Vikan


Vikan - 19.06.1969, Síða 18

Vikan - 19.06.1969, Síða 18
Framsóknarflokkurinn þótti lengi áhrifalítill á Isafirði. Lét hann sér jafnan nægja að veita Alþýðuflokknum full- tingi í bæjarstjórnarkosning- um þar í kaupstaðnum, með- an bærileg sambúð hélzt með þeim og samvinna í lands- málum, en bauð stundum fram til alþingis að minna á sig, þó að fylgið reyndist að- eins nokkur atkvæði. Á þessu varð hins vegar gagngerð breyting, þegar Bjarni Guð- björnsson kom til sögunnar þar vestra. Hann var kjörinn bæjarfulltrúi 1955 og hefur verið endurkosinn til þess trúnaðar ávallt síðan. A Framsóknarflokkurinn nú tvo fulltrúa í bæjarstjórn kaup- staðarins og stjórnar höfuð- stað Vestfjarða ásamt Al- þýðuflokknum og Alþýðu- bandalaginu, en Sjálfstæðis- flokkurinn er í minnihluta. Virðist einsýnt, að þetta gengi Framsóknarflokksins á Isafirði sé Bjarna mjög að þakka. Þó berst hann lítt á í stjórnmálabaráttunni, en situr aftur á móti í embætti, sem reynist honum mikils virði. Urslit alþingiskosninganna á ísafirði sumarið 1959 vöktu svo mikla athygli um gervallt landið. Astæðan var sú, að Bjarni Guðbjörnsson fékk drjúgum meira fylgi sem frambjóðandi Framsóknar- flokksins en nokkur hugði. Komu í hlut hans 269 atkvæði og jafnmörg og frambjóðanda Alþýðuflokksins, Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum menntaskólakennara og síðar skólameistara á Akureyri. Höfðu þar með orðið harla óvænt straumhvörf í stjórn- málum Isfirðinga. Framsókn- arflokkurinn var þar eldci lengur hlýðinn og auðsveip- ur litli bróðir heldur jafnoki Alþýðuflokksins um fylgi og áhrif í „rauða bænum“ eins og ísafjörður kallaðist, þegar Ilaraldur Guðmundsson, Vil- mundur Jónsson, Finnur Jónsson, Guðmundur Gísla- son Hagalín og Hannibal Valdimarsson voru þar gunn- reiíir og sigursælir leiðtogar jafnaðarmanna. Sannaðist glöggt á ísafirði sem og víð- ar, að kjördæmabreytingin 1959 var Framsóknarflokkn- um engan veginn eins var- hugaverð og málsvarar hans ætluðu eða létu. Hún kom Bjarna Guðbjörnssyni allt í einu á framfæri við alþjóð. Bjarni fæddist í Reykjavík 29. nóvember 1912 og er son- ur Guðbjörns Guðbrandsson- ar bókbindara og konu hans, Jensínu Jensdóttur, en ætt- irnar munu báðar úr Dalá- sýslu. Bjarni varð gagnfræð- ingur í Reykjavík 1930, en starfaði eftir það sem bílstjóri í höfuðborginni nokkurt ára- bil og ók strætisvagni um skeið. Nam hann síðan við kennaraskólann og lauk það- an prófi vorið 1941. Gerðist hann þá starfsmaður Utvegs- banka íslands og vann þar, unz í híut lians kom í árs- byrjun 1950 að veita forstöðu útibúi bankans á ísafirði. Hefur Bjarni Guðbjörnsson haft þann starfa á hendi síð- an við góðan orðstír og með drjúgum árangri. Aður starf- aði hann árlangt við banka í Danmörku og Svíþjóð. Eitt- livað vann hann og að félags- málum æskuárin í höfuð- staðnum og komst til met- orða í samtökum reykvískra íþróttamanna, enda bróðir Jens Guðbjörnssonar, sem kunnur er á þeim vettvangi. Lítt mun hafa borið á stjórnmálaáhuga í fari Bjarna Guðbjörnssonar áður en hann fluttist til ísafjarðar. Samt mægðist hann Framsóknar- flokknum, því að kona hans er dóttir Björns Kristjánsson- ar fyrrum kaupfélagsstjóra á Kópaskeri og alþingismanns Norður-Þingeyinga. Bjarni skipaði sér hins vegar brótt í fylkingarbrjóst Framsóknar- flokksins á ísafirði eins og áður getur. Nóði hann fyrr en varði kjöri til bæjarstjórn- ar og var svo forseti hennar 1962—1966. Víkur nú sög- unni að haustkosningunum 1959, er kjördæmabreyting- in kom til framkvæmda. 18 VIKAN tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.