Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 37
Philip Morris vekur athygli
á mest seldu
amerísku filtersigarettunni
í Evrópu.
Reynið pakka af Marlboro og þér sannreynið hvað kallað er
raunverulegur tóbakskeimur.
Keimur, réttur keimur. Fullþroskað fyrsta flokks tóbak gefur Marlboro
þennan góða keim. Er þetta ekki það sem þér leitið að í filtersigarettunni?
„FILTER“ • RÉTTUR KEIMUR • „FLIP TOP“ PAKKI.
— Ég kom ( morgun, áður en ég
fór í skólann, og þau leyfðu mér
að sjá hana. O guð, sagði hún og
baðaði út höndunum af ákafa, —
hún var aðeins fjögra klukkutíma
gömul.
— Beygðu þig svo ég geti kysst
þig, sagði Maggie.
— O, mamma, fyrir hvað?
Maggie gat hugsað sér að minnsta
kosti fimmtán svör, en öll of flókin
til að útskýra þau ! fljótheitum.
— Fyrir að hugsa um heimilið
fyrir mig, sagði hún.
Þær fóru eins og þær komu, tvær
og tvær saman, og Maggie hallaði
sér aftur á koddann, sætlega syfjuð
og ánægð með að vera það. Hún
heyrði því ekki að það var drepið
varlega á dyrnar.
Ung kona, í baðkápu og inniskóm
læddist inn. — Frú Salem?
Maggie leit upp og deplaði aug-
unum. — Ég þekkti yður ekki, sagði
hún, og var nærri búin að segja: —
Án kúlunnar.
— Hillis læknir sagði mér að þér
hefðuð komið í gærkvöldi. Hann
sagði að þér hefðuð eignazt stúlku.
Það eignaðist ég líka, og það var
það sem við óskuðum í raun og
veru. Auðvitað var okkur nokkurn-
veginn sama, en við óskuðum eftir
dóttur. Hvernig líður yður? Mér líð-
ur dásamlega. Það er auðvitað ekki
undarlegt. Mín var sextán merkuri'
Hillis læknir segir að það sé óvenju-
legt, af stúlku að vera. Hún er líka
hávaðasöm. Hillis hefir aldrei heyrt
annan eins hávaða úr nokkru barni.
Eigið þér þá með svarta hárið? Það
eru þrjú með mikið hár, og fimm
sköllótt, — mín er með mikið hár,
og það er rautt! Hillis læknir sagði . .
En Maggie var steinsofnuð, með
bros á vör .....
☆
E?tt dægur á milli
Framhald af bls. 11.
ýmissa mála. Kvikmyndahúsin
eru ekki jafnmikill áhrifavaldur
og fyrr. Sjónvarpið hefur komið
í staðinn.
— Einn nemandi er dugmikill
og traustur, annar miður. Á einu
heimili njóta börnin hlýju og
umönnunar og venjast á háttvísi
og hlýðni. Hjá öðrum er þetta í
molum. Svipur barnanna segir
— Þetta er einn af þeim dögum
sem mér finnst ég hafa fram-
kvæmt eitthvað!
frá. Hann er opinn og trúr án
orða. En þannig hefur þetta ver-
ið í því nær fjörutíu ár, sem ég
hef haft nokkur kynni af ungu
fólki á þroskaskeiði.
Séu unglingar taumlausari og
villtari í viðbrögðum nú en þeir
hafa áður verið, þá mun það
fyrst og fremst koma fram þegar
þeir vilja „upp á dekk“ í hópi
hinna fullorðnu og láta þar að
sér kveða. Agaleysi verður varla
að öllu leyti skrifað á reikning
þess, sem aganum á að lúta, öllu
fremur hins, sem taumhaldinu
ræður.
Æskan er í eðli sínu glöð og
undirhyggjulaus. Það er aðeins
er skuggi af rangsnúinni lífs-
mynd þeirra, sem á undan ganga
fellur á sál hennar, að örlögin
ráðast í undirheimum.
Rótlausir og byltingakenndir
þjóðfélagshættir, þar sem hávaði
og hraði verða yfirþyrmandi og
baráttan um algleymi lífsmunað-
ur í fyrsta sæti, hljóta óhjá-
kvæmilega að setja sinn svip á
framkomu og hátterni þeirra sem
upp vaxa í því andrúmslofti. ís-
lenzk börn þroskast ekki lengur
utan alfaraleiðar.
En þótt nú séu liðin tíu ár síð-
an ég var hér fyrr á ferð finnst
mér hugblærinn sá sami og að-
eins hefði eitt dægur á milli leg-
ið, þegar yfirborðsöldurnar læg-
ir. ☆
Ýmislegt úr súpukjöti
Framhald af bls. 22.
BRÚNUÐ SMÁSTEIK
1% kg súpukjöt, er soðið með
grænmeti, svo sem gulrótum,
gulrófum og iauk. Bitarnir látn-
ir kólna, velt upp úr eggi og
raspi, brúnaðir í smjörlíki. Bú-
in til sósa úr soðinu og græn-
metinu.
AFGAN GARAGÚ
3 matsk. smjörlíki
3 matsk. hveiti.
1 fínhakkaður eða rifinn lauk-
ur. Smjörlíki og hveiti er bakað
upp, þynnt með kjötsoði og mjólk
eins þunnt og óskað er, lauk
bætt í og soðið vel saman. Smá-
brytjuðum kjötafgöngum bætt í,
saltað og piprað að þörfum. Ef
grænmetisafgangar eru til er gott
að láta þá í sósuna. Soðin hrís-
grjón eða kartöflustappa borin
með. ☆
■ mimillliH
— Get ég fengið bókina um það
að menn séu komnir af öpum?
85. tbi. VIKAN 37