Vikan - 24.07.1969, Page 29
DUSTY
Dusty Springfield hefur ástæðu
til að vera hress þessa dagana.
Hún lét nýlega frá sér fara 12
laga plötu, sem hefur hlotið slík-
ar viðtökur, að fátítt er. Platan,
sem var hljóðrituð vestan hafs,
heitir „Dusty in Memphis'*. Þyk-
ir söngur Dusty með miklum
ágætum á þessari plötu, sömu-
leiðis útsetningar laganna og þá
ekki hvað sízt hljóðritunin, sem
að sögn manna, sem telja sig
Framhald á bls. 36.
SIMON OG
GARFUNKEL
Kýjasta lagi Simon og Gar-
funkel, „The Boxer“, hefur vegn-
að vel á vinsældalistunum að
undanförnu. Þetta lag er að sjálf-
sögðu eftir Paul Simon, eins og
Framhald á bls. 45.
TOMMI GERIR LUKKU
VESTRA
Tom Jones hefur heldur betur
spjarað sig vestan hafs að und-
anförnu. Hann hefur komið fram
á skemmtistöðum í New York og
Las Vegas og gert slíka lukku,
að elztu menn muna ekki annað
eins. í New York kom hann fram
í hinum fræga skemmtistað
„Copacabana" og er í frásögur
fært, að enginn skemmtikraftur,
sem þar hefur komið fram, hafi
fengið jafn háa greiðslu og Tom.
Forráðamenn skemmtistaðarins
líktu Tom við Frank Sinatra,
þegar hann var upp á sitt bezta.
Slík var hrifning manna, að
jaínvel ráðsettar konur á miðj-
um aldri skríktu af gleði, þegar
g'oðlð birtist í sviðsljósinu. Frá
Few York hélt Tom til Las
Vegas, og þar kemur hann fram
um þessar mundir í skemmti-
staðnum Flamingo, sem er einn
þekktasti skemmtistaður þar um
slóðii' en ekki að sama skapi til-
komumikill að sögn. Þótt gestir
verði að greiða morð fjár til að
sjá Tomma virðist enginn horfa
í aurinn, því að á hverju kvöldi
verða hundruð manna frá að
hverfa. Þetta mun vera einsdæmi
í sögu þessa rótgróna skemmti-
staðar. í næstu skemmtihúsum
úir og grúir af eftirsóttum og
vinsælum kröftum, þar eru m.a.
Andy Williams og Ray Charles,
en þeir þykja nú gamaldags sam-
anborið við Tom Jones.
Ekki er að efa, að sjónvarps-
Framhald á bls. 45.
a
FIMMTA VIDBIN
Bandaríski söngflokkurinn
„5th Dimension“ hefur hlotið
miklar vinsældir fyrir tvö lög
úr hinum umtalaða söngleik
„Hair“. Lögin eru „Aquarius“ og
„Le The Sun Shine In“, tvö vin-
sælustu lögin í söngleiknum
fléttuð saman í eina heild. Lögin
komust á skammri stundu í efsta
sæti vinsældalistans vestan hafs,
en þau hafa furðu lítið heyrzt hér
á landi. Söngflokkurinn „5th
Dimension“ er löngu þekktur
fyrir frábæran söng, og hafa
sumir talað um „Mamas og
Papas“ í sömu andrá. Þótt stíll
þessara tveggja flokka sé ámóta,
ber flestum saman um, að „5th
Dimension" hafi vinninginn. Þess
má geta, að bandaríski lagahöf-
undurinn Jim Webb hefur mikið
dálæti á „5th Dimension“, og
vinsælustu lögin sín hefur hann
samið fyrir þennan söngflokk.
Má nefna m.a. lagið „Up up and
away“. Líka hefur John Philips
í „Mamas og Papas“ samið lög
fyrir flokkinn, m.a. „Go Where
You Wanna Go“, en það komst
í efsta sæti vinsældalistans
vestra. „5th Dimension" hafa
sent frá sér nokkrar hæggengar
hljómplötur, og hafa þær verið
fáanlegar í hljómplötuverzlun-
um hér. Þess má geta til gamans,
að meðan Hljómar voru og hétu,
höfðu þeir mikið dálæti á „5th
Dimension" og höfðu mörg laga
söngflokksins á efnisskrá sinni.
☆
T in .
30. tw. VIKAN 29