Vikan


Vikan - 19.06.1969, Page 45

Vikan - 19.06.1969, Page 45
SYFIR ATLANTSHAF Vlf) erum með lítinn gúmmíbát um borð, en ég hef ekki trú á aí5 það komi nokkurn tíma til að við þurfum að nota hann. Að vísu er sá mögu- leiki fyrir hendi, að við lend- um i hvirflbyl, en vonumst til að við náum að halda okk- ur í útjaðri hans, og þá er okkur borgið.“ Það er Thor Heyerdahl sem talar. Maður sem sagður er vera algjörlega taugalaus, en jafnframt mjög mannlegur. Maðurinn sem ætlar sér að varpa Ijósi á þá trú sína, að fornmenning Inka-indíána í Rómönsku Ameríku hafi bor- izt frá Egyptalandi með skipum byggðum úr papýrus- viði, þeirrar sömu tegundar og Ra, báturinn sem hann siglir nú við sjöunda mann yfir Atlantshafið. Lögmál Heyerda.hls er þetta: Ef ég get það, þá hat'a þeir getað það líka. Við þetta bætir hann oft, að ef þeir hafi getað það, þá geti hann það líka. Til eru tvær fornleifafræði- legar hliðar á þessu máli. Onn- ur er sú, að menningin ha.fi borizt frá einni heimsálfunni til annarar, eins og Ra á að sýna fram á, og hin, sem tel- ur að menningin hafi hafizt á sama tíma í öllum heimsálf- um. Þessi ferð ætti að geta komizt að einhverri niður- stöðu um þetta mikla þrætu- efni. IJndanfarin tuttugu ár lief- ur heimurinn kallað Thor Heyerdahl Hr. Kon-Tiki, eft- ir 14 metra löngum fleka úr balsaviði, sem hann sigldi ásamt 4 Norðmönnum öðrum og einum Svía, frá strönd Suður-Ameríku og alla leið til Polynesíu, árið 1947. Þá var tilgangurinn að sanna, að íbúar Polynesíu hafi ekki hlotið menningararfleifð sína frá Asíu, heldur perúönskum indíánum, sem sigldu yfir 25. tbl. VIKAN 45

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.