Vikan


Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 50

Vikan - 19.06.1969, Blaðsíða 50
blár, heldur litlaus, vatnskenndur og gagnsær, og við sjóndeildarhring- inn, þar sem klettarnir tóku að halla niður að fossinum, voru trefjar af liljulitum skýjum. 1 vestri voru trjátopparnir eins og óvænt bleikt strik, þar sem þeir endurspegluðu rísandi sól, sem var í þann veginn að gægj- ast yfir sjóndeildarhringinn á móti, en var ekki enn komin upp yfir svört furutrén. Hálfhulin fjöllin virtust langt í burtu og ókleif og tindar þeirra voru týndir i hreinum, ísköldum draumi. Smám saman tóku sólargeislarnir að falla niður á vatnið og liðsforinginn varð eins og svört, hörð skugga- vera með útlínum ljóssins, en langur skugginn teygði sig hliðhallt út frá honum út yfir snjóinn. — Hver getur þetta verið? hugsaði Angelique. Hún var kvíðafull í hjarta og þótt innsæi hennar hefði sagt henni hver þetta var. var hún engu að síður að leg.gja fyrir sig spurninguna. önnur vera, þakin loðfeldum, kom i ljós við kaldan vatnsendann. — Frakkar Drottinn minn! Skyldu þeir vera margir fleiri? Kanadiski liðsforinginn skálmaði yfir vatnið eins og dáleiddur maður. f ihuga hans örþreyttum, eftir tveggja vikna ferð við verstu kringum- stæður, var sú staðreynd að hún var sú fyrsta vera, sem hann sá þegar hann nálgaðist aðsetur Peyracs greifa, tákn um að áform hans hefðu heppnazt. Það var eins og hún stæði þarna og biði hans! Eins og hún hefði aldrei hætt að .vona að hann kæmi aftur í ljós, að í einmanaleik sínum og varnarleysi meðal þessara ruddalegu manna, í djúpum óbyggðs skóg- ar hefði hún aldrei hætt að þrá hann. Það var þetta, sem ihann ímynd- aði sér. öll réttindi áskilin. Opera Mundi Paris. Dregið hefur verið í Skyndigetraun Vikunnar 6, um 12 vinn- inga C-ll þvottaefni. Vinnendum úti á landi hafa verið sendir vinningarnir, en hinum heppnu í Stór-Reykjavík bréf, sem gilda sem ávísun á vinningana. Nöfn þeirra, sem út voru dregin, fara hér á eftir: Guðný G. ívarsdóttir, Flekkudal, Kjós. Elín B. Jóhannsdóttir, Einholti 4 E, Akureyri. Ingvi Þórðarson, Vesturgötu 103, Akranesi. Álfheiður Hjaltadóttir, Ásgerði 8, Reyðarfirði. Bryndís Rafnsdóttir, Austurkoti, Vatnsleysuströnd, Gullbr. Svava Hallgrímsdóttir, Vesturgötu 5, Keflavík. Sigríður Hannesdóttir, Laugavegi 137, Reykjavík. Birgir Guðlaugsson, Háaleitisbraut 56, Reykjavík. Guðrún Brynjólfsdóttir, Þorfinnsgötu 4, Reykjavík. Lilja Þorleifsdóttir, Háaleitisbraut 37, Reykjavík. Kristín Björnsdóttir, Kárastíg 13, Reykjavík. Friðrik Friðriksson, Freyjugötu 28, Reykjavík. '---------------------------------------------------------------------/ Eftir eyranu Framhald af bls. 17. að enginn mundi þekkja mig, ef ég léttist um talsvert mörg k(ló. j£g veit, að því er erfitt að trúa, en megrunarkúrinn olli mér ekki áhyggjum og óþægindum, vegna þess að ég hugsaði hreint ekki um mat. Maginn virtist herpast saman. Til allrar lukku hafði ég nóg fyrir stafni, og það hjálpaði mér líka. Mig dreymdi aldrei um mat — en mig dreymdi og dreymir enn um það, hvernig ég liti út, þegar ég hef náð takmarki mínu. Ég læt mig dreyma um þann dag, þegar ég get gengið inn i verzlun og keypt hvaða kjól sem væri. Milli megrunartímabilanna tveggja (maí—október 1967 og desember '67 — febrúar '68) lét ég mér nægja 1000 hitaeiningar á dag. Ég borð- aði tvö soðin egg á