Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 13

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 13
mála um. Maggie langaði til að mæta henni á miðri leið. Kannski gæti hún fengið tjöld með fugla- mynztri? — Þessar tómstundir, sagði ræðu- konan, — reyndar þurfum við fyrst að gera það upp við okkur að það séu tómstundir, hvort við höfum náð þeim aldri, að okkar sér raun- verulega ekki þörf lengur.... — Ég er svo syfjuð, hugsaði Maggie, að mér finnst konan rang- eygð, ég hefði aldrei átt að koma hingað. Grace hnippti í hana. — Þú hefðir ekki átt að koma, hvíslaði hún, — þú dottar. — Ég veit það. — Jæja, reyndu að halda þetta út, þær eru með jarðarberjaköku á eftir. — Ég get ekki borðað hana. — Ég vissi ekki að þú hefðir of- næmi fyrir jarðarberjum. — Ég hefi ekki ofnæmi fyrir jarð- arberjum, ég á von á barni. Andlitið á Grace varð eitt spurn- ingarmerki og það sem hún sagði var örugglega það fyrsta sem henni datt I hug. — Þú ert ekki að segja satt! Þá átt þú ekkert erindi í þennan kvennaklúbb. En svo bætti hún við síðar, og strauk handlegginn á Maggie. — Blessuð komdu út. Þú hefir líka ábyggilega nóg að gera á þessum efri árum þínum, og hún þarna kemur mér til að finnast ég vera eins gömul og amma Mósesar. — Mér finnst leiðinlegt að trufla. — Þú truflar meira ef þú dettur um sofandi. Hún hefir á réttu að standa, hugsaði Maggie. Hillis læknir hafði sagt: — Þú verður bara dálítið þreytt. Það er ekkert að óttast, og ekkert skrítið við það að verða barnshaf- andi um fertugt, en þegar þú verð- ur þreytt, áttu að hvíla þig. Hann hefði ekki þurft að taka það fram, hún fann það víst nógu greinilega. — Mig langar í kaffi, sagði Grace, og leiddi hana niður eftir götunni, að kaffistofu á götuhorninu. — Mér finnst þetta dásamlegt, sagði hún, þegar þær voru setztar, — þetta er alveg dásamlegt fyrir þig. Ef ég á að segja satt fyndist mér slíkt ekkert skemmtilegt, ef ég ætti sjálf að vera [ þínum sporum, en ég er nú heldur ekkert móðurleg. Ertu ekki ánægð með þetta? — Jú, það er ég, sagði Maggie. Anægð var ekki nógu sterkt orð, það passaði ekki ( þessu tilfelli; maður gat verið ánægður yfir því að kakan féll ekki, um leið og gest- irnir komu; ánægður með nýja vegg- fóðrið, hún gat l(ka verið ánægð yf- ir því að kjóllinn sem hún keypti fyrir tuttugu dollara, leit út fyrir að kosta helmingi meir; og hún gat verið ánægð ef hún kæmist í hann nokkrar vikur enn. Orðið ánægð gat ekki með nokkru móti lýst þeirri tilfinningu sem hún hafði til litla barnsins, sem hún átti von á. En hún gat ekki lýst því fyrir Grace, þótt hún hefði hlakkað til að segja beztu vinkonu sinni tíðindin. -- Jæja, ég get hugsað mér hvað Bill finnst um þetta, sagði Grace, — en hvað segir Janet? Hvað finnst henni? — Ég veit það eiginlega ekki. Þau höfðu haft miklar áhyggjur af því hvernig þau áttu að segja henni þetta, ákváðu fyrirfram hvað þau skyldu segja, hvenær og í hvaða samhengi, og þegar að því kom, varð Janet alls ekki vandræðaleg (eins og þau voru hrædd um að hún myndi verða), og ekki heldur frá sér numin (eins og þau höfðu vonað). — Hún varð eiginlega undr- andi, en mér er ekki Ijóst hvað hún hugsaði. Þú veizt hvernig þær eru á þessum aldri. Það getur verið að hún hafi áhyggjur af því að hún verði barnfóstra, þegar þar að kem’- úr. Janet segir mér varla hvað klukk- an sé, þó ég spyrji hana, hvað þá að hún segi mér hugsanir sínar. Grace hló. — Jæja, mér finnst þú ættir strax að gera ráðstafanir til að fá húshjálp, þú gætir fengið ein- hverja góða konu til að koma á daginn, því ekki vildirðu fá stúlku allan daginn? Nei, ég býzt ekki við því. En þú veizt Maggie, að þú mátt ekki fórna áhugamálum þfnum. Það yrði hvorki gott fyrir þig né barnið. — Hvað er hún að tala um, hugs- aði Maggie. — Mig langar ekkert til að fá stúlku til að gera verkin mtn eða að taka neitt að sér. Taka að sér hvað? Barnið? Húsið mitt? Hvor- ugt þessarra skyldustarfa fannst mér hrollvekjandi. Samanborið við það erfiði að lynda við Janet, var það hreint himnaríki að hugsa til þess að sinna smábarni. Barnið kæmist líka á erfiðu unglingsárin, en það var óratími þangað til; og það var þó nokkuð líkt með Maggie og Scar- lett O'Hara, hún gat alltaf geymt áhyggjurnar til morguns. — Hve langt ert þú komin á leið? spurði Grace. — Hvenær áttu von á barninu? — í miðjum maí. — Ó, það er svo skemmtilegur tími. Þá áttu sumarið framundan. Þær kláruðu úr bollunum og stóðu upp. Þegar þær skildu, sagði Grace: — Nábúakona mín hafði alveg dá- samlega sænska konu, sem kom tvisvar í viku, og svo er það frú Framhald á bls. 31. ______________________ 25. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.