Vikan


Vikan - 24.07.1969, Síða 34

Vikan - 24.07.1969, Síða 34
VERDLÆKKUN Kestar nu kr. 260.000- Vegna hagstæöra samninga viö FORD-verksmiöjurnar í Englandi getum viö boöiö yöur Ford Cortina á kr. 260 þúsund. Verö til ör- yrkja 190 þúsund krónur. ATH.: Lækkun þessi er tímabundin. Geriö hagstæö bílakaup. Margs konar bílaskipti möguleg. SVEINN EGILSSON H.F. UMBOÐIÐ LAUGAVEG 105 SÍMI 22466 Umboðsmenn úti á landi: Bílasala Akraness: Bergur Arnbjörnsson Vestmannaeyjar: Sigurgeir Jónasson Isafjarðarsýsla: Bernódus Halldórsson, Bolungavík Siglufjörður: Gestur Fanndal fyrir þær. Óvarkárari og tauga- óstyrkari maður hefði f sporum Tennes stolið bfl, ekið áleiðis til takmarksins á fullri ferð og setið fastur f naestu vegarhindrun. Lög- reglan tortryggði sérstaklega menn sem ferðuðust í bflum. Það notaði Tenne sér snilldarlega. Hver skiptir sér af hjólríðandi einmana á ferð úti í sveit nú á dögum? Þrátt fyrir alla varkárnina var Tenne mjög hastt kominn nokkrum sinnum. Kvöld eitt, þegar hann kom hjólandi fyrir horn,blasti við vegar- hindrun sem lögreglumenn gasttu. Hann var kominn of nærri til að hægt væri að snúa við. Claude Tenne herti upp hugann, hjólaði beint að hindruninni, kveikti sér í sfgarettu, skrafaði smástund við lög- reglumennina um veðrið og hélt síðan áfram óhindraður. Oðru sinni kom hann auga á lög- reglubíl, sem nálgaðist hann á fullri ferð að framan. Tenne hélt áfram hikandi eftir að hafa fullvissað sig um að engir afleggjarar væru á brautinni til að komast undan eftir. En þegar smáleiti bar á milli hans og bílsins í nokkrar sekúndur, henti Tenne sér eldingarsnöggt niður í vegarskurðinn og lá þar másandi eins og hræddur héri. Eftir á full- yrti hann að einn lögreglumannanna í bílnum hefði séð hann, en Ifklega ekki nennt að stanza til að athuga hvaða landshornaflakkari þar lá. Já, Tenne var ennþá frjáls eins og fuglinn, en félagar hans þrfr frá Ré voru teknir í langar og þreytandi yfirheyrslur. Ventin og Battaglini gátu með góðri samvizku neitað allri samsekt um flóttann. Þeir höfðu aldrei orðið meira hissa á ævinni en þegar félagi þeirra kom upp úr koffortinu við ferjuna. Hins vegar hlóðust upp sannanir gegn Varga. Hann hafði haldið á tómu kofforti með sér upp úr ferjunni f La Rochelle. Hann hlaut að hafa fundið að allur þungi var horfinn úr því. Hvers vegna hafði hann ekki minnzt á það við neinn? Auðvitað vegna þess að hann hafði hjálpað Tenne til að flýjal Varga var aftur sendur til Ré til að sitja af sér viðbótarrefsingu. Mannaveiðarnar héldu áfram. En jörðin virtist hafa gleypt Tenne. Hann var vanur erfiðum aðstæðum, þaulæfður úrvalshermaður, sterkur og harðsnúinn, en líka hugrakkur og forsjáll. Hann átti auðvelt með að setja sér fyrir sjónir hugsanagang annars fólks og vinna það á sitt band. OAS hjálpaði honum með ráðum og dáð. Og umfram allt: hann var staðráðinn [ að fara ekki lifandi aftur til Ré. Claude Tenne varð enn varkárari er hann nálgaðist belgfsku landa- mærin. Hann fór á vissan stað, sem OAS hafði tilbúinn fyrir hann. Þar hvíldi hann sig f nokkur dægur unz hann hafði fengið viðeigandi vega- bréf. Þá blandaði hann sér f hóp franskra ferðamanna, sem ætluðu að heimsækja Belgfu. Þegar yfir landamærin kom, hraðaði hann sér til enn einnar OAS-stöðvar, þar sem hann svaf í tvo sólarhringa sam- 34 VIKAN 30. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.