Vikan - 19.06.1969, Page 39
Framhald af bls. 15.
— Mig langar til að hitta unga manninn, sagði Adrian. — Hann
stóð sig vel í stríðinu, og ég hef yndi af ljóðum hans.
— Langar þig til þess, frændi. Ég get komið því til leiðar. Við
höfum hug á að hittast daglega.
— Ó! sagði Adrian. — Ég hefði gaman að því að ræða við
hann um ættflokk Hittía. Við vitum að ísraelsmenn eru Arabar, en
það er ekki búið að rannsaka nógu vel uppruna Hittíanna. Gyð-
ingarnir hér og í Þýzkalandi eru örugglega frekar af kyni Hittía
en Semíta.
— Þekkir þú Jack Muskham frændi?
— Aðeins að afspurn. Hann er frændi Lawrence og sérfræðing-
ur í að hreinrækta veðhlaupahesta. Það getur verið ákaflega
merkilegt rannsóknarefni.
— Jack Muskham, sagði Díana, — var einu sinni mjög ástfanginn
af einni systur minni, það hefir gert hann bitran.
— Mér finnst hann glæsilegur maður, sagði Dinny.
— Hann ber fötin vel, en er sagður hafa andstyggð á öllu ný-
tízkulegu. Hversvegna spyrðu, Dinny?
— Ég hitti hann á dögunum, og hef verið að velta því fyrir mér
hverskonar manngerð hann sé.
— Ég hef oft hugleitt að gömlu fjölskyldurnar frá Cornwall,
eins og Desertarnir hafi einhvern anga af Fönikíumönnum í sér,
sagði Diana. — Sjáið bara Mullyon gamla lávarð, hann er skrítin
manngerð!
— Það er ímyndun vina mín. Það er miklu líklegra að finna
slík einkenni hjá almúgafólki. Desertarnir hafa kvænzt inn í fjöl-
skyldur sem alls ekki eru frá Cornwall í fleiri hundruð ár.
— Er Desert fjölskyldan mjög gömul? spurði Dinny.
— Þeir eru virðulegir en skrítnir. Þú veizt álit mitt á þessum
gömlu fjölskyldum, Dinny, svo ég ætla ekki að skýra það betur
fyrir þér.
Hún kinkaði kolli og horfði blíðlega á hann. Það var dásamlegt
að hann skyldi loksins vera kominn á græna grein ...
Ökuferðin til Richmond Park, yfir Ham Common og Kingston
Bridge til Hampton Court, og til baka gegnum Twickenham og
Kew, var nokkuð sérstök að því leyti að þau ýmist þögðu lengi,
eða þau töluðu hvert í kapp við annað. f Kensington Gardens létu
þau leigubílinn fara, og gengu að lítilli testofu. Þegar þau voru
setzt, spurði hann hvort hún vildi lesa ljóðin sem hann átti í handriti
— Hvort ég vil? Mér þætti það dásamlegt.
— En ég óska eftir hreinskilni í dómum.
— Það skaltu fá, sagði Dinny. — Hvenær fæ ég þau?
— Ég skal setja þau í póstkassann í Mont Street í kvöld.
— Ætlarðu ekki að koma inn?
Hann hristi höfuðið.
Þegar hann skildi við hana við Stanhope Gate, sagði hann:
— Þetta hefur verið dásamlegur dagur, þakka þér lcærlega fyrir
samveruna.
— Það er ég sem á að þakka.
— Þú! Þú sem átt svo marga vini. Nei, ég er pelíkaninn.
— Vertu þá sæll, pelíkani!
— Vertu blessuð, blómið í eyðimörkinni!
Þessi orð hljómuðu dásamlega í eyrum hennar alla leiðina að
Mont Street.
Eftir kvöldmatinn rétti Blore henni þykkt umslag, sem hún
faldi í skyndingu undir bókinni sem hún var að lesa í, og hélt
áfram að tala við frænku sína.
— Þegar ég var ung reyrðum við okkur í mittið, Dinny. Það
var óþægilegt, en við létum okkur hafa það. Það er sagt að sú
tizka sé að koma aftur; ég geri það ekki héðan af, það er bæði
heitt og kvalafullt. En þú verður að gera það, Dinny, þú verður
að fylgja tízkunni.
— Örugglega ekki.
— Þegar búið er að koma sér niður á hvar mittið á að vera,
þá er farið að reyra það.
