Vikan


Vikan - 19.06.1969, Side 48

Vikan - 19.06.1969, Side 48
— Hvernig ferðu að því að verða aldrei snortinn sjálfur? Að verða aldrei hræddur? spurði hún. — Það lítur út fyrir að þú sért ófær um lágkúrulegan hugsunarhátt, hvað sem gerist, eða að þú fyrirlítir sjálfan þig.... Jafnvel, þegar þú stóðst frammi fyrir bálinu, jafnvel þegar pyntingar eru annars vegar .... Hvernig ferðu að þessu .... ? Hefurðu alltaf verið fullorðinn karlmaður í hugsun? Jafnvel í bernsku? Þá sagði hann henni hvað hann hefði verið að hugsa; að nú færi í hönd tími, sem skorti heiðarleik og virðuleik, tími, þegar mannlegar veru gátu ekkert gert annað en íela sig ráðandi höfuðskepnum, með auðmýkt og þýlyndi eða berjast ein þar til yfir lyki, sama hvernig burðum þeirra væri háttað. Það væri ekki undrunarefni þótt einhverjir biðu ósigur. Það var þegar mikið, að vera lífs. Og úr því hún minntist á bernsku minntist hann þess, að ihann hafði mjög ungur kynnzt skelf- ingunni, því hann var aðeins þriggja ára, þegar katólskir hermenn höfðu rist upp kinn hans með sverðum sínum og kastað honum út um glugga brennandi hallar. Það hafði verið þá, í frumstæðu sakleysi bernskunnar, sem hann hafði orðið fyrir hinu dularfulla áfaili illskunnar og kynnzt öllum stigum hræðslunnar í einni. En hann komst yfir það og fann aldrei síðan til ótta, ekki þótt hann kæmist til fullorðinsára, það er að segja, hann var alltaf reiðubúinn, að taka því sem að höndum bar. Og hann hafði ekkert á móti því, að standa endrum og eins augliti til auglits við þetta skrímsli. — Þarna ertu skelfing, sagði hann þá. — Þarna ertu þá, blóðbað. Þarna ert þú hið ófrýnilega andlit hræðslunnar. Vel getið þið unnið á mér, en aldrei framar skulið þið skelfa mig. . .. Hann hélt áfram og sagði að hún þyrfti ekki að skammast sín þótt henni hefði brugðið við og við í öllum þeim hremmingum, sem hún hafði orðið að þola, því hún vær'i kona, en það væru karlarnir, sem brugðizt hefðu í hlutverkum sinum sem leiðtogar og verndarar og þeir bæru ábyrgðina á þvi að henni liði svo sem raun bar vitni. Þetta er gömul orrusta: Þekking mannsins til að beita ofbeldi eða snöggu átaki, til að ryðja úr vegi öllu því sem á hann skyggir, til að þagga niður með valdi rödd skynseminnar . >... Og hann, þótt karlmaður væri, hafði hann ekki gerzt fórnarlamb þessa hins sama? Þvi einn síns liðs getur maðurinn sjaldnast borið sig- urorð af sameiningunni. Það er ákveðinn tími til allra hluta, ákveðinn tími til þess að voldug alda risi.... Okkar öld hefur snúið baki við þeirri kristnu kenningu, sem var styrk- ur hennar. Hefur látið undan taumlausri valdaþrá.... Völdin skulu nást hvað sem það kostar og það á við um alla, konung, þjóðina, kirkj- una. Við erum ekki enn komin af þessu stigi og sá sem ekki vill láta gera sig að engu verður einnig að hafa völd. En undir þessari skriðu þungra steina verður andinn engu síður að lifa og ryðja sér til rúms .... Hann strauk þreytulega yfir augun. Hún sat hjá með lokuð augu. hallaði sér upp að yl hans og afli. Hún minntist orða litla, arabiska læknisins, sem hafði verið vinur Joffreys de Peyraes, og sem hafði sagt henni að hann væri mesti vísindamaður síns tíma og myndi af þeirri ástæðu ævinlega verða ofsóttur: — Því sannarlega neitar þessi öld að hlýða á lexíur andans. 49. KAFLI Þar sem þau hvíldu saman naut Joffrey de Peyrac þess, að finna eldsbjarmann smám saman dvína í Þöglu herberginu, þar sem ekkert heyrðist nema ástarandvörp þeirra og mildilegt snarkið í logunum. 