Vikan - 19.06.1969, Page 43
Þetta er JANKA svefnsófinn:
STOFUPRÝÐI Á DAGINN.
TVEGGJA MANNA HVÍLA AÐ
NÓTTÚ TIL.
Sterkur — Stílhreinn — Þægilegur.
STERKUR. STÍLHREINN. ÞÆGILEGUR.
góðan dag, eins og þau væru
ókunnug. Þau leyfðu sér aldrei
að láta nokkurn ástarvott í ljós
svo aðrir sáu. Hann barði að dyr-
um hjá henni, þótt hann hefði
beinan aðgang frá vinnustofu
sinni, og kallaði: — Ertu komin
á fætur?
En Heinz Linge, herbergis-
þjónn Hitlers, segir í endurminn-
ingum sínum að hann hafði kom-
ið að þeim saman í rúmi foringj-
ans. Fritz Wiedemann, höfuðs-
maður, segir frá öðru atviki: —
Ég var undrandi þegar ég sá fín-
lega ítalska skó við hlið her-
mannastígvéla Hitlers, fyrir utan
dyrnar hjá honum, rétt eins og
það væri á hóteli. Þau útfærðu
leikaraskapinn í yztu æsar, en
létu svo skóna sína fram fyrir
dyrnar.....
|
HITLER VILDI EKKI
EIGNAST BÖRN
Eftir því sem líflæknir Hitlers
sagði, var enginn vafi á því að
Eva og Hitler lifðu sem hjón.
En Hitler vildi ekki eignast börn;
hann hélt því fram að afburða-
menn eins og hann, eignuðust
venjulega vangefin börn, og þess-
vegna lét hann Evu alltaf hafa
ný getnaðarvarnarlyf, sem þá
var farið að framleiða í Þýzka-
landi. Samt vonaði Eva alltaf að
hún yrði barnshafandi; hún gekk
jafnvel undir læknisaðgerð til að
auðvelda það, en móðir hennar
sagði að sú aðgerð hefði aldrei
borið tilætlaðan áranglur. Eva
var aldrei barnshafandi og þau
áttu engin börn saman, þótt oft
hafi verið látið að því liggja.
Eva Braun var nokkuð nöldur-
söm við Hitler. Hún átti það til
að segia við hann: — Sittu beinn,
þú ert lotinn eins og gamal-
menni!
— Eg hefi svo marga lykl.a i
vösunum. sagði Hitler, — og
gleymdu því ekki að ég verð allt-
af að dragast með miklar áhyggj-
ur ....
Stundum þráttaði Eva við Hitl-
er. Hún mótm,ælti banni sem
Hitler lagði við dansi, sagði að
það hefði ómórölsk áhrif á þjóð-
ina. Þegar Stormsveitaforinginn
Heinrich Himmler lét loka öllum
snyrtistofum, fékk hún Hitler til
að láta opna þær á ný. Hún var
líka á móti því að húsmæðrum
væri bannað að kaupa matvæli
á svörtum markaði.
20. júlí 1944, var gerð tilraun
til að ráða Hitler af dögum, með
því að koma fyrir tímasprengju í
aðalbækistöðvum hans í Rasten-
burg í Austur-Prússlandi. Nokkr-
um dögum síðar sendi Hitler Evu
blóðugan einkennisbúning sinn
með þessu bréfi:
Elsku Tscapperl! (Litla
stúlka).
Mér líður vel, hafðu engar
áhyggjur; ég er bara dálítið
þreyttur. Ég vona að ég geti
komið bráðlega heim og fengið
hvíld, fela mig umsjá þinni. Ég
er í mikilli þörf fyrir ró, en
skyldur mínar við þýzku þjóðina
koma ofar öllu. Gleymdu því
ekki að sú hætta sem vofir yfir
mér er ekkert þegar hún er bor-
in saman við þá hættu sem her-
mennirnir eru í á vígvöllunum.
Þakka þér kærlega fyrir ást þína,
og berðu foreldrum þínum
kveðju frá mér, með þakklæti
fyrir góðar óskir þeirra. Eg er
mjög hreykinn, og ég bið þig að
fullvissa þau um að ég met þann
heiður sem það er að vera tengd-
ur svo heiðarlegri fjölskyldu. Ég
sendi þér einkennisbúninginn,
sem ég var í þennan ólukku dag.
Það er merki þess að hamingjan
er mér hliðholl, og að við þurfum
ekki framan að óttast óvini okk-
ar.
Með hjartalegri ástúð,
A.H.
Þegar að lokum dró, og Rúss-
arnir voru komnir inn fyrir
borgarmörk Berlínar, þá leituðu
þau Eva og Hitler skjóls í enðan-
jarðarbyrgi, sem Hitler hafði lát-
ið útbúa. 28. apríl 1945, lét Hitler
útbúa „einkaerfðaskrá“ sína. Þar
stóð, meðal annars:
„Ég hefi nú tekið þá ákvörðun
í lok ævi minnar, að kvænast
ungu stúlkunni, sem eftir margra
ára innilega vináttu, hefir kosið
að taka þátt í örlögum mínum ...
Vígsluathöfnin fór fram í
fundasal byrgisins. Eva var í síð-
um taftkjól, hann var með víðu
pilsi og hár í hálsinn Hún var
með skartgripasett úr gulli og
tourmalínum, með demantsúr, og
nælu í hárinu. Hitler var í ein-
kennisbúningi, eins og venjulega.
AÐ LOKUM VARÐ HÚN
EVA HITLER
Hitler kyssti ekki brúði sína að
athöfninni lokinni. Eva var svo
taugaóstyrk að hún gerði skyssu,
þegar hún skrifaði nafnið sitt,
hún var byrjuð að skrifa B, en
strikaði það úr, og í fyrsta og
síðasta sinn, skrifaði hún nafn
sitt, „Eva Hitler“.
Það var rétt fyrir miðnætti 28.
apríl. Hitler hafði tilkynnt fylgd-
ar mönnum sínum, þeim fáu sem
eftir voru: — Eg og eiginkona
mín erum ákveðin í að deyja,
nema eitthvert kraftaverk gerist.
Ég er búinn að gera ráðstafanir
um að fjarlægja líkama okkar.
Tilhugsunin um dauðann hafði
engin sýnileg áhrif á Evu. Hún
var löngu áður búin að skrifa
kveðjubréf sín. Hún eyddi þessu
síðasta kvöldi með því að syngja
uppáhaldssönginn sinni: „Tea for
two“, og leika við börn Jósefs
Göebbels.
Síðdegis 30. apríl, drógu þau
Eva og Hitler sig í hlé í skrifstofu
hans. Klukkan 3.30 skaut Hitler
sig. Eva fannst líka látin. Hún
hafði tekið inn eitur. Hermenn
báru líkin upp í garð fyrir ofan
byrgið, þar sem 40 gallon af
bensíni voru til reiðu. Því var
hellt yfir líkin, og bilstjóri Hitl-
ers fleygði logandi kyndli yfir
líkin, sem áður höfðu verið sökk-
bleytt í bensíni, og innan stund-
ar voru þau brunnin til ösku ....
☆
25. tbi. VXKAN 43