— Sá móður kemur aldrei í tízku aftur, frænka. Eg held ég fari í
rúmið, ég er þreytt.
— Það er vegna þess að þú borðar svo lítið.
INNLENT LAN
RlfaSSJÓÐS ISLANDS1969,1.F1
VERÐTRYGGÐ
SPARISKIRTEINI
UTBOÐ
FjármálaráSherra hefur á-
kveðið að nola heimild í
lÖRum nr. 23 frá 17. maí.
1969 til þess að bjóða út 75
milljún krúna innlent lán
ríkissjúðs með eftirfarandi
skilmálum:
AÐALEFNI
SKILMÁLA
fyrir verðtryggðum spari-
sklrteinum ríkissjúðs, sem
gefin eru út samkvæmt
lögum nr. 23 frá 17. maí
1969 um heimild fyrir rík -
isstjúrnina til að taka lán
vegna framkvæmdaáætlun-
ar fyrir árið 1969.
1. fcr- Hlutdeildarskulda-
bréf lánsins eru nefnd
spariskírteini, og eru þau
öll gefin út til handhafa.
I’au eru í tveimur stærð-
um, 1.000 og 10.000 krún-
um, og eru gefin út i tölu-
röð.
2. gr. Skírteinin eru lengst
til 20. febrúar 1982, en frá
20. febr. 1973 er handhafa
í sjálfsvald sett, hvenær
hann fær þau innleyst.
Vextir greiðast eftir á og í
einu lagi við innlausn.
Fyrstu 4 árin nema þeir
6% á ári, en meðaltals-
vextir fyrir allan lánstím-
ann cru 6% á ári. Inn-
lausnarverð skirtcina tvö-
fuldast á lánstímanum og
verður sem hér segir:
Innleyst á timnbilinu:
1.000 kr.
skirteini:
10.000 kr.
skirteini:
Frá 20. febr. 1973 til 19.
— 20. febr. 1974 — 19.
— 20. febr. 1975 — 19.
— 20. febr. 1976 — 19.
— 20. febr. 1977 — 19.
— 20. febr. 1978 — 19.
— 20. febr. 1979 — 19.
— 20. febr. 1980 — 19.
— 20. febr. 1981 — 19.
— 20. febr. 1982
febr. 1974
fcbr. 1975
febr. 1970
fcbr. 1977
febr. 1978
febr. 1979
fcbr. 1980
febr. 1981
febr. 1982
1158
1216
1284
1359
1443
1535
1636
1749
1874
2000
11580
12160
12840
13590
14430
15350
16360
17490
18740
20000
Við þetta bætast verðbæt
ur samkvæmt 3. og 8. gr.
3. gr. Við innlausn skír-
teina greiðir rikissjúður
verðbætur á höfuðstúl,
vexti og vaxtavexti i hlut-
falli við þá hækkun, sem
kann að verða á þeirri
vísitölu byggingarkostnað-
ar, er tekur gildi 1. júlí n.k.
til gjalddaga þcirra (sbr. 4.
gr.). Hagstofa Islands
reiknar visitölu byggingar-
kostnaðar, sbr. lög nr. 25
frá 24. apríl 1957. Spari-
skírteinin skulu innleyst á
nafnverði auk vaxta, þútt
visitala byggingarkostnað-
ar lækki á timabilinu frá
1. júlí'1969 til gjalddnga.
Skírteini verða ekki inn-
leyst að hluta.
4. gr. Fastir gjalddagar
skírteina eru 20. febrúar ár
hvert, i fyrsta sinn 20. fe-
brúar 1973. Innlausnarfjár
hæð skírteina, sem cr höf-
uðstúll, vextir og vaxta-
vextir ailk vei'ðbóta, skal
auglýst í núvember ár
hvert í Lögbirtingablaði,
útvarpi og dagblöðum, í
fyrsta sinn fyrir núvem-
berlok 1972. Gildir hin aug-
lýsta innlausnarfjárhæð
úbreytt frá og með 20. fc-
brúar þar á eftir í 12 mán.
fram að næsta gjalddaga
fyrir öll skirteini, sem inn-
leyst eru á tímabilinu.
