Vikan


Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 30

Vikan - 24.07.1969, Blaðsíða 30
SlDAN SIBAST Gorille í lýii starfi V--------------—----' Tarfurion kosstor Velta nautaatanna á Spáni er nú orðin yfir 2125 milljónir króna á ári, en áhorfendum fer sífellt fækkandi. Er nú komið svo, að áhorfendabekkirnir, sem eitt sinn voru ætíð yfirfullir, eru hálftómir. Óánægja Spánverja stafar fyrst og fremst af því, að þeim þykja nautabanarnir ekki vera nægi- lega hugrakkir nú til dags, og í Sevilla var talað um að það væru nautabanarnir sem væru hræddir en ekki nautin. Þá eru nautin einnig yngri en þau voru áður og horaðri, alin á fiskimjöli og sojabaunum, sem verður að fitu í stað vöðva. Áður fengu þeir að ráfa um og éta sig pakk- sadda af grasi. Af 200 nautum sem hafa verið notuð í nautaatið undanfarið, var búið að saga hornin af nærri því fjórðungi þeirra. En öðru hvoru koma fyrir spennandi atvik á leikvellinum, eins og meðfylgjandi myndir sýna. Það er sá frægi „torero“ Miguelo, sem hér er að kljást við naut í Las Ventas-leikvang- inum í Madrid, og var hugmynd hans að kyssa á horn nautsins. Eftir myndunum að dæma var nautið ekkert hrifið af svona keleríi, og gaf ofurhuganum ör- lítið stuð. Hann slapp þó ómeidd- ur. ☆ Maðurinn með sígarettuna heitir René Serre og veitir for- stöðu drengjaheimili — fyrir þá drengi, sem önnur drengjaheim- ili hafa gefizt upp á. Ferill hans áður en hann hóf þetta starf sitt var fremur ó- venjulegur. Hann tók þátt í að frelsa Fransara frá nasistunum og síðar barðist hann í Indó- Kína. Þegar hann lauk herþjón- ustu tók hann til við að skipu- leggja lífvörð de Gaulle, og varð sjálfur einn harðasti liðsmaður- inn í þeim lífverði, sem gekk undir nafninu „Gorillurnar". En hann var sjálfur alinn upp á svona heimili, og skildi því vel þörf þessara drengja, sem höfðu orðið eitthvað utanveltu í lífinu. ☆ Mennskir ferOatékkar Þingmaður úr neðri málstofu brezka þingsins, Sir Douglas Glover, hélt því nýlega fram, að margir pílagrímar á leið frá Af- ríku til Mekka notuðu „mennska ferðatékka“ til að standa undir kostnaði við þessa för, sem hver rétttrúaður múhameðstrúarmað- ur telur skyldu sína að fara að minnsta kosti einu sinni á æv- inni. Segir sörinn, að pílagrímarnir taki með sér þjónustustúlku, sem þeir síðan geti selt í Saudi-Arab- íu fyrir allt að 220.000 íslenzkar krónur, sem er nægileg upphæð til að kosta þessa dýru ferð. Kall- ar þingmaðurinn þetta þrælasölu, og ætlar sér að leggja málið fyr- ir Sameinuðu þjóðirnar og aðrar alþjóðastofnanir. ☆ / ' Gamla konan stóð fyrir fram- an spegilinn og taldi á sér hrukk- urnar. — Ef maður gæti nú bara orðið ung í annað Sinn, andvarp- aði hún, og í sama bili stóð hjá henni undurfögur álfamær sem sagði: — Eg skal uppfylla ósk þína. Umbra dumbra gumbra sumbra — og í sama bili varð gamla konan að bráðungri og fallegri stúlku. — Ef þú verður fljót að ákveða þig, bætti þá álfamærin við, — skal ég veita þér aðra ósk. Hin nýtöfraða ung- mær benti af bragði á kött, sem lá í sólinni í glugganum og sagði: — Gerðu hann þá að ungum og fallegum pilti. Aftur fór álfamærin með töfra- orðin, og í þeim töluðum varð kötturinn að ungum og fallegum pilti, sem stökk til og þreif ung- meyna í fangið. Hann laut yfir hana ástríðuheitur og hvíslaði: — Nú kemur það þér í koll, væna mín, að þú lézt gelda mig í haust! * V________________________________ Einu sinni fór maður til sál- fræðings í geðrannsókn. Til að reyna að komast til botns í sálar- lífi mannsins teiknaði sálfræð- ingurinn hring á blað og spurði hann, hvað þetta myndi tákna. — Þetta er karl og kona, og þau eru að kyssast, svaraði maðurinn. Þá teiknaði sálfræðingurinn þrí- hyrning, og spurði, hvað hann myndi eiga að tákna. — Það er augljóst, svaraði maðurinn, — nú er hann að tæta af henni spjarirnar. Þá teiknaði sálfræð- ingurinn ferhyrning, og spurði sem fyrr, hvað sú teikning myndi eiga að sýna. — Það leynir sér ekki, svaraði maðurinn. — nú eru þau komin upp í ból og.... Þá lagði sálfræðingurinn frá sér blýantinn og sagði: — Það leynir sér ekki, góði maður, þér eruð kynóður. — Eg kynóður? hróp- aði mannauminginn. — Það vor- uð þér, sem teiknuðuð allar þess- ar klámmyndir! ☆ 30 VIKAN 30- tbl- ‘•/•‘W.-.yy/M.-.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.