Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 14
Úrdráttur úr skáldsögu Johns Galsworthys
11. H L U TI
EF TIL VILL ER ÞAÐ BEZTA PRÖF Á LYNDISFAR KONU, AÐ
LÁTA HANA BÍÐA EFTIR SÉR Á OPINBERUM STAÐ. DINNY
HEILSADl HONUM BROSANDI....
— Þér eruð mjög grandvör, sagði hann og hallaði sér fram á borð-
ið. — Hvaðan hafið þér það.
— Ég býzt við að það sé úr báðum ættum. „Trúmennska“ hefur
verið, „kjörorð“ ættarinnar.
— Ég veit ekki hvort ég skil það orð, sagði hann snöggt. —
Trúmennska gagnvart hverju? Hverjum? Það er ekkert svo fast-
mótað í þessari veröld, allt er afstætt.
— Það er til hlutir sem eru þess virði að halda tryggð við þá,
til dæmis trúin.
Hann horfði svo undarlega á Dinny að hún varð hálfhrædd.
— Trúin? Trúin á guð?
— Ja, — ég býst við því.
— Hvað? Getið þér kyngt þeim kreddum sem fylgja trúarbrögð-
unum? Haldið þér að ein helgisagan sé sannari en önnur. Haldið
þér virkilega að ein tegund trúar, á það sem við vitum raunar
ekkert um, sé sannari en öimur? Trúarbrögð! Þér sem hafið svo
ríka kímnigáfu, hljótið að hnjóta um það orð.
— Nei, ég held að raunveruleg trúarbrögð séu tilfinning fyrir
eilífum anda, sem umvefur allt, og siðferðileg þörf til að þjóna
honum.__________
— Hm-m, þetta er nú nokkuð langt frá því sem ég átti við, en
hvernig haldið þér að þessum anda sé bezt þjónað?
— Ég fer eftir trú minni.
— Þar skilur á milli hjá okkur. Sjáið til, sagði hann og henni
fannst kenna æsingar í röddinni. — Til hvers höfum við fengið
ákvörðunarhæfileika? Ég tek hverju vandamáli, þegar það ber að,
legg saman, finn svarið og svo framkvæmi ég. Ég framkvæmi
hlutina eftir því sem mér sjálfum finnst sennilegast og bezt.
— Fyrir hvern?
— Fyrir sjálfan mig, umhverfið og veröldina í heild.
— Hvað kemur fyrst?
— Það kemur út á eitt.
— Alltaf? Ég efast um það. Ég held líka að svörin yrðu svo
mörg hverju sinni að erfitt yrði að stjórna gerðum sínum sam-
kvæmt þeim. Og siðferðilegar reglur eru einmitt árangur af ótelj-
andi ákvörðunum, sem þessi sömu vandamál hafa krafizt af fólki
fortíðarinnar, svo hversvegna ættum við ekki að fara eftir reynslu
þeirra?
— Engar af þessum reglum voru settar af fólki með mínu hug-
arfari, eða í mínum sporum.
— Ég sé að þér viljið fylgja siðferðisreglum, sem líkjast dóms-
meðferð . . .
— Fyrirgefið! sagði Desert hvatlega. — Ég þreyti yður. Viljið
þér ábæti?
Dinny studdi olnboganum á borðið og hvíldi hökuna í lófum sér.
14 VIKAN 25 tbl-
— Þér þreytið mig ekki. Þvert á móti. Mér finnst þetta athyglis-
vert. Ég býzt við að konur fari frekar eftir tilfinningum sínum,
séu líkari hver annarri, frekar en karlmenn.
— Konur voru þannig, hvort þær verða það lengur, veit ég ekki.
— Ég held það, sagði Dinny, — ég held við verðum yfirleitt
ekki hneigðar fyrir útreikninga og flókin dæmi. En mig langar
í ábæti, soðnar sveskjur, held ég.
Desert horfði á hana, svo fór hann að hlæja.
— Þér eruð dásamleg, ég fæ mér líka ábæti. Er fjölskylda yðar
mjög vanaföst?
— Ekki beint vanaföst, en þau trúa á hefð og fortíðina.
— En þér?
— Ég veit það ekki. Ég held mikið upp á gamla hluti, gamla
staði og gamalt fólk. Ég er hrifin af því sem er fastmótað, eins
og mynt. Mér þykir notalegt að hafa það á tilfinningunni að ég
sé rótföst. Mér hefur alltaf þótt gaman að mannkynssögu, þótt
hún sé stundum hlægileg. Það er nokkuð furðulegt hvernig við
erum öll eins og bimdin við streng, eins og hænur dáleiddar á
krítarstriki.
Desert rétti fram hönd sína og hún faldi sína hönd í lófa hans.
— Við skulum vera vinir.
— Já, sagði Dinny, — og einhverntíma ætla ég að fá þig til
að segja mér nokkuð. En snúum okkur nú að líðandi stund, í
hvaða leikhús förum við?
— Er ekki eitthvað í gangi eftir náunga sem hét Shakespeare?
Með nokkurri fyrirhöfn komust þau að því að verið var að
sýna eitt af leikritum hins mikla snillings í litlu leikhúsi við
ána. Þau fóru þangað, og þegar leiknum vai- lokið, sagði Desert,
nokkuð hikandi:
— Viltu koma heim með mér og fá tebolla?
Dinny brosti og kinkaði kolli, og frá þeirri stundu fann hún
að haim breyttist í framkomu gagnvart henni. Hann varð inni-
legri en samt fullur virðingar, það var eins og hann hugsaði: —
Við erum jafningjar!
Stack bar þeim teið; augu hans voru sérkennilega skilnings-
rik, og eitthvað í fari hans minnti Dinny á munlc, og hún kunni
því vel. Hún hafði aldrei áður upplifað slíka stund, og í lok
heimsóknarinnar var henni ljóst að hún var ástfangin. Litla
sæðið, sem sáð var fyrir tíu árum, hafði náð því að skjóta öngum.
Þetta undur var svo stórkostlegt fyrir hana, sem nú var orðin
tuttugu og sex ára, og eiginlega búin að slá því föstu að hún
yrði aldrei ástfangin, að hún hélt niðri í sér andanum og horfði
undrandi á andlit hans. Hvað kom eiginlega til? Hversvegna
hafði hún þetta á tilfinningunni? Þetta var eiginlega útilokað!
Og hún fann að hún átti eftir að líða fyrir þetta, vegna þess að