Vikan


Vikan - 24.07.1969, Síða 13

Vikan - 24.07.1969, Síða 13
verið til kostað að end- urspegla atburðina sem nákvæmlegast og má fastlega gera ráð fyrir að myndin verði kassastykki víða um heim. Við birtum mér- með nokkur sýnishorn úr myndinni. Árásin kom Bandaríkjamönn- um gersamlega á óvart, enda voru varðhöld þeirra á staðn- um ekki upp á marga fiska, þótt svo að meginhluti Kyrra- hafsflota þeirra væri þarna samankominn. Þessi mynd, sem er úr kvikmyndinni, sýnir lúð- urþeytara í bandarísku her- búðunum vekja mannskapinn að morgni árásardagsins. Japanski ofurstinn, Mínorú Genda. sem skipulagði árásina. Með henni hugsuðu Japanir sér að lama hernaðarmátt Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu langt fram í tímann. Sá tilgangur náðist að- eins að nokkru leyti, þótt tjónið yrði gífurlegt. Um borð í japönsku herskipi. Genda útskýrir árásaráætlunina fyrir yfir- manni sínum, Jamamótó flotaforingja. Árásarflugflotanum stjórnaði Mitsúó Fútsjída ofursti, sem í myndinni er leikinn af Taka- híró Tamúra. Eftir stríðið turnaðist Fútsjída til kristni og gerðist friðflytjandi mikill. 4 Bandaríska loftvarnaliðið varð furðu viðbragðsfljótt, þótt enginn í bækistöð- inni eða á flotanum hefði hugmynd um hvað var að gerast fyrr en sprengjumar fóru að falla. En vörnin var of veik og óviðbúin til að hindra árásarliðið að ráði. Slökkvilið orrustuskipanna barðist af ör- væntingu við eldinn, en stöðugt gusu upp ný bál og sprengingar skóku skipsskrokk- ana. so- tw. VIKAN 13

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.