Vikan - 19.06.1969, Side 20
ER MORÐHNEIGÐIN MEÐFÆDD? ÞESSARI SPURNINGU HEFUR VERIÐ VARPAÐ FRAM VIÐ MÖPcG
OG ÞÖTT SVARIÐ VÆRI JÁ, ER EKKERT HÆGT AÐ GERA TIL HJÁLPAR í JÁKVÆÐA ÁTT - EMNÞÆ
ERU EINHVERIIR HEDDIRII
Upp á síðkastið hefur þessari spurningu verið varpað fram
og hún rökrædd víða um veröld í sambandi við réttarhöld yfir
morðingjum, sem allir hafa átt það sameiginlegt, að hafa aðra
samsetningu kynkrómósóma en eðlilegt er talið.
Reiknað er með, að einn af hverjum þúsund fæðist með „glæp-
samlega“ samsetningu kynkrómósóma. Erfðafræðingar kalla
þetta XYY samsetningu.
Richard Speck, maðurinn sem myrti og limlesti átta hjúkr-
unarkonur í Chicago, var XYY maður.
Daniel Hugon, París, myrti 60 ára skækju. Hann var XYY
maður.
Lawrence Hannel, Melbourne, kyrkti 77 ára konu. Hann var
XYY maður.
Skozki erfðafræðingurinn William Price hefur rannsakað
fjölda fólks í fangelsum og á geðveikrahælum, og hann hefur
slegið því föstu, að í þeim hópi séu 50 til 60 sinnum fleiri með
hina hættulegu XYY samsetningu en í tilsvarandi fjölmennum
hópi eðlilegs fólks. Þessi vitnisburður hans er tíðum notaður af
vamaraðilum, sem beita XYY samsetningunni sem vörn í rétt-
arhöldum.
Fremsti vísindamaður Svía á þessu sviði, prófessor Hans
Forsman í Gautaborg, segir: — Það væri rangt, að segja að
ALLIR þeir, sem fæðast með XYY samsetningu verði afbrota-
menn. Eg get þvert á móti borið því vitni, að meðal þeirra eru
fullkomnir séntilmenn, menn, sem aldrei hafa komizt í kast við
réttvísina. Af rannsóknum mínum dreg ég þá ályktun, að bein-
harður dilkadráttur, eins og fram kemur í niðurstöðum skozku
rannsóknarinnar, sé ekki réttlátur.
Prófessor Forsman starfar við geðveikrasjúkrahús heilags
Görans í Gautaborg. Hann hefur rannsakað fjölda XYY sjúkl-
inga við það sjúkrahús og segir um þá rannsókn:
— Hér er töluverður fjöldi með þessa krómósómsamsetningu,
en í flestum hóprannsóknum verður hið sama uppi á teningn-
um hvort sem er. Trúlega hefur eitt sveinbarn af hverjum þús-
und þessa samsetningu. En rannsóknirnar eru enn ekki nærri
nógu víðtækar til að hægt sé að draga af þeim varanlegar álykt-
anir. En það fer ekki milli mála, að fjölmargir eru XYY menn
án þess að eiga við glæpahneigð eða sálrænar truflanir að stríða.
A þessu stigi rannsóknanna er þó ef til vill hægt að slá því föstu,
að XYY menn eigi fremur á hættu að verða afbrotamenn eða
fá geðrænar truflanir en eðlilegir menn, það er XY menn. Það
er heldur ekki víst, að afbrotahneigð fái útrás í ofbeldisverkum.
Vissulega eru þau hlutfallslega mörg, en meðal XYY mannanna
er einnig að finna venjulega þjófa, falsara og aðra afbrotamenn,
sem ekki limlesta fólk eða myrða. Og þar sem margir af þessu
tagi eru óaðfinnanlegir borgarar, bendir það eindregið til þess,
að aðrar ytri kringumstæður geri XYY manninn að morðingja.
Hvaða kringumstæður það eru, viturn við ekki ennþá. En venju-
lega hefur umhverfi og uppeldi mikil áhrif í þessu sambandi.
XYV mennimir eru stundum kallaðir „löngu mennirnir“, af
því þeir eru næstum alltaf yfir 180 cm á hæð. Samkvæmt skozku
20 VIKAN 25-tw-
Ef til vill er Horst Dieter
Götze XYY maður. Hann hef-
ur viðurkennt morð á þremur
skækjum í París, en líkur eru
talðar benda til, að hann hafi
einnig unnið á allverulegum
hópum vændiskvenna í Lond-
on og Þýzkalandi. Draumur
hans var að myrða íleiri kon-
ur en Landru, varúlfurinn frá
Dússeldorf og Jack the Ripper
samanlagt.