Vikan


Vikan - 19.06.1969, Síða 15

Vikan - 19.06.1969, Síða 15
hann gat ekki verið ástfanginn af henni. Hversvegna ætti hann líka að vera það? Ef- hann hafði engar tilfinningar gagnvart henni, þá varð hún að dylja sínar; en hvernig átti hún að fara að því? — Hvenær fæ ég að sjá þig aftur? sagði hann, þegar hún bjóst til að fara. — Langar þig til þess? — Mjög mikið. — En hversvegna? — Hversvegna ekki? Þú ert fyrsta hefðarkoman, sem ég hefi talað við í tíu ár; ég held jafnvel að þú sért sú fyrsta sem ég hefi nokkru sinni talað við. — Ef við eigum að hittast aftur, þá máttu ekki draga dár að mér, þú mátt ekki hlæja að mér. — Hlæja að þér. Hver heldurðu gæti gert slíkt? Hvenær þá? — Jæja! Eins og er sef ég í lánsnáttkjól í Mont Street. Með réttu lagi ætti ég að vera á Condaford. En systir mín ætlar að gifta sig hér i næstu viku, og bróðir minn er að koma heim frá Súdan, svo það getur verið að ég fái dótið mitt sent, og verði hér í nokkra daga. Hvar eigum við að hittaet? — Viltu koma í ökuferð á morgun? Ég hefi ekki komið til Richmond eða Hampton Court í svo mörg ár. — Ég hefi aldrei komið þangað. — Þá er allt í lagi. Ég mæti þér við Foch styttuna klukkan tvö á morgun, hvort sem það rignir eða ekki. — Mér er mikil ánægja að hitta þig þá. — Stórfint! Hann beygði sig skyndilega fram, greip hönd hennar og þrýsti henni að. vörum sínum. — En háttvís, sagði Dinny. — Vertu blessaður! Dinny var svo upptekin af þessu dásamlega leyndarmáli sinu, að hana langaði helzt til að njóta þess i einrúmi, en hún var boðin i miðdegisverð til Díönu og Adrians. Þegar Diana giftist Adrian, sögðu þau húsnæðinu í Oakley Street upp, það bjó yfir svo sárs- aukafullum minningum. Þau fluttu í frekar ódýra íbúð við eitt torgið í Bloomsbury, og voru búin að búa notalega um sig þar. Þau völdu þennan stað, vegna þess að það var stutt frá safninu, Adrian vildi vera sem mest hann gat heima hjá konu sinni. Á ieið sinni þangað var Dinny að íhuga hvort hún ætti nokkuð að tala um hvar hún hefði verið og samkvæmt eðli sínu ákvað hún að segja þeim það, enda er það yndi ástfanginnar stúlku, að tala um þann sem hún elskar. Adrian var líka svo þægilegur og hann vissi líka mikið um Austurlönd. Fyrsta samtalsefnið við borðið var auðvitað brúðkaup Clare og heimkoma Huberts. Dinny var svolítið uggandi út af húsbónda- vali systur sinnar. Sir Gerald Corven, sem kallaður var Jerry, var fertugur, kvikur, frekar þybbinn, með djarflegan svip. Hún viður- kenndi að hann var mjög aðlaðandi, hugleiddi jafnvel hvort það væri ekki einum um of. Hann var hátt settur í nýlendumálaþjónust- unni, einn þeirra sem fólk sagði að ætti eftir að komast langt. Hún hugleiddi einnig hvort Clare væri ekki nokkuð lík honum, framgjörn, sniðug og nokkuð gefin fyrir að tefla djarft, og svo var hún sautján árum yngri en hann. Diana, sem þekkti hann vel, sagði: — Þessi sautján ára aldursmunur er það bezta. Jerry þarf að róast. Það væri ágætt að hann hefði líka einhverjar föðurlegar tilfinningar gagnvart henni. Hann hefur lifað nokkuð hátt. Ég er fegin að hann fer til Ceylon. — Hversvegna? — Vegna þess að þá mætir hann ekki svo glatt fortíðinni. — Hefur hann eitthvað skuggalega fortíð? — Vina mín, hann er ástfanginn núna, en það er aldrei hægt að reikna menn eins og Jerry út; hann er hrífandi og hefur líka mjög mikið yndi af að renna sér á hálum ís. — Heyrðu frændi, sagði Dinny, — hvar er Darfur? — Það er fyrir vestan Súdan, eiginlega allt eyðimörk. Hvers- vegna spyrðu? —- Ég borðaði hádegisverð með Wilfrid Desert, svaramanni M:chaels, hann talaði um Darfur. — Hefur hann verið þar? — Ég held hann hafi verið um öll Austurlönd nær. — Ég þekki bróður hans, Charles Desert; hann er einn af efni- legustu ungu stjórnmálamönnunum. Það er eiginlega alveg öruggt að hann verður menntamálaráðherra við næstu kosningar. Ég hef aldrei hitt Wilfrid. Hvernig er hann? — Ég hitti hann fyrst í gær. Hann er eiginlega eins og sérkenni- legur matur, þú borðar einn bita og vonar það bezta. Ef þú lýkur við matinn, þá líður þér ábyggilega vel. Pkamhald á bls. 39 1. 2. 3. 1. Kristín Svínprinsessa kann bezt við sig í einföldum eftirmiðdags- klæðnaði, eins og þessu svart-hvíta kjól. Við ber hún svart lakkveski. 2. Grace Kelly, prinsessa af Monaco, hefur löngum verið mikið fyrir dökkblátt og hvítt í vor- og sumarklæðnaði sínum. Hér er hún í kraga- lausri kápu og dökkbláum sokkum — svo smekklegt sem það nú er. 3. Lee Radziwill prinsessa og systir Jackie Kennedy Onassis, er ævin- lega klædd samkvæmt nýjustu Parísartízku. í vor var það einföld buxnadragt, einlitar buxur og svart köflóttur jakki. Svona mætti prins- essan í brúðkaup pólska hertogans Potocki. 4. 5. 6. 4. Margrét Bretprinessa leggur mikla áherzlu á að klæða af sér kílóin. Og ekki ber á öðru en að sú viðleitni beri góðan árangur. 5. Og sú fegursta þeirra allra, Paola Belgíuprinsessa. Á þessari mynd, sem tekin var í vor, er hún klædd grábrúnni (beige) kápu og með hatt aftur á hnakka, þar sem hárið er bundið í hnút. 6. Karólína prinsessa af Monaco líkist móður sinni æ meir, þrátt fyrir að hún hafi hinn dökka litarhátt föður síns. Hér er hún klædd sjort- dragt, með slæðu vafða kæruleysislega um hálsinn. '★ V_______________________________________________________________________________y 25. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.