvað hann var allur dökkhærður og brún- eygður, en pabbi hans er alveg ljóshærður, og svo var hann bara með stubba fyrir hendur, eins og putt- arnir kæmu þar sem oln- bogarnir ættu að vera. Eg ætla að fagna honum, en þá finnst mér hann líta svo ásakandi á mig og eldri drengurinn segir eitthvað á þá leið, hversvegna ég hafi látið sig fara frá mér, og finnst mér að þeir séu báðir einn og sami dreng- urinn og ég horfði bara á þann minni og talaði við hann. Ég sagði honum að 8 VIKAN »•tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.