5. gr. Nú rís ágreiningur
um framkvæmd ákvœða 3.
gr. um greiðslu verðbúta
á höfuðstúl og vexti, og
skal þá málinu vísað til
nefndar þriggja manna, er
skal þannig skipuð: Seðla-
banki Islands tilnefnir einn
nefndarmanna, Hæstirétt-
ur annan, en hagstofustjúri
skal vera formaður nefnd-
arinnar. Nefndin fellir
fullnaðarúrskurð í ágrein-
ingsmálum, sem hún fær til
meðferðar. Ef breyting
verður. gerð á grundvelli
vísitölu byggingarkostnað-
ar, skal nefnd þessi koma
saman og ákveða, hvernig
vísitölur samkvæmt nýj-
um eða breyttum grund-
velli skuli tengdar eldri
vísitölum. Skuíu sjíknr
SEÐLABANKI
ÍSLANDS
ákvarðanir nefndarinnar
vera fullnaðarúrskurðir.
6. gr. Skírteinin eru und-
anþegin framtalsskyldu og
eru skattfrjáls á sama
hátt og sparifé, samkvæmt
heimild i nefndum lögum
um lántöku þessa.
7. gr. Handhafar geta feng-
ið spariskírteini sín nafn-
skráð í Seðlabanka lslands
8. gr. Innlausn spariskír-
teina fer f ram i Seðlabanka
Islands. Eftir lokagjald-
daga greiðast ekki vextir
af skírteinum, og engar*
verðbætur eru greiddar
vegna hækkunar vísitölu
byggingarkostnaðar eftir
20. febrúar 1982.
9. gr. Allar kröfur sam-
kvæmt skírteinum þessum
fyrnast, sé þeim ekki lýst
hjá Seðlabanka lslands
innan 10 ára talið frá 20.
febrúar 1982.
10. gr. Aðalskuldabréf
lánsins er geymt hjá Seðla-
banka Islands.
Spariskírteinin verða til
sölu í Seðlabankanum,
Hafnarstræti 10, viðskipta-
hönkunum og útibúum
þeirra, sparisjúðum og hjá
nokkrum verðbréfasölum í
Reykjavík. Tekið verður á
múti skriflegum pöntunum
frá og með 3. júni n.k. en
sala og afhcnding skirtcin-
anna hefst þrlðjudaginn 9.
júni n.k.
— Ég borða mikið. Góða nótt, elskan.
Hún settist við að lesa ljóðin, án þess að hátta. Henni var annt um
að lesa þau ef hún segði honum ekki satt um álit sitt. Hún var
mjög ánægð yfir því að andinn í þessum ljóðum var miklu léttari
en í fyrri kvæðum hans, ekki eins bitur og áður, og snerust tölu-
vert um fegurðina. Þegar hún hafði lokið við bunkann, kom hún
auga á blöð, sem vafin voru inn i svarta örk. Skildi hann hafa
gert þetta til að forða því að hún læsi innihaldið, eða til að beina
athygli hennar að því?
Ljóðið kallaði hann „Hlébarðann", og það var nokkuð langt.
Undir titilinn var skrifað: „Getur hlébarðinn breytt um lit?“
Þetta var sagan af ungum munki, sem í hjarta sínu var ekki
trúaður, en var sendur í trúboðsferð. Hann var svo tekinn til fanga,
og stóð þá andspænis því hvort hann vildi taka trú andstæðing-
anna, eða láta lífið. Ljóðið var svo áhrifaríkt að hún fann til sárs-
a“ka við lesturinn. Það hafði einhverja dýpt og hita, svo henni
lá við köfnun, það var lofsöngur og fordæming í senn á fornum
siðvenjum gagnvart ást á lífinu. Hugur hennar flögraði fram og
aftur og hún undraðist hvernig hann gat lýst slíkri baráttu sál-
arinnar.
Þau höfðu ákveðið að hittast næsta dag á listasafni ríkisins. Hún
fór snemma til stefnumótsins, og hann fann hana fyrir framan mál-
verkið „Stærðfræðingurinn“, eftir Gentile Bellini. Þau horfðu á
það um stund, án þess að segja nokkurt orð.
— Þetta er stórkostleg list. Ertu búin að lesa handritin?
— Já. Komdu, við skulum fá okkur sæti. Ég er með þau.
Þau settust og hún fékk honum umslagið.
— Jæja, sagði hann og hún sá að varir hans titruðu.
— Mér finnst þau stórkostleg.
— í alvöru?
— Já, í einlægri alvöru. En auðvitað finnst mér eitt ljóðið taka
þeim öllum fram.
— Hvert þeirra?
— Hvert þeirra?
Dinny brosti. — Þarft þú að spyrja um það?
— „Hlébarðinn“?
25. tbi. VIKAN 39