Vikan


Vikan - 19.06.1969, Page 22

Vikan - 19.06.1969, Page 22
VMISLEGT 01SOPUKJÖTI LAMBAKJÖXSRÉTTUR IV2 kg súpukjöt (frampartur) smjörlíki 1 matsk. hveiti 3 matsk. tómatlögur 1 laukur 4 gulrætur (frekar smáar) 6 meðalstórar kartöflur (eða að vild) salt — pipar. Kjötið brúnað í smjörlíkinu og salti og pipar stráð yfir. Því- næst er hveiti stráð yfir og vatn látið á svo það rétt þekur kjötið, látið suðuna koma upp, bætið brytjuðum lauknum í, ásamt tómat- legi og allt látið sjóða við lítinn hita ca. 1 klst. Gulrætur skornar í litla bita og þeim bætt í ásamt smábrytjuðum kartöflunum, vægri suðu haldið áfram unz grænmetið er fullsoðið. LAMBARAGU IVj kg lambakjöt (súpukjöt) er látið hálfsjóða. Tekið upp og látið renna vel af því, þerrað og velt upp úr hveiti og salti (3 hlutar hveiti 1 hluti salt). Bitarnir brúnaðir í velheitu smjörlíki, látnir í pott og ca. 1 lítra af fyrra suðuvatninu hellt yfir. 1 lítill rifinn laukur látinn samanvið og 1—2 lárviðarlauf. Einnig má láta brytjaða súrsaða agúrku í, eftir smekk. Látið smásjóða unz kjötið er fullsoðið. Sósan jöfnuð. Borið fram með kartöflustöppu. KJÖT í KÁLI IV2 kg kjöt (súpukjöt) 1—2 kg hvítkál 3 matsk. hveiti salt heill pipar vatn. Sé kjötið mjög magurt, er gott að smyrja botninn á pottinum vel. Annars er feitasta kjötið látið neðst í pottinn. Þá lag af káli og þannig áfram, lag af kjöti, síðan kál. Milli laganna er stráð ögn af hveiti, salti og piparkornum. Sjóðandi vatni hellt miðja vega upp á kjötið, soðið undir loki við vægan hita 2—2(4 klst. Það er þessi langa hæga suða, sem gerir réttin sérlega bragðgóðan. Ekki skaðar að elda stóran skammt, því rétturinn verður enn bragðbetri við upphitun. LAMBAFRIKASSÉ 1(4 kg súpukjöt, er soðið með 1 brytjaðri púrru eða 1 litlum lauk og nokkrum skornum gulrótum. Þegar kjötið er fullsoðið er það tekið upp og búin til sósa. Bakið upp 50 gr smjörlíki og 50 gr hveiti, þynnt út með soðinu af kjötinu. Dálítið af aspargus og rækjum látið hitna í sósunni, sem er síðan hellt yfir kjötbit- ana. Heitar kartöflur bornar með. LAMBAKJÖT í TÓMATSÓSU 1(4 kg súpukjöt 2 laukar 3 matsk. smjörlíki 1 matsk. hveiti 3 matsk. tómatlögur. Laukurinn sneiddur og brúnaður í smjörlíkinu. Síðan er kjötið brúnað í feitinni, saltað eftir smekk:, látið í pott ásamt lauknum, hveiti stráð yfir og sjóðandi vatni hellt á, ekki meira en nauð- synlegt er. Látið sjóða við vægan hita í lokuðum potti allt að 2 klst. Tómatlegi bætt í síðasta hálftímann. Grænar baunir bornar með. Framhald á bls. ?? Framhald á bls. 37. 22 VIKAN tbl'

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.