morgnana, sleppti hádegisverði, en á kvöldin fékk ég mér steiktan fisk eða steik og grænmeti. Það versta, sem fyrir mig kom, var sigling með „S.S. France" til Evrópu, en þangað fór ég ásamt „Mamas og Papas". Mál- tíðirnar voru með ólíkindum — ní- réttaðarl Þegar svo loksins kom að eftirréttunum mátti litlu muna, að ég þyldi ekki lengur viðl Þó stóð ég mig að því einstaka sinnum að narta í góðgætið en fann til hræði- legrar sektarkenndar eftir á. í annað skipti varð ég af starfi í kvikmynd, sem mig hafði langað mikið til að fá að sinna. Ég varð svo vonsvikin, að ég varð að hugga mig með ístertu með bananajafn- ingi, sem er raunar undarlegt, þv( að ég hef aldrei verið gefin fyrir sætindi. Ég hef einungis látið ofan í mig kjöt og kartöflur ásamt sam- lokum og amerískum skyndiréttum. Tertan var hræðileg! Ég gerði allt sem ég gat til þess að halda mig við megrunarkúrinn. Ég gerði jafnvel tilraunir með að tyggja fæðuna en láta hana síðan út úr mér aftur. Það stoðaði ekkii £n ég hélt áfram að léttast. Þegar ég var vanfær, fór ég með flug- vél til Englands. Þar kom upp vandamál. Öryggisbeltið náði ekki utan um mig, og varð því að setja á það framlengingu sérstaklega fyrir mig. Jafnvel eftir að ég hafði alið barnið, náðu öryggisbelti ( flugvél- um naumlega utan um mig. Fólk bætir við þyngd sína með ýmsum hætti. Þyngd mín er öll í búknum. Handleggirnir og fæt- urnir hafa aldrei orðið þungir, ham- ingjunni sé lof. Vinir m(nir urðu mjög ánægðir, þegar ég tók að létt- ast. Þið getið líka gert ykkur ( hug- arlund, hve mér leið miklu betur, eftir að ég hafði losað mig við 55 kíló. Ég heimsótti móður m(na í Virginíu, þegar ég var 50 kílóum léttari. Hún var svo hreykin, að hún brast í grát. Og aldrei mun ég gleyma tveim unglingum, sem urðu á vegi mínum. Ég heyrði að annar sagði: „Þarna er Mama Cass". „Enga vitleysu", sagði hinn. „Mama Cass er miklu feitari". Þegar umboðsmaður minn, Bobby Roberts, sá mig, bað hann mig að ganga ekki of langt, því að það gæti orðið mér til skaða. Hann að- varaði mig líka að léttast ekki um meira en 80 kíló, því að fólk mundi ekki þekkja mig, þegar ég kæmi fram á nýjan leik ( Las Vegas, eins og til stóð. Yfirmaður minn hjá hljómplötu- fyrirtækinu „Dunhill Records", Larry Newton, sá mig eftir að ég var orð- in 50 kílóum léttari og sagði: „Cass, þú ert falleg. Haltu þínu striki". Þetta hreif. £g hafði sagt skilið við „Mamas og Papas" snemma árs 1968 og kom nú fram sem einsöngvari. Ég lagði líka meira að mér en nokkru sinni áður. Fyrsta hæggenga hljóm- plata mín („Dream a Little Dream of Me") var að koma út. Ég kom fram ( ótal sjónvarpsþáttum, og ég var ráðin til að skemmta á skemmtistað í Las Vegas. Mér fannst ég léttari á fæti, snar- ari í snúningum. En mér varð of- raun að vinna 12 til 14 stundir á sólarhring auk þess sem ég fastaði. Þrem vikum áður en ég átti að koma fram í Las Vegas fór ég að kenna meinsemda í hálsi. Ég leitaði til sérfræðings, og hann sagði mér, að ég væri með mög slæma háls- bólgu. Ég gekkst undir læknisaðgerð þegar í stað. Ég sagði lækninum al- drei frá megrunarkúrnum. Ég var hrædd við að heyra, það sem hann kynni að segja. þegar ég var aftur komin á stjá að aðgerðinni lokinni var ég aðeins áttatíu og sjö og hálft k(ló að þyngd. Ég var vannærð og örmagna. Megr- unarkúrinn hafði gert það að verk- um, að ég var orðin næmari fyrir hvers kyns kvillum. Kvöldið, sem ég átti að koma fram í fyrsta skipti, byrjaði að blæða í hálsinum. Þegar ég gekk fram á sviðið, vissi ég ekki, hvað var á seyði. Þar sem ég hef sönginn að atvinnu, var þetta mjög ólíkt mér. í salnum voru um 1200 áhorfendur og ég gat ekki sungið, hvernig sem ég reyndi á mig. Þegar þessari raun var lokið, var ég gráti nær, og ég grét mikið. Gagnrýnend- urnir sögðu mér ærlega til synd- anna. Ég var orðin fárveik. Það var farið með mig í sjúkrabíl til flug- vallarins og ég flutt í ofboði á súkrahús í Los Angeles. i |y|egrunarkúrinn hafði kostað mig heilsuna og komið mér f sKkar fjárhagskröggur, að það mun taka mig marga mánuði að kippa öllu í samt lag aftur. Þrátt fyrir allt þetta og það, að ég borðaði næringarríka fæðu á súkrahúsinu í tvær vikur, er ég nú aðeins áttatíu og sex og hálft kíló að þyngd. Jákvæður árangur hefur komið fram varðandi sitthvað, sem ég hafði ekki leitt hugann að, þegar ég byrjaði að fasta. Til dæmis hef ég núna nokkuð, sem ég hef aldrei haft áður — hökui Vinur minn einn, sérfræðingur í andlitslýtum, sagði mér eitt sinn, að ég mundi aldrei fá höku vegna vöðvanna, sem höfðu safnazt fyrir á þeim árum, sem ég hafði sungið. Vera má, að ég fái aldrei skúffu á borð við Spencer Tracy, en höku hef ég. Ég er meira að segja farin að sjá votta fyrir kjálkabeinum — og ég, sem hafði aldrei leitt hugann að þv(, að ég hefði slík beinl ^ður fyrr leit ég oft í spegil og hugsaði með sjálfri mér, að fitan mundi einn góðan veðurdag hverfa á einhvern yfirnáttúrulegan hátt. Nú þegar ég lít í spegilinn og sé, hve ég hef breytzt ótrúlega mikið, trúi ég því naumast. Ég skoða myndir af mér, þar sem ég var 142 kíló og sé þá bezt, hve stórskorin ég var. Yfirbragðið er að v(su enn nokkuð stórskorið, en ég lít öðruvísi út — og miklu betur. Breytingarnar eru ekki aðeins hið ytra. Eftir því sem ég léttist meira finnst mér ég verða betri manneskja. Ég er sáttari við sálfa mig. Mig langar til að vera eins og fólk er flest, skynja Kfið, eins og annað fólk, eignast heimili, giftast og eign- ast fleiri börn. |£g er enn ákveðin í að ná 55 kdóa markinu. Nýi læknirinn minn er mér sammála um, að það sé takmark sem mér muni takast að ná— svo framarlega, sem skynsamlega er að farið. Ég er vissulega reynslunni r(k- ari. Nú ætla ég ekki lengur að stefna heilsunni í voða með því að fasta. Ég var í rúman mánuð að ná mér eftir lifrasjúkdóm, og það munu enn líða margir mánuðir, þar til lifrin verður með eðlilegu móti að nýju. |Cins og flestir, sem standa ( sviðs- Ijósinu, er ég enginn morgun- hani og fer því yfirleitt seint á fæt- ur. Stærsta máltíðin mín er hádegis- verðurinn. Yfirleitt borða ég þá tvær sneiðar af brauði með te á eftir. Stundum fæ ég mér llka ristað brauð Læknirinn minn segir mér, að ég muni léttast um átta pund á mánuði fari ég samvizkusamlega eftir þess- ari áætlun — og þá komi að þvl, áður en langt um Kður, að ég nái takmarkinu: 55 kdóum. Ég er þegar farin að hugsa um, hvað ég ætli að gera, þegar ég er orðin 55 kdó. Strax og ég get farið í kjóla númer 8 eða 9 ætla ég að fara til Parísar og kaupa mér heilan klæðaskáp. Ég ætla að sækja allar tízkusýningarnar, Dior, Chanel og allt hitt — og jafnvel að láta teikna sérstaklega fyrir mig. Það, verða launin, sem ég fæ. ☆ 50 VIKAN *•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.