Vikan


Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 18

Vikan - 24.07.1969, Qupperneq 18
POMPIDOU MYRTUR Kæri draumráðandi! Ég hef verið að hugsa um draum sem mig dreymdi fyrir nokkru og langar mig mikið að vita hvað hann merkir. Ég og aðrir heimilismeð- limir hér vorum að hlusta á fréttir í útvarpinu. Allt í einu rauf þulurinn stutta þögn sem hafði orðið og sagði síðan hægt og alvar- lega: „George Pompidou, forsetaefni Gaullista í for- setakosningunum í Frakk- landi var myrtur í gær- kveldi er hann var í kosn- ingaleiðangri í suðurhluta landsins." Síðan kom löng þögn. Ég vaknaði er þulur- inn byrjaði á nýrri frétt og við vorum að ræða atburð- inn. Svo langar mig að vita hvað það táknar að dreyma prest og að maður sé búinn að stofnsetja verzlun. Með fyrirfram þökk fyr- ir birtinguna. Ein sem dreymir oft. Draumur þinn er þegar kominn fram: Pompidou er orðinn forseti Frakk- lands. Að dreyma prest í skrúða, einkum sé hann við embættisverk er yfir- leitt ekki fyrir góðu- — Stundum getur það boðað að þér verður trúað fyrir mikilvæaru leyndarmáli og sumum sretur það táknað h.iónaband. Verzlun er góðs viti. LTKKISTA OG KELERÍ T F.iORUNNI Kæri draumráðandi! Mi<? langar til að biðja big að ráða fyrir mig eft- irfarandi draum: Við vorum nokkrir krakkar samankomnir fyr- ir utan kofa hér í þorpinu og inni í kofanum var vin- kona mín og önnur stelpa með henni og fannst mér þær vera að flytja líkkistu. Var hún brún að lit, löng og mjó og mjög skrautleg. Allt í einu kom þar að strákur sem ég er mjög hrifin af en hann er með stelpunni sem var með vinkonu minni í kofanum (eins og er); hér eftir mun ég kalla strákinn X. — X gekk beint til mín og lagði höfuð sitt að mínu og við byrjuðum að kela þarna, og stelpan sem hann er með (eins og er) horfði öfundaraugum á. Þá kom vinur X og spurði okkur hvort við vildum ekki heldur vera ein einhvers staðar. Svo labbaði hann af stað og við X á eftir. Niður í fjöru benti hann okkur á einhvers konar tóftir, og við fórum að kela þar. Mér fannst mjög skrýtið að við kysstumst ekkert en báðum leið okk- ur vel. Allt í einu greip mig einhver ótti; mér fannst alltaf einhver vera að koma. Svo varð draumurinn ekki lengri. Með beztu kveðjum. S utan af landi. Eins og áður hefur ver- ið getið í þessum dálki, er það útbreidd skoðun að mann dreymi oft það sem maður hefur verið að hugsa um daginn áður. Því vil ég meina að þessi draumur þinn sé hrein og bein óskhyggja. En lík- kistan setur strik í reikn- inginn, og er hún tákn slæms fyrirboða, fjárhags- legs tjóns eða jafnvel dauða ástfólgins vinar- SVAR TIL RÖSU: Draumur þinn er fyrir mikilli hamingju og far- sæld í öllu því sem þú munt taka þér fyrir hend- ur í nánustu framtíð; ekk- ert í honum bendir til langvarandi né alvarlegra erfiðleika. FÁNINN STÖÐ UPP OR Kæri draumráðandi! Mig dreymdi, að ég væri búin að hengja upp þvott á snúrur, sem stóðu við sjávarbakka. Á snúrunum 18 VIKAN 30-tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.