Vikan - 24.07.1969, Síða 10
IJARTA1111H
Frásögn japanska flugforingjans Fútsjída se1
Hver var tilgangur
Japana með árásinni á
Pearl Harbor? Jú, þeir
ætluðu að gereyða
Kyrrahafsflota Banda-
ríkjamanna í einu
höggi til að geta síðan
því sem næst við-
námslaust farið sínu
fram í Austur-Asíu og
Ástralíu. Frá því um
fyrri heimsstyrjöld
hafði keppni Banda-
ríkjamanna og Japans
um yfirráðin á Kyrra-
hafi farið síharðnandi,
og Japanir þóttust
sannfærðir um að fyrr
eða seinna syrfi til
stáls. Þeir gerðu sér
Ijóst að bæði hvað
mannafla og þó
einkum þungaiðnað
snerti stóðu þeir
Bandaríkjamönnum
langt að baki. Eina von
þeirra um hagstæð
úrslit í glímunni við
Sám frænda var því
bundin skyndiárás, er
kæmi óvininum í
opna skjöldu og lamaði
hann langt fram í
tímann.
Sjálfri árásinni á
Perluhöfn stjórnaði
flugforingi að nafni
Mitsúó Fútsjída. Hér
birtum við frásögn
hans af atburðunum.
Flotadeildir okkar lögðu af stað til Pearl Harbor
næstum mánuði fyrir hina örlagaríku atburði sjöunda
desember. Um morgunin tíunda nóvember lögðu
þannig fyrstu skipin úr flota Sjúitsji Naúmós aðmíráls
úr höfn flotastöðvarinnar Kúre á suðurströnd Honsjú,
skammt frá Hírósjíma. Önnur skip flotans lögðu af
stað næstu átta dægrin. Strangasta leynd hvíldi yfir
þessari aðgerð, enda fór svo að hvorki Bretar eða
Bandaríkjamenn komust á snoðir um hvað á seyði var.
Fyrsti áfangastaður var Tankan-flói á Etorfú, sem
er stærst Kúrileyja. Sex dægrum sfðar vorum við reiðu-
búnir fyrir næsta þátt, sem endanlega skyldi koma
okkur í stríð við Engilsaxa. Tuttugasta og sjötta nóv-
ember komu skip Nagúmós saman á fyrirfram ákveðn-
um mótstað við Kúrileyjar og hófu aðgerðina, sem
stríðsleiðtogar okkar kölluðu „hið guðdómlega verk-
efni". Hver maður um borð í skipunum, sem voru tutt-
ugu og þrjú talsins, var þrautþjálfaður. Sennilega hefur
aldrei floti með betri útbúnað og undirbúning lagt upp
í stríð.
Flugmennirnir, sem áttu að mola Pearl Harbor, voru
úrval úrvals. Enginn þeirra hafði á bakvið sig færri
flugtíma en átta hundruð, og margir höfðu flogið tíma
í þúsundatali. Fjölmargir þeirra höfðu þegar hlotið eld-
skírnina í Kínastríðinu.
Seró-orrustuflugvélarnar okkar voru þær beztu á öllu
Kyrrahafssvæðinu. Tundurskeytaflugvélar okkar voru
þær hraðskreiðustu í heimi af sinni tegund, og steypi-
flugmenn okkar höfðu árum saman fullkomnað tækni
sína yfir meginlandi Asíu.
Annan desember var allur flotinn sameinaður og
kominn út á haf á ný. Sjólag var slæmt, vso að þetta
varð engin skemmtisigling. Margir sjóliðar skoluðust
fyrir borð, en ekkert skip nam staðar til að bjarga þeim.
Áherzla var lögð á að flotinn yrði ekki á eftir áætlun,
og þvf voru allar tafir bannaðar. Stormurinn reif merkja-
flöggin í tætlur og þykkir þokubakkar gerðu að verkum
að oft lá við árekstrum. Allar loftskeytasendingar milli
skipanna eða milli þeirra og stöðva f landi voru bann-
aðar. Sama morgun og flotinn lagði af stað, fékk Na-
gúmó lokafyrirskipunina frá yfirmanni sínum, hinum
fræga aðmírál (sorokú Jamamótó, sem Bandaríkjamenn
sökktu síðar. Skipunin hljóðaði þannig á dulmáli:
Niítaka Jama Nóbóre.
Orðrétt þýðir þetta: Klifrið Niítaka-fjall, en hin raun-
verulega merking var að teningunum væri kastað. Leið-
togar Japana höfðu ákveðið að strfðin tvö, sem undan-
farið höfðu geysað í Evrópu og Afrfku og í Kína, yrðu
nú að einni heimsstyrjöld.
