Vikan - 19.06.1969, Page 32
★
M1Ð3PRENTUN
Takið upp hina nýju aðferð og látið
prenta alls konar aðgöngumiða,
kontrolnúmer, tilkynningar, kvitt-
anir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyr-
irliggjandi og útvegum með stuttum
fyrirvara ýmiss konar afgreiðslubox.
Leitið upplýsinga.
HlLNie mf
Skipholti 33 — Sími 35320.
V____________________________________________________________________________________________
Bill stakk höfðinu út um svefn-
herbergisdyrnar, með augun hálf-
lokuð og hárið úfið. — Hvað er að?
Hvað gengur að þér?
— Það er ekkert að mér. Alls ekki
neitt, sagði hún, og fann hjá sér
einhverja óviðráðanlega löngun til
að leika píslarvott.
— Jæja, komdu þá í rúmið.
— Ég er bara með svolítin brjóst-
sviða. Þetta píslarvætti var eins og
að skúbba eldhúsgólf, án þess að
nokkur tæki eftir því.
— Jæja, taktu þá þessar maga-
töflur þínar. Hann klóraði sér í höfð-
inu og skreið upp ! rúm.
Hann var ekkert harður eða tiI-
finningalaus, hann var bara hálfsof-
andi. Og þó, hugsaði hún, áður en
Janet fæddist, hefði hann örugg-
lega staðið yfir henni, boðizt til að
hjálpa og gert allt til að létta henni
óþægindin. En hún hafði bara aldrei
haft brjóstsviða, áður en Janet fædd-
ist. Hún var ergileg, þegar hún
hugsaði til þess að hún hafði neit-
að sér um eplasalatið, sem hana
langaði mikið í, og samt var hún
með þennan andstyggilega brjóst-
sviða. Hún skrifaði „brjóstsviði" á
bréfræmu og límdi hana á minnis-
töfluna í eldhúsinu. Hún mundi al-
drei eftir þv! sem hún ætlaði að
spyrja lækninn um, þegar hún var
komin til hans. Framvegis ætlaði
hún að skrifa allt niður.
Það gerði hún samvizkusamlega
næstu þrjár vikur, en þegar hún fór
til að hitta lækninn, gleymdi hún
minnisblaðinu.
— Er nokkuð að þér, Maggie?
spurði Hillies læknir, þegar hann
hafði lokið venjulegri skoðun.
— O, — nei.
— Þetta var nú ekki beint jákvætt
svar.
— Ég skrifaði ýmislegt á minnis-
blað, en ég gleymdi blaðinu, og ég
man ekki hvað stóð á því.
— Þetta er stórkostlegt! Vanda-
mál, sem þú manst ekki einu sinni
eftir, geta varla verið alvarleg. Ég
sé þig þá eftir mánuð. Gleymdu
ekki vítamínstöflunum.
Hún sneri sér snögglega við í
dyrunum.
— Brjóstsviði. Það var það sem
ég skrifaði.
— Ó, það er ósköp algengt. Ertu
stöðugt með brjóstsviða?
Hún hristi höfuðið. — Nei, eigin-
lega ekki.
— Jæja, kauptu töflur í lyfjabúð-
inni. Hann var hvorki harður né
áhugalaus, hann var aðeins störfum
hlaðinn, og ánægður með líðan
hennar.
Hún fór inn í móttökuherbergið
til að taka spjaldið sitt, og meðan
hún beið eftir því, virti hún fyrir
sér hinar konurnar á biðstofunni.
Síðan hún fór að fara ( reglulega
skoðun, var hún farin að kannast
við þessar konur; þarna var þessi
þvengmjóa, Ijóshærða, sem var eins
og hún hefði gleypt stóran bolta
(eins og Peg McCloskey, hugsaði
Maggie); hin Ijóshærða konan, sem
var alltaf með lítinn dreng með sér.
Hann sat á stól, með myndabók í
annarri hendinni og samloku, sem
hann boriðaði ekki, ! hínní, og
Maggie hugleiddi hvað hann væri
að hugsa, innan um allar þessar
blómlegu konur, sem töluðu saman
um ástand sitt. Venjulega var það
frú Williston sem byrjaði og hafði
líka síðasta orðið. Frú Williston var
svo hjartanlega ánægð með ástand
sitt, að það var ekki laust við að
Maggie öfundaði hana, hún elskaðí
allt, jafnvel brjóstsviðann.
— Ég hefi þyngst um tvö kílór
sagði hún nú, og ! framhaldi af
því fóru konurnar að tala um mat-
aræðið. — Ég þyngist alltaf um 15
kíló, það er sama hvað ég gerí,.
sagði sú mjóa, Ijóshærða, og hinar
sögðu frá: — .........vinkona m!n
þyngdist um 23 kíló .... —..........
get ekki séð kartöflur... — ........
var að drepast í þrjá mánuði, en nú
er ég sísvöng ....
Maggie fann löngun til að taka
undir, en hún hafði ekkert sérstakt
að tala um, nema brjóstsviðann. Hún
sagði það, sér til undrunar, og hún
hafði þá kjánalegu tilfinningu að
enginn hefði heyrt til sín, nema
litli drengurinn.
En móðir hans hafði heyrt það,
og það kom í Ijós að hún vissi allt
um þau óþægindi. — Ó, já, sagði
hún, — það er andstyggilegt, það er
bezt að maula sódakex, það geri ég.
— Mjólk, sagði ein, — smásopa.
— Það er vegna þess að barnið
er með mikið hár, sagði frú Willis-
ton, grafalvarleg.
— Það hættir, þegar barnið fer
að hreyfa sig . . . . —.......hreyf-
ingar, þetta er rumba .... — Drott-
inn minn, það er þó satt. Ég vakna
við þetta klukkan tvö á nóttunni,
rétt eins og við vekjarklukku, og
ég hirði ekki um að vita á hvað
það veit .... — Það veit ekki á neitt
sérstakt, nema þá að barnið er
drengur .... — Drengir hreyfa sig
meira, alveg frá byrjun ....
Maggie tók við spjaldinu og fór,
og það var ekki laust við að hún
hefði sömu tilfinninguna og þegar
hún fór fyrst í skóla, og það var
raunar ekki svo undarlegt. Þegar
á það var litið, voru þetta allt ung-
ar konur, og aðaláhugamál þeirra
næstu árin snerust um börn, bæði
þeirra eigin og annarra. Þær eru
eins og sérstakur klúbbur, en félags-
skfrteini mitt rann út með Janet.
Hún átti að hitta Grace á fundi,
þar sem ræða átti hjálparstarfsemi
á sjúkrahúsum, kom of seint til há-
degisverðarins, það var komið að
ábætinum.
— Ég vil bara kaffi, sagði hún
þjónustustúlkunni, en varð þá litið
á diskinni hjá Grace, sem ekki var
hálfnuð með aðalmatinn, og svip-
ur hennar lýsti svo mikilli öfund,
að Grace ýtti diskinum frá sér.
— Þetta barn þitt er það bezta
sem gat komið fyrir matarlystina (
mér, sagði Grace. — Hvernig líður
þér? Þú lítur stórkostlega vel út.
Það er ekki hægt að sjá að þú sért
ófrísk.
— Mér líður prýðilega. Maggie
rétti úr sér, ánægð yfir því að fá nú
tækifæri til að tala um ástand sitt.
— Reyndar var ég að koma frá
32 VIICAN 25-tbl-