1 48 VIKAN 25-tbl- bleikum og gullnum bjarmanum naut hann þess, að sjá fagrar útlínur konu sinnar og litaraft ilmandi hörunds hennar. Þegar mjög kalt var og hendur hans urðu að þreifa fyrir sér til að finna leyndarmál þessa líkama, var ekkert sýnilegt í skimunni annað en þessi furðulegi gullni hármakki, sem breiddist út eins og maurildi á koddanum og glampaði á leyndardómsfullan hátt, þegar hún velti höfð- inu hægt til hliða. Angelique var eina konan, sem hann gat ekki hætt að hugsa um eða losað sig frá. Jafnvel á nánustu ánægjustundum, vax hún honum alltaf svo nálæg. Þetta kom honum á óvart, því hann hafði haldið mörgum konum í örmum sínum og aldrei hikað við að gleyma þeim um leið og karlmannlegri girnd hans hafði verið fullnægt, því hann hafði alltaf látið sig meiru varða líkamlega fullnægju en fullnægju tilfinninga þeirra, þótt hann væri alltaf reiðubúinn að friða þær með einhverjum alúðlegum yfirlýsingum. En þegar Angelique var annarsvegar gat hann aldrei gleymt því að það var hún, sem hann hélt í örmum sér og það var hún, sem hann gat þreytt, sigrað og fært dýpstu sælu, að það var hennar likami, sem hann gat sveigt að vild sinni, hennar stoltu varir, sem opnuðust undir hans. Hann skynjaði hana óþægilega sterkt. Það kynni að hafa verið vani frá því á fyrstu dögum ástaratlota þeirra. Hún hafði verið svo ung og skelfd, að hann hafði orðið að skynja hvert viðbragð hennar, til þess að sigrast á henni. En þeir töfrar entust. Það var eins og nautnakennd Angelique væri eilíflega fléttuð við eitt- hvað leynilegt og yfirnáttúrulegt i sálariífi hennar, eitthvað sem gaf til kynna þá æðstu uppgjöf, sem hennar fagri likami gat I té látið. Það flaug að honum að brjóta heilann um, í senn af tortryggni og undrun, hvort hún færði honum ekki á nýjan leik örvandi tilfinningar æskunnar, sem karlinum hættir til að gleyma, þegar hann verður vanari gleði holdsins. Það var sérstök umhyggja, sérstök efsemd, upp- örvun fyrir félagann og þar að auki hin himnesku svið unaðarins, sem þau tvö fundu saman í ómötstæðilegu og næstum töfrakenndu sambandi. Þetta voru stundir unaðar, sælu, veiklyndis, gagnkvæmrar uppgjafar, gagnkvæmrar fullnægju, örþreytu, forsmekkur dauða og eilífðar. Hún var eina konan, sem vakti honum þessa kennd og hann naut þess að skynja skilning hennar á unaði karlsins. Hún vissi nákvæmlega hvenær hún átti að gera ákveðna hluti og hvenær hætta. Og Þegar hún sjálf hafði hrapað niður í gljúfur unaðarins, blinduð og heiminum horfin, héldu hendur hennar, varir og líkami áfram að fylgja honum og vissu hvenær þær áttu að gefa sig fram. Hvenær þrýsta honum að henni, hvenær að sleppa honum, samkvæmt hinu leyndardómsfulla lög- mál, sem Eva gaf dætrum sínum að erfðum. Hún var ihonum nálæg vegna þess, að jafnvel meðan hann naut likama hennar, var hann ekki viss um að hann ætti hana að fullu og öllu, aldrei viss nema hún kynni að flýja frá honum á ný. Hann vissi að hún bjó ekki lengur yfir auðmýkt og þjónustulund ungrar stúlku. Hún hafði skilið það eftir einihversstaðar við veginn, en í stað þess var komið sjálfsagi og sjálfskynjun. Hvað ástaratlotin snerti átti hún sína góðu og vondu daga. Suma dagana sá hann af því einu hvernig hún brosti, að hún var létt í skapi og fús til ásta, og dagar komu þegar hann fann, án nokkurar sýnilegrar breytinngar í framkomu hennar, að hún hafnaði honum, að hún var fjarlæg. Þetta kallaði hann veðrabrigði í sálarlífi hennar. Svo, þegar kom að kvöldi, naut hann þess að reyna að uppgötva með hvaða hætti hann gæti yfirunnið andstöðu hennar, að gera hana hlýðna sér, blása lífi í blundandi glæður.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.