Nagúmó fyrirskipaði flota sínum að auka hraðann og
breyta stefnunni f suðurátt. í flotanum voru flugvéla-
móðurskipin Akagi og Kaga, Sorjú og Hirjú, Súfkakú
og Sjókakú, orrustuskipin Híei og Kírisjima, tvö stór
beitiskip, Tóne og Sjíkúma, eitt beitiskip minna, nfu
tundurspillar og þrjú hjálparskip.
Floti Nagúmós var ekki sá eini, sem stefnt var til
Pearl Harbor. Tuttugu kafbátar fóru á undan. Flestir
þeirra voru stórir og ætlaðir til langsiglinga. Ellefu
þeirra fluttu sína njósnaflugvélina hver; voru flugvélar
þessar þannig gerðar að taka mátti af þeim vængina.
Voru þær geymdar í vatnsþéttu hólfi aftanvið turninn.
Fimm aðrir kafbátar höfðu dvergkafbáta í togi. Á hverj-
um dvergbátana var tveggja manna áhöfn og jafnmörg
tundurskeyti.
Kafbátaflotinn fór til Kwajalein í Marshalleyjum, þar
sem þeir tóku eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Síðan var
haldið áfram til Havaí. Þegar þangað kom, námu bát-
arnir staðar í varðkeðju utanvið Pearl Harbor. Aðfara-
nótt sjöunda desembers lögðu dvergbátarnir af stað
uppað strönd Oahu til að kanna strandvarnir Banda-
rfkjamanna.
Klukkan tuttugu og þrjár mínútur yfir þrjú um nótt-
ina gaf ég, þá staddur um borð í Akagi, flugmönnum
mfnum, þrjú hundruð fimmtíu og þremur að tölu, eftir-
farandi skipun:
Allar flugvélarnar skulu þegar í stað ráðast á stöðv-
ar óvinarinsl
Nokkrum klukkustundum síðar tók ég sjálfur flug
frá flugþilfari Akagis, fyrstur minna manna. Klukkan
var þá sex. Sjálft flugtakið var mjög hátíðlegt. Um
borð í Akagi var nefnilega merkjaflagg það er Tógó
aðmfráll hafði notað f rússnesk-japanska stríðinu þrjá-
tíu og fimm árum áður, er hann gaf flota sfnum skipun
um að ráðast til atlögu við Tsújíma. Flaggið hafði verið
flutt um borð f gulllögðu skrfni og með stórri viðhöfn.
Nú var það aftur notað til að gefa árásarmerki. f þetta
skipti skyldi ekki ráðizt á Rússa, heldur Bandarfkja-
menn, og það voru ekki skip sem lögðu til atlögu,
heldur flugvélar.
Himinninn var skýjaður, og það vorum við ánægðir
með, því að það auðveldaði okkur að leynast. Við
nálguðumst Havaíeyjar, og fljótlega komu Kauai og
Oahu í Ijós framundan mér og undir. Þegar klukkuna
vantaði nákvæmlega fimm mínútur f átta á sunnudags-
morgni, geystumst við innyfir Pearl Harbor, og sprengj-
urnar féllu.
Fyrstu sprengjunni kastaði flugvél af gerðinni Aitsji,
sem lautinant að nafni Akíra Sakamótó stýrði. Mark
hans var orrustuskipin, og sömuleiðis yfir tuttugu fé-
laga hans, sem fylgdu honum fast eftir. Á eftir þeim
komu tuttugu og sex steypiflugvélar undir stjórn Kakúit-
sji Takahasji yfirlautinants. Þær réðust á Hickam-flug-
völl og breyttu flugvélunum þar og byggingunum f
brennandi óskapnað á nokkrum sekúndum.
Næst kom röðin að Ford Island, þar sem flestar
bandarísku flotaflugvélanna höfðu bækistöð.
Sjálfur hélt ég mér hæst á lofti til að fylgjast með
verkinu og stjórna því. Njósnarar okkar á eyjunum
höfðu áður upplýst okkur um skotmörkin, og nú lædd-
ust dvergkafbátar okkar uppað ströndinni og vísuðu
okkur beint á þau. Meirihluti Seró-orrustuflugvélanna
og nokkrar sprengjuflugvélanna stefndu nú til árásar
á Bellows-flugvöll, Wheeler-flugvöll, Kaneohe-flugbæki-
stöðina og herbúðirnar í Schofield, þar sem bandarfsku
hermennirnir sátu þá að morgunverði. Aðrir fbúar Oahu
sváfu flestir. Verkefni okkar var ekki erfitt.
Nú leikur kannski einhverjum hugur á að vita,
hvernig mér hafi liðið meðan á árásinni stóð. Er ekki
10 VIKAN 